Ský - 01.10.2006, Side 61

Ský - 01.10.2006, Side 61
 ský 61 Kvikmyndir Þegar ljóst var að Pierce Brosnan fengi ekki að leika Bond í fimmta sinn í Casino Royale spruttu strax upp miklar vanga-veltur hver yrði arftakinn og nokkur nöfn voru ofarlega í umræðunni. Var því meira að segja haldið fram um tíma að Clive Owen væri búinn að fá tilboð um að leika James Bond um leið og fleiri stórir og stæðilegir leikarar voru nefndir. Einn sem sjaldan var nefndur er Daniel Craig. Hann var þó sá leikari sem stóð uppi sem sigurvegari og leikur 007 í Casino Royale og hefur þegar verið ráð- inn til að leika í næstu Bondmynd, sem eins og er hefur vinnuheitið Bond 22 og er hún að einhverju leyti framhald af Casino Royale. Óhætt er að segja að mörgum hafi komið á óvart þegar Daniel Craig var valinn til að leika James Bond. Þótti mörgum sem hann væri ekki rétta manngerðin í hlutverkið og þar fram eftir götunum. Það sem fór samt mest í taugarnar á hörðustu Bondaðdáendum var að Craig er ljóshærður og er þessi ágæti leikari sjálfsagt búinn að fá meiri óhróður um sig í fjölmiðlum undanfarna mánuði en á öllum leikferlinum. Ekki eru samt allir á móti honum og ef honum tekst vel upp verða Bondaðdáendur fljótir að taka hann í sátt. Sjálfur segir hann að það hafi verið erfið ákvörðun að taka að sér hlutverkið: „Bond er ein stærsta persóna kvikmyndasögunnar og til- boð eins og þetta kemur aðeins einu sinni á ævinni. Það varð því ofan á að sleppa ekki tækifærinu. Síðan er mitt að eiga við persónuna. Um leið og ég feta í fótspor ágætra leikara sem hafa leikið Bond vonast ég til að geta komið með eitthvað frá sjálfum mér í hlutverkið.“ Texti: Hilmar Karlsson DANIEL CRAIG ER NÝR JAMES BOND SK<00DD> 4.tbl 2006.indd 61 28.9.2006 10:59:26

x

Ský

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.