Ský - 01.10.2006, Page 45

Ský - 01.10.2006, Page 45
Nýjung í skólamálum Skóli verður í miðju hverfinu og þar er um nýjung að ræða í skóla- málum, að sögn Bjarna Sveinbjörns. Þetta verður sambyggður leik- og barnaskóli og þar munu börnin geta verið frá því fæðingarorlofi foreldra lýkur og fram til 10–12 ára aldurs en með þessu móti munu litlu krakkarnir ganga í sinn eigin skóla þar sem þeim líður vel og þar sem þau verða ekki fyrir áreiti þeirra sem eldri eru. Staðsetningin miðast við að álíka stutt sé fyrir alla í skólann og að börnin þurfi ekki að fara yfir miklar umferðargötur. „Hugsunin á bak við skipulagningu hverfisins er að það sé fyrir íbúana en ekki öfugt. Þess vegna er ekki hugsað fyrst og fremst um hagstæðustu verkfræðilega útfærslu við uppbyggingu hverfisins heldur þægindi íbúanna. Þess má geta að ákveðið hefur verið að leggja sérstaka tengibraut milli miðbæjarins í Mosfellsbæ og Leirvogs- tunguhverfisins. Þannig mun fólk geta farið þar á milli án þess að fara út á Vesturlandsveginn sem er vissulega til mikilla bóta. Friðsæl náttúra og aðstaða fyrir áhugamálin Leirvogstunguhverfið er umlukið stórum opnum náttúrusvæðum með tjörnum, gróðri, göngu- og reiðleiðum. Þessi svæði munu teygja sig upp í hverfið svo að óspillt náttúra er aldrei langt undan. Lögð er áhersla á að sem flestir íbúar hafi beina tengingu frá lóð út á opið svæði. Græn svæði á milli lóða eru fyrst og fremst ætluð til að íbúarnir geti notið þar útivistar, samveru og leikja um leið og þau mynda tengingar út á göngustígana og út í náttúruna umhverfis. Í næsta nágrenni er síðan ýmislegt sem á án efa eftir að draga menn að þessu skemmtilega íbúðahverfi sem verður sannkallað sérbýli í sveit. Tungubakkaflugvöllur er skammt undan, hesthúsa- ský 45 Herdís Sigurjónsdóttir: Sælureitur í sambýli við náttúruna „Leirvogstunguhverfi sem hér mun rísa verður sannkallaður sælureitur þeirra sem kjósa sambýli við náttúruna og fallegt umhverfi frekar en ys og þys borgarinnar. Hér eru óþrjótandi möguleikar til útivistar sem eru ómetanleg lífsgæði fyrir fólk sem lifir í nútíma samfélagi,“ sagði Herdís Sigurjónsdóttir, fyrsti varaforseti bæjarstjórnar Mosfellsbæjar, þegar fyrsta skóflustungan var tekin í landi Leirvogstungu í sumar. Hún bætti við að á íbúaþingi í Mosfellsbæ hefði einmitt komið fram að það er þetta sem skiptir íbúana mestu máli og er meginástæða þess að fólk kýs að búa í Mosfellsbæ. Herdís sagði einnig að Leirvogs- tunguverkefnið hefði vakið mikla athygli því að þar væri um nýja hug- myndafræði í uppbyggingu íbúahverfa að ræða, sem önnur sveitarfélög myndu vafalaust nota sér. Fellin og Esjan í austri blasa við frá Leirvogstungu. byggðin í Mosfellsbæ einnig og svo má ekki gleyma golfvellinum og Tungubakkaíþróttavellinum og loks Leirvogsánni sem er góð laxveiðiá. Land á þessum slóðum er gott til ræktunar svo áhugafólk um gróður og garða á áreiðanlega eftir að sjá skjótan árangur erf- iðisins þegar kemur að uppgræðslu lóðanna. Flestir ættu því að geta fundið sér og áhugamálum sínum stað á þessum slóðum. Engin stíf skilyrði verða fyrir útliti húsa í Leirvogstungu þótt gert verði ráð fyrir að ákveðnum reglum verði fylgt, enda hefur Gylfi Guðjónsson arkitekt haldið fund með fyrstu kaupendum lóða þarna um það hvaða hugmyndir hann hafi um útlit hverfisins. Bjarni Sveinbjörn segir að þegar götum í hverfinu hafi verið valin nöfn hafi verið tekið mið af örnefnum. Tunga hafi hins vegar orðið fyrir valinu sem ending nafnanna og þannig muni göturnar bera nöfnin, Kvíslartunga, Vogatunga, Laxatunga og Leirvogstunga. Teikning af hverfinu. KYNNING sky , Fyrstu íbúarnir í Leirvogs- tunguhverfi flytja inn að ári SK<00DD> 4.tbl 2006.indd 45 29.9.2006 11:03:40

x

Ský

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.