Ský - 01.10.2006, Síða 52

Ský - 01.10.2006, Síða 52
Fólk 52 ský Náttúrufegurðin laðar að Það er samdóma álit þeirra sem komið hafa og dvalið á Borgarfirði eystri að þar sé náttúrufegurðin engu lík og að friðurinn og kyrrðin sem þar ríkir laði fólk að aftur og aftur. Þar eru staðir og djásn sem menn taka svo sannarlega ástfóstri við. Sérstæður fjallahringur umlykur Borgarfjörð sem oft er kallaður útvörður Austfjarða í norðri því fjöllin gnæfa yfir umhverfið og láta engan ósnortinn. Einna þekktust eru Dyrfjöll en Staðarfjall setur einnig sterkan svip á umhverfið þar sem ljóst líparít gefur því fal- legan blæ. Talið er að Dyrfjöllin hafi myndast í miklu sprengigosi þar sem gaus í vatni og hafa þau tekið á sig sérstakt form í gegnum aldirnar. Form sem hefur meðal annars getið af sér sterka trú um álfa og huldufólk. Talið er að í hrauninu þar í kring sé mikil álfa- og huldufólksbyggð og að klettadrangar Tindfjalla séu í raun tröll sem urðu að steinum þegar sólin kom upp í austri. Dyrfjöllin og Kjarval Segja má að einn ástsælasti listmálari Íslands fyrr og síðar, Jóhannes Sveinsson Kjarval, hafi átt veg og vanda af því að fjallahringurinn sem umlykur Borgarfjörðinn, og þá sérstaklega Dyrfjöllin, séu svo þekkt sem raun ber vitni. Hann var á fimmta ári þegar hann fluttist að Geitavík og átti hann sínar æskustöðvar á Borgarfirði. Umhverfið hafði mikil áhrif á meistarann og sem fullorðinn maður dvaldi hann löngum eystra á sumrin og málaði Dyrfjöllin og hið tilkomumikla og fallega landslag Borgarfjarðar. Fræg er altaristaflan í Bakkagerðis- kirkju sem Kjarval málaði árið 1914 sem sýnir Jesús standa á bjargi með Dyrfjöllin í baksýn og marga „hausa“ í kring sem taldir eru tákna sveitunga hans. Borgfirskt landslag kemur víða fyrir í ódauðlegum verkum Kjarvals og ljóst er að dvöl hans fyrir austan hefur markað spor í listsköpun hans. Eitt aðdráttaraflið fyrir ferðamenn á Borgarfirði er Kjarvalsstofa sem lýsir ævi og starfi málarans í máli og myndum og einnig minnisvarði um meistarann sem reistur var þegar 100 ár voru liðin frá fæðingu hans, árið 1985. Tónleikaröð Emilíönu Torrini Söngkonan Emilíana Torrini ber sterkar taugar til staðarins en sem barn var hún oft í sveit hjá ömmu sinni og afa, Emilíu Lorange og Emilíana Torrini hélt í sumar tónleika á Borgarfirði eystra. SK<00DD> 4.tbl 2006.indd 52 28.9.2006 10:58:17

x

Ský

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.