Ský - 01.10.2006, Page 62
62 ský
HofsjökullLa
ng
jök
ull
Eyjafjallajökull
Snæfellsjökull
Torfajökull
Tindfjallajökull
Skjálfandi
Þjórs
á
Ölfusá
Mývatn
Breiðamerkurjökull
Dynjandi
Tungnafellsjökull
Vaglaskógur
Laxá
Eiríksjökull
0 25 50 km
á Grænlandi
Flugfélag Íslands
Íslandsflug
NERLERIT INAAT
www.flugfelag.is | 570 3030 www.flugfelag.is | 570 3030
Flugkort - góður kostur á ferðalögum
Með Flugkortinu má greiða flugfargjöld með Flugfélagi Íslands,
bílaleigubíl, hótelgistingu, mat á veitingastöðum og ýmsa aðra
þjónustu hjá völdum fyrirtækjum í samstarfi við Flugkortið.
Handhafar Flugkortsins fá sent viðskiptayfirlit reglulega þar sem
sjá má útlagðan ferðakostnað og önnur viðskipti við sam-
starfsaðila Flugkortsins á tímabilinu. Þú nýtur hagræðis og færð
góða yfirsýn yfir ferðakostnaðinn um leið.
Svona bókar þú á flugfelag.is
1. Veldu áfangastað og brottfarardag (áfram).
2. Veldu fargjald (áfram).
3. Þú færð upplýsingar um bókunina og skilmála (áfram).
4. Sláðu inn nafn farþega, greiðslumáta og símanúmer (bóka).
5. Þú færð endanlegt, prentvænt yfirlit og bókunarnúmer.
Nýjustu upplýsingar um komu- og brottfarartíma
eru á síðum 422 og 423 í Textavarpinu.
Bókunarsími: 570 3030, fax: 570 3001
websales@flugfelag.is
Áfangastaðir
Tæknilegar upplýsingar:
Jafnþrýstiklefi
Áhöfn: 3
Farþegafjöldi: 50
Flughæð: 25.000 fet
Flughraði: 490 km/klst.
Flugdrægi: 2.100 km
Flugtaksþyngd: 20.820 kg
Hreyflar: 2xPW 125B hverfihreyflar, 2.500 hö hvor
Farangursrými: 7,4 m3 í vöruhólfum og 3 fyrir handfarangur
Tæknilegar upplýsingar:
Áhöfn: 2
Farþegafjöldi: 19
Flughæð: 13.000 fet
Flughraði: 290 km/klst.
Flugdrægi: 1.200 km
Flugtaksþyngd: 5.670 kg
Hreyflar: 2xPWPT6A-27 hverfihreyflar, 578 hö hvor
Farangursrými: 3,5 m3 (vörudyr 1,2x1,4 m)
Getur lent á mjög stuttum og grófum flugbrautum og á skíðum.
Fokker 50 er nýjasta gerð tegundar sem áratugareynsla er fengin
af hér á landi. Fokker 50 vélarnar eru rúmgóðar, hraðfleygar og
sérstaklega hljóðlátar og henta einkar vel til farþegaflutninga.
Twin Otter eru sterkir „vinnuhestar“ sem hafa fyrir löngu
sannað gildi sitt í ýmsum verkefnum, oft við erfiðustu skilyrði.
Hægt er að búa vélarnar skíðum til lendingar á snjó og jöklum.
Flugvélakostur
Flugfélags Íslands
alltaf hagstæðasta verðið!
flugfelag.is
Safety on board
During take-off and landing seat belts must be securely fastened and seats and
tables in an upright position. Seat belts must also be used at all times when the seat
belt sign above the seats is illuminated. Air Iceland also recommends that
passengers use the seat belts at all times when sitting in their seats. Smoking is not
permitted in domestic air services and on flights between Iceland and other
European destinations. Above the passenger seats in the Fokker 50 you will find
closed overhead compartments for your hand baggage.
Electronic devices in the passenger cabin
The use of portable telephones, walkie-talkies, remote controlled toys and other
devices specifically designed to transmit radio signals is strictly forbidden at all
times as radio waves could affect the very sensitive navigation equipment and
digital computers used in modern aircraft. The use of portable tape recorders, CD
players, lap-top computers, vido cameras and electronic games is limited to the
cruising phase of the flight and forbidden during takeoff and climb as well as
descent and landing phases of the flight. Please show consideration for your
fellow passengers and only use these devices with earphones and switch off the
sound effects of computer games. The use of heart pacemakers, hearing aids and
other devices required for medical reasons is of course not restricted.
Service on board
Air Iceland crews will do their utmost to make your flight as pleasant and
comfortable as possible. You can call a cabin attendant by using the call button
above your seat. On the domestic routes Air Iceland offers complimentary coffee,
tea, water and soft drinks for children.
Öryggi um borð
Við flugtak og lendingu er ætíð skylt að hafa sætisbeltin spennt og sætisbök og borð
í uppréttri stöðu. Einnig er skylt að hafa sætisbeltin spennt þegar kveikt er á
viðeigandi upplýsingaskiltum fyrir ofan sætin. Mælt er eindregið með því að
farþegar hafi sætisbeltin ætíð spennt. Reykingar eru hvorki leyfðar í innanlandsflugi
né í flugi milli Íslands og annarra Evrópulanda. Fyrir ofan farþegasætin í Fokker 50
eru lokaðar hillur fyrir handfarangur.
Rafeindatæki í farþegarými
Notkun farsíma, „lab rabb“ tækja, fjarstýrðra leikfanga og annarra tækja sem
sérstaklega eru hönnuð til að senda frá sér útvarpsbylgjur, er ætíð stranglega
bönnuð um borð í flugvélum Flugfélags Íslands. Notkun ferðasegulbandstækja,
geislaspilara, fartölva, sjónvarpsmyndavéla og leiktækja er aðeins leyfð í láréttu
farflugi flugvélanna og þar með bönnuð í klifurflugi, lækkunarflugi og aðflugi til
lendingar. Notið þessi tæki aðeins með heyrnartólum. Ætíð skal vera slökkt á
hljóðgjafa leiktækja. Notkun hjartagangráða, heyrnartækja og annarra tækja, sem
farþegi þarf að notast við af heilsufarsástæðum, er að sjálfsögðu án takmarkana.
Þjónusta um borð
Áhafnir Flugfélags Íslands leggja sig fram um að gera farþegum ferðina sem
ánægjulegasta. Með því að ýta á hnapp fyrir ofan sætið getur farþegi kallað á
flugfreyju eða flugþjón. Í boði er kaffi, te, vatn og svaladrykkir fyrir börnin.
Welcome on board
Velkomin um borð
Hlutverkin stækkuðu
Á leikferli sem spannar um það bil fimmtán ár hefur Daniel Craig
jafnt og þétt klifið metorðastigann og þegar frægðin kom með James
Bond var hann búinn að skapa sér nafn og orðinn vel þekktur. Sjálf-
sagt hefði leið hans legið upp á stjörnuhimininn um síðir, en James
Bond er hraðferðin.
Daniel Craig fæddist 11. nóvember 1968. Hann ólst upp nálægt
Liverpool þar sem móðir hans kenndi listir við háskóla og fóst-
urfaðir hans, listmálarinn Max Blond, stundaði list sína. Sextán ára
flutti Craig til London þar sem hann var á mála hjá National Youth
Theatre á meðan hann nam við Guildhall School of Music and
Drama. Fyrsta kvikmyndahlutverkið fékk hann í The Power of One
(1992), þar sem mótleikarar hans voru Morgan Freeman og Stephen
Dorff. Það var síðan í gegnum sjónvarpsseríuna Our Friends in the
North, sem hann varð þekktur í Englandi. Um var að ræða níu þátta
sjónvarpsseríu um líf fjögurra vina í þrjátíu ár.
Craig lék jöfnum höndum stór hlutverk í sjónvarpi og minni
hlutverk í nokkrum kvikmyndum og er Elizabeth (1998) þekktust
þeirra. Þessi ungi leikari fór ekki framhjá Hollywood og næsta stökk
hjá Craig er þegar hann hreppir stórt hlutverk á móti Angelinu Jolie
í myndinni Lara Croft: Tomb Raider. Stóð hann sig með ágætum í
þeirri mynd. Hlutverkin stækkuðu og má segja að vegur Craigs hafi
farið vaxandi með hverri mynd. Road To Perdition, Sylvia og Munich
eru gæðamyndir sem hann stóð sig vel í. Útslagið gerði svo sakamála-
myndin Layer Cake. Með frammistöðu sinni þar hefði hann sjálfsagt
ekki þurft á James Bond að halda þegar litið er til framtíðar. Staða
hans var orðin nokkuð trygg.
Annasamir tímar framundan
Þegar kemur að einkalífinu nýtur Daniel Craig þess í dag að vera
frægur og einhleypur. Hann var á árunum 1992–1994 giftur skosku
leikkonunni Fionu Loudon og eiga þau eina dóttur, Ellu, sem fæd-
dist 1992. Um sex ára skeið var hann með þýsku leikkonunni Heike
Makatsch, en þau höfðu kynnst við tökur á Obsession (1996). Þau
slitu samvistum 2004 og þá tók við fjögurra mánaða samband við
tískumódelið Kate Moss.
Áður en hlutverk James Bond kom til var Daniel Craig búinn
að fá þrjú hlutverk. Fyrsta kvikmyndin er Infamous, sem byggð er á
sama grunni og Capote, sem færði Philiip Seymour Hoffman óskars-
verðlaunin. Leikur Craig Perry Smith, annan tveggja morðingja
sem Truman Capote vingaðist við. Önnur myndin er Renaissance,
svarthvít teiknimynd fyrir fullorðna sem gerist árið 2054. Craig ljær
aðalpersónunni rödd sína. Þriðja myndin er svo The Visiting, þar
sem Craig leikur á móti Nicole Kidman í enn einni endurgerðinni á
Invision of the Body Snatchers. Verður beðið með að frumsýna hana
þar til á næsta ári.
Þessa dagana er Daniel Craig að leika í His Dark Materials: The
Golden Compass, sem er ævintýramynd sem mikið er lagt í. Aðal-
persónan er tíu ára gömul telpa sem leggur í leiðangur til að frelsa
vini sína frá illum örlögum. Meðal mótleikara Craigs í myndinni
eru Eva Green, sem leikur á móti honum í Casino Royale, og Nicole
Kidman.
Kvikmyndir
sky
,
Indverjar eru stærstu kvikmyndaframleiðendur heims og hafa
verið það í áratugi. Það var þó ekki fyrr en fyrir fáeinum árum að
hefðbundnar indverskar myndir fóru að berast til Vesturlanda og
ástæðan var einfaldlega sú að þrátt fyrir allan þann fjölda af kvik-
myndum sem gerðar eru á Indlandi, en þær eru eitthvað um átta
hundruð á ári hverju, þá eru þær langflestar eins í uppbyggingu og
ólíkar því sem við vesturlandabúar eigum að venjast.
Það var fyrst og fremst tónlistin í indverskum kvikmyndum sem
dreifði sér um Vesturlönd og í kjölfarið kom forvitni á indverskum
hefðum í kvikmyndagerð.
Samstarf á eftir að aukast
Forvitni Vesturlandabúa nær ekki aðeins til kvikmyndanna heldur
einnig í innviði indversks kvikmyndaiðnaðar í Bollywood, en svo
eru kvikmyndaverin í Bombay kölluð. Þær kvikmyndir sem einna
mest hafa kynnt indverska kvikmyndagerð eru Bollywood/Hollywood,
sem er endurgerð á Pretty Woman upp á indverskan máta, og Bride
and Prejudice sem hefur gert það gott á Vesturlöndum, en hún er
indversk útgáfa af klassíkinni Pride and Prejudice, en í kjölfarið á
Bride and Prejudice kom breska útgáfan með Keira Knightley í aðal-
hlutverki. Fyrir ekki alls löngu sýndi íslenska sjónvarpið Bride and
Prejudice.
Þessar tvær kvikmyndir eru ekki hreinræktaðar Bollywood-
myndir og ljóst er að ef þeir sem ráða lögum og lofum í Bollywood
ætla að koma framleiðslu sinni á markað á Vesturlöndum verða
að eiga sér stað ákveðnar breytingar, sem ekki er séð fyrir að muni
gerast, þar sem reglur og lög um indverskar kvikmyndir byggjast á
sterkum trúarrótum.
Bollywood-sérkenni
Til að gera grein fyrir hversu menningararfurinn í Indlandi er ólíkur
okkar menningararfi varðandi kvikmyndir þá eru hér taldar upp
nokkrar staðreyndir um indverskar kvikmyndir.
Það er ekki leyfilegt að kyssast. Kvikmyndaeftirlitið indverska
bannar það. Þegar koss ætti að vera eðlilegt framhald af atburðarás
þá leysist myndin upp í dans og söng, sem getur verið erótískur, sér-
staklega eru stúlkurnar stundum með erótíska tilburði fyrir framan
myndavélina.
Allar Bollywood myndir innihalda söng og dansatriði og skiptir
ekki máli að söguþráðurinn er mikið tilfinningadrama, en þó aldrei
án einhvers léttleika. Lögin og dansarnir eru yfirleitt byggðir á stöðl-
uðum formúlum sem rekja má til leikhúsa á nítjándu öld og fyrri
hluta þeirrar tuttugustu.
Formúlan fyrir Bollywood-mynd er að bjóða áhorfendum upp á
melódramatískan tilfinningahita. Það á að vera sterk ást á milli myndar-
legs karlmanns og fallegrar stúlku. Misskilningur eða fjölskylduhefðir
gerir það yfirleitt að verkum að þau skiljast að um stundir. Fjölskyldan
er miðpunktur atburðarásarinnar og hetjan sem alltaf er karlmaður er
mjög nátengdur móður sinni en faðirinn er oftar en ekki fjarverandi.
Aðalkvenpersónan fær aldrei jafnmikið vægi og karlmaðurinn. Ein-
hver illvirki kemur alltaf við sögu. Árekstrar milli gamalla gilda og
nútímans er stórt atriði þegar Bollywood-myndir fjalla um nútímann
og síðast en ekki síst, allar Bollywood-myndir enda vel.
Bollywood er öðruvísi en Hollywood
Dans og söngur kemur í
stað kossa sem eru bannaðir
sky
,
SK<00DD> 4.tbl 2006.indd 62 28.9.2006 10:59:36