Ský - 01.04.2007, Page 63
sk‡ 63
Ég hefði aldrei komist hjá því að hafa áhuga á söng því ég hef alist upp við hann síðan á fósturstigi. Móðir mín, Guðfinna Dóra Ólafsdóttir kórstjóri, hefur alltaf sungið fyrir mig, meðal
annars í móðurkviði og faðir minn er Rúnar Einarsson, rafvirki og
söngvari. Ég hefði ekki komist hjá þessu þótt ég vildi. Við systkinin
erum öll á kafi í tónlist, Hildigunnur systir er tónskáld og bræður
mínir tveir, Ólafur og Þorbjörn, eru báðir tenórsöngvarar,“ segir
Hallveig Rúnarsdóttir.
„Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á alls konar tónlist og hlusta á allt
nema metal. Fyrir nokkrum árum hlustaði ég heldur ekki á kántrí, en
Baggalútur og Norah Jones hafa breytt því.
Fyrsti diskur Hallveigar kemur út í vor, en þar er að finna nýja
íslenska söngtónlist í hennar anda. Sjálf ætlar Hallveig að fylgja disk-
inum eftir með söngferðalagi um landið, auk þess sem hún mun
einnig kynna hann erlendis.
Hallveig er með létta og lýríska sópranrödd og hér heima hefur
hún aðallega vakið athygli fyrir ljóðasöng og flutning á nýrri tónlist.
Hún hefur til dæmis frumflutt mörg verk á Listahátíð í Reykjavík og
á Sumartónleikum í Skálholti.
„Mér er sagt að ég hafi byrjað að syngja áður en ég fór að tala,“
segir Hallveig og hlær. „En ég fór að minnsta kosti að syngja í kór
fimm ára og tók fyrsta sólóið mitt þar opinberlega nokkrum árum
seinna. Ég byrjaði svo fyrir alvöru að læra að syngja sextán ára hjá
Sigurði Demetz og síðar lá leiðin til Rutar Magnússon við Tónlist-
arskólann í Reykjavík, Guildhall School of Music og Drama þar
sem ég lærði hjá Theresu Goble og svo hef ég farið í einkatíma
hjá Jóni Þorsteinssyni.
Það hefur oft verið gaman á þessum ferli og ég á nú þegar í
fórum mínum marga ógleymanlega og frábæra tónleika og tón-
leikaferðalög. Eitt af því skemmtilegasta sem ég hef tekið þátt
í var Heimskór æskufólks (World Youth Choir) sem ég var í
sumrin ´92 og ´93. Þar eru nokkuð ströng inntökupróf, en ég
mæli eindregið með þessu fyrir áhugasama söngnema á aldr-
inum 16–24 ára. Í þessum kór koma saman hundrað nemendur
sem æfa saman í tvær vikur og ferðast saman um heiminn og halda
tónleika í þrjár vikur. Þetta var svolítið sérstök reynsla.“
Hallveig hefur komið fram sem einsöngvari víða um heim-
inn og í sumar mun hún m.a. fara til Litháen til að syngja í
Carmina Burana. Almennt mun henni ekki leiðast í nánustu
framtíð. Auk þess sem hún ætlar að kynna diskinn sinn er hún
að æfa tvö hlutverk, Galatea í „Acis og Galatea“ eftir Händel sem
Sumaróperan setur upp í ágúst og Echo í „Ariadne auf Naxos“ eftir
Strauss sem Íslenska óperan setur upp í haust og hún syngur einnig í
Jóhannesarpassíunni um páskana svo eitthvað sér nefnt.
„Mig langar mest til að starfa hér heima því það er hægt að gera
svo fjölbreytilega hluti hér. Ég er á fullu í barokktónlist og einn af
stofnendum barokkhópsins Rinascente í Neskirkju, en ég hef líka
brennandi áhuga á nýrri tónlist. Ég verð þar að auki að halda ljóða-
tónleika öðru hverju til að halda geðheilsunni og mér finnst það ekki
verra ef detta inn einhver óperuhlutverk í ofanálag. Þetta væri ekki
auðvelt annars staðar en hér. Hér er líka auðvelt að fá kynningu,
aðstöðu og frábæra meðleikara. Ég hef
verið alveg sérstaklega heppin með
samstarfsfólk, Árni Heimir Ingólfs-
son er mín stoð og stytta og einnig
á ég frábæran vin og samstarfsmann
í Steingrími Þórhallssyni org-
anista,“ segir þessi unga og
glaðbeitta söngkona.
Hallveig Rúnarsdóttir, sópran
Með sönginn í blóðinu frá fósturstigi