Ský - 01.10.2006, Blaðsíða 33
ský 33
Golf
Ítalskt og gott
Borðapantanir
í síma 461-5858
Njóttu hjá okkur
Ekta ítölsk stemming
í hjarta Akureyrar
Hafnarstræti 92 - www.bautinn.is
Þegar komið var á áttundu braut hafði rokið aukist til muna og
þá fór einn ig að rigna; sem sagt komið íslenskt haustveður eins og
það gerist verst og ekki beint veður til að spila golf. Við ákváðum að
stytta okkur leið, spila 10. holuna, fara síðan yfir á 17. og 18. Eins
og golfið getur verið óútreiknanlegt þá eru veðurguðirnir það einnig.
Sólin tók að skína á 10. holunni og ákveðið var að halda áfram. Við
Ólafur sáum smámöguleika í stöðunni, buðum tvöfalt eða ekkert,
enda gengið vel á síðustu holum. Þeir tóku tilboðinu glottandi og
áfram var haldið á 11. holu. Veðurguðirnir hafa einnig glott því
þegar við vorum að klára 12. brautina var komið kolvitlaust veður og
við rukum heim á leið, tókum 17. og 18. braut, þar sem Jón Steinar
og Björgvin juku enn við forskotið. Við Ólafur máttum samt vel við
una og sögðum hvor við annan að í raun hefðu þeir ekki verið neitt
sérstakir, við vorum því miður einstaklega óheppnir.
Góðum degi var lokið þar sem fjórir kylfingar sýndu misgott golf,
mundu allir góðu höggin en voru búnir að gleyma þeim slæmu. Víst
er að allir mætum við kokhraustir þegar kemur að næsta golfhring,
fullir af eldmóði, sem nóg er af hjá kylfingum, þegar þeir standa á
fyrsta teig. sky,
SK<00DD> 4.tbl 2006.indd 33 29.9.2006 11:03:05