Ský - 01.10.2006, Blaðsíða 60
Kvikmyndir
sky
,
Ian Fleming hefði örugglega aldrei órað fyrir því að sögupersóna hans, James Bond, yrði frægasta persóna kvikmyndanna. Hann
skrifaði fyrstu bókina, Casino Royale, í byrjun sjötta áratugarins
og var hún barn síns tíma. Sú kvikmynd sem gerð er eftir Casino
Royale og frumsýnd er í nóvember á fátt sameiginlegt með upp-
runalegu sögunni, fyrir utan að James Bond heldur sínum sér-
kennum sem Flemming gaf honum.
Casino Royale er 21. kvikmyndin um James Bond á 44 árum
og virðist ekkert lát vera á vinsældum hans. Sá Bond sem Ian
Fleming skapaði á að hafa fæðst 1921 en Bond kvikmyndanna
hefur engan aldur. Minningargreinar hafa verið skrifaðar um
Bond og sú þekktasta birtist í hinu virta dagblaði Times og átti
M að hafa skrifað hana. Hafði sú grein að sjálfsögðu engin áhrif á
þann James Bond sem við þekkjum, sem enn vinnur fyrir bresku
leyniþjónustuna, drekkur sitt martini og er alltaf veikur fyrir fal-
legum konum sem eru jafnveikar fyrir honum. James Bond er
ódauðlegur og verður það þangað til kvikmyndahúsgestir fá leiða
á honum, sem ekki er sjáanlegt að verði á næstunni.
Daniel Craig er sjötti leikarinn sem leikur James Bond, ef við
undanskiljum David Niven, sem lék hann í fyrstu útgáfunni af
Casino Royale sem er ekki talin til Bond- seríunnar. Leikararnir
fimm sem léku hann áður hlutu allir umtalsverða frægð á meðan
þeir léku Bond, en frægðarsól þeirra dofnaði með árunum ef
undanskilinn er Sean Connery, sem hefur alla tíð verið í hópi
eftirsóttustu kvikmyndaleikara.
SEAN CONNERY
James Bond 1962–1967, 1971
Fæddist í Edinborg í Skotlandi 25. ágúst 1930. Lék í sex Bond-
myndum: Dr. No, From Russia With Love, Goldfinger, Thund-
erball, You Only Live Twice og Diamonds are Forever. Vegnaði vel
eftir að Bondtímabilið og á að baki glæsilegan feril í kvikmyndum.
Hefur hann nýlega látið hafa eftir sér að hann sé hættur að leika.
Connery er tvígiftur og á soninn Jason, með fyrri eiginkonu sinni,
Diane Cilento. Hefur verið giftur frönsku myndlistarkonunni
Micheline Roquebrune síðan 1975.
GEORGE LAZENBY
James Bond 1969
Fæddist í Goulbourn í Ástralíu 5. september 1939. Lék í einni
Bond mynd: On Her Majesty’s Secret Service. Lazenby þótti erf-
iður á tökustað og var fórnað í hvelli. Tilboðin létu á sér standa
og er hann eingöngu þekktur í dag fyrir On Her Majesty’s Secret
JAMES BOND Í 44 ÁR
Service, sem svo einkennilega vill til að er talin meðal bestu
Bondmyndanna. Lazenby er fimm barna faðir, með tveimur
eiginkonum. Var giftur Christinu Gannett 1971–1995 og á tvö
börn með henni og með núverandi eiginkonu, leikkonunni Pam
Shriver, á hann þrjú börn.
ROGER MOORE
James Bond 1973–1985
Fæddist í London á Englandi 14. október 1927. Lék í sjö Bond-
myndum: Live and Let Die, The Man With a Golden Gun, The
Spy Who Loved Me, Moonraker, For Your Eyes Only, Octopussy
og A View To a Kill. Hefur ekki náð sömu hæðum og Sean Conn-
ery sem leikari, en er virtur og eftirsóttur á mörgum vígstöðvum.
Roger Moore er fjórgiftur og á þrjú börn og tvö barnabörn.
Núverandi eiginkona hans, frá árinu 2002, heitir Kiki Tholstrup.
TIMOTHY DALTON
James Bond 1987–1989
Fæddist í Colwyn Bay í Wales 21. mars 1944. Lék í tveimur
Bondmyndum, The Living Daylights og Licence To Kill. Þótti
hafa þungan leikstíl enda þjálfaður Shakespeare-leikari. Var sáttur
við að hætta og sneri aftur á leiksviðið, en birtist þó af og til í
sjónvarpi og kvikmyndum. Bjó lengi með Vanessu Redgrave, en
er nú giftur úkranísku tónlistarkonunni Oksönu Grigorievu. Eiga
þau einn son, Alexander, sem fæddist 1997.
PIERCE BROSNAN
James Bond 1995–2002
Fæddist í Navan á Írlandi 16. maí 1953. Lék í fjórum Bond-
myndum: Goldeneye, Tomorrow Never Dies, The World Is Not
Enough og Die Another Day. Stóð sig vel sem Bond og ekki eru
allir sáttir að hann skyldi látinn hætta. Framtíðarhorfur hans í
kvikmyndum virðast góðar þótt varla nái hann sömu hæðum og
Sean Connery. Missti fyrri eiginkonu sína, Cassöndru Harris, árið
1991, úr krabbameini. Áttu þau eitt barn saman, en hann gekk
tveimur börnum hennar í föðurstað. Seinni eiginkona Brosnans er
Keely Shaye Smith og eiga þau tvö börn.
Te
xt
i:
H
ilm
ar
K
ar
ls
so
n
SK<00DD> 4.tbl 2006.indd 60 28.9.2006 10:59:18