Ský - 01.10.2006, Qupperneq 46

Ský - 01.10.2006, Qupperneq 46
 46 ský Veiði Íslendingar hafa gjarnan hrifist af sögum af stórveiði. Þetta á sér sennilega djúpar rætur í þjóðarsálinni. Öldum saman var veiði stunduð til lífsbjargar, þjóðin kynntist ekki veiði sem íþrótt fyrr en við lok nítjándu aldar, þegar breskir höfðingjar tóku að venja komur sínar hingað og tóku reyndar á leigu veiðiár. Um svipað leyti kynntust landsmenn fluguveiði og margir stunduðu hana alla síðustu öld, þótt hún hafi orðið hin eðla íþrótt á seinustu árum. Þar kemur margt til sem síðar verður vikið að. Allt fram til þessa hefur þó stórveiði þótt til tíðinda. Frásagnir af mokveiði rata enn á bækur, þótt kvótar og dýr veiðileyfi hafi sett strik í reikninginn. Af stórveiðisögum síðustu aldar eru kannski þekktastar sögurnar af mokveiði Guðmundar Einarssonar frá Mið- dal í Soginu, urriðaveiðar Jóns Ögmundssonar í landi Kaldaðarness við útfallið úr Þingvallavatni, að ógleymdum sögum úr Elliðaánum. Ásgeir Ingólfsson segir til að mynda frá því í ágætri bók um árnar að 9. júlí 1919 hafi afi hans, Ásgeir G. Gunnlaugsson kaupmaður og félagi hans Kristinn Sveinsson húsgagnameistari, fengið 63 laxa á eina stöng og reyndar alla á sömu fluguna! Að líkindum hefur heildarveiði úr ánum verið á bilinu 1500–1800 laxar. Ekki fara sögur af slíkri stórveiði í Elliðaánum síðar, þótt margir hafi fengið þar góðan afla. Einn af þeim var Þorkell Þórðarson, sem kallaður var Keli á Billiardinum, sem frægur var fyrir veiði í Fossinum. Hann tók þar 35 eða 38 fiska ásamt bróður sínum, á einum degi. Þetta var 1926 eða -27. Breyttir tímar Nú er kvóti í ánum, fjórir fiskar á stöng á vakt. Kvóti er reyndar í fjölmörgum ám. Það er gjörbreyting frá því sem áður var. Þá var líka veitt jafnt á flugu sem maðk og jafnvel spún í mörgum ám. Þær ár þar sem leyft er að veiða á spún hefur stórfækkað og jafnframt hefur ám fjölgað þar sem eingöngu eða nær eingöngu er veitt á flugu. Nú tíðkast líka víða að sleppa fiski. Ekki er langt síðan allt var með Texti: Sigurður G. Tómasson Myndir: Einkasafn Stórveiðimaðurinn Þórarinn Sigþórsson: Þórarinn við veiðar í Hofsá í Vopnafirði. „TÓTI TÖNN“ Í sumar komst hann í klúbb afburðamanna í Altaánni í Noregi þegar hann veiddi þar fisk sem var 44 pund. Laxinn tók norska útgáfu af flugunni Gary dog og var sleppt að lokinni viðureigninni. SK<00DD> 4.tbl 2006.indd 46 28.9.2006 10:57:49
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Ský

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.