Ský - 01.10.2006, Qupperneq 38

Ský - 01.10.2006, Qupperneq 38
 38 ský Smásaga Það er létt að skrifa Það er engin listgrein eins auðveld, sársaukalaus og unaðsleg til þess að stytta sér stundir og ritstörf. Núna sit ég til dæmis og hef það þægilegt í rósagarðinum mínum meðan ég skrifa þetta á nýju tölvuna mína. Sérhver rós segir sína sögu svo ég er aldrei í erfiðleikum með hvað ég á að skrifa. Ég lít bara djúpt ofan í hjarta einnar rósar, les söguna hennar og svo skrifa ég hana niður. Ég gæti skrifað kjfu joew.mv jiw og haft alveg jafngaman af því eins og að vélrita orð sem þýða eitthvað af því að ég hef bara svo gaman af því að finna fingurna leika við lyklaborðið. Stundum lýstur örvæntingu niður í höfuð rithöfunda, satt er það. En þegar þetta gerist hætti ég að skrifa og fæ mér kaffibolla á uppáhaldsveitingastaðnum mínum eftir Steve Martin því að ég veit að það er hægt að breyta orðum, hugsa þau upp á nýtt, leika sér með þau og hafna þeim svo á endanum. Málarar hafa ekki þennan munað. Ef þeir fara á kaffihús þornar málningin hjá þeim og verður að harðri klessu. Staðsetning, staðsetning, staðsetning Ég mæli með því að allir rithöfundar búi í Kaliforníu því að hér getur maður horft á bláan himininn á milli þess sem maður lítur ofan í rós. Ég vorkenni rithöfundum, jafnvel býsna frægum rithöfundum, sem búa á stöðum eins og Suður-Ameríku og Tékkóslóvakíu, þar ég get ímyndað mér að verði oft býsna drungalegt. Það er ekki mikill vandi að þekkja þessa rithöfunda á færi. Bækurnar þeirra eru oft fullar af sjúkdómum og neikvæðni. Ef menn vilja skrifa um sjúkdóma þá er Kalifornía rétti staðurinn. Dvergvöxtur er aldrei fyndinn en hvað gerðist þegar fjallað var um hann í Kaliforníu? Sjö hamingjusamir dvergar. Hvernig yrðu sjö dvergar í Tékkóslóvakíu? Í besta falli sjö þunglyndir dvergar; sjö þunglyndir dvergar og engin bílastæði fyrir fatlaða. Hvers vegna er Ástin á tímum kólerunnar slæmur titill? Ég viðurkenni að „Ástin á tímum ...“ er frábær titill, svo langt sem hann nær. Maður les áfram og er ánægður því hann er um ástina. Ég er líka ánægður með hvernig orðið tímar kemur inn það er mjög þægileg tilfinning. Svo kemur þessi hræðilega kólera. Fram að því leið mér vel. Hvers vegna ekki Ástin á tímum sykursætu næturgalanna? Líklega hefur höfundurinn notað vinnutitilinn Ástin á tímum ígerðar og kýla, þegar hann var að skrifa á gamla Smith Corona ritvél í timb- urhúsi fullu af rottum. Þessi rithöfundur, hver sem hann er, hefði haft gott af tveimur vikum í Kyrrahafstímabeltinu. Smátilraun Ég tók eftirfarandi málsgrein, sem hefur örugglega verið skrifuð á einhverjum drungalegum stað, og endurskrifaði hana undir áhrifum af sólskininu í Kaliforníu: „Flest fólk blekkir sig með tvenns konar trú: Það trúir á eilíft minni (fólks, hluta, gerða, þjóða) og lagfæringu (gerða, mistaka, synda, misgjörða). Hvort tveggja er rangt. Í raunveruleikanum gleymist allt og ekkert lagast.“ Steve Martin. SK<00DD> 4.tbl 2006.indd 38 28.9.2006 10:55:48
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Ský

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.