Ský - 01.04.2007, Blaðsíða 21

Ský - 01.04.2007, Blaðsíða 21
 sk‡ 21 Á sta og Kristín Ásta hjá Eskimo stopp-uðu mig úti á götu fyrir átta árum, eða þegar ég var í 9. bekk, og spurðu mig hvort ég hefði áhuga á fyrirsætustörfum. Ég var mjög feimin á þessum tíma og hafði aldrei hugsað út í að verða fyrirsæta. Ég ákvað nokkrum vikum síðar að slá til og sé alls ekki eftir þeirri ákvörðun. Ég hugsa að ég hafi farið út í þetta af forvitni.“ Edda Björk fékk fljótlega gott verk- efni fyrir danska tímaritið Eurowoman. Sumarið eftir 9. bekk hélt Edda Björk með móður sinni til New York þar sem hún vann sem fyrirsæta. „Það var ógleym- anleg ferð. Ég man að mamma fór alltaf með mér en ég mátti aldrei vera ein og við skemmtum okkur konunglega. Ég og mamma erum svo góðar vinkonur og náum svo vel saman.“„ Edda Björk vann næstu sumur í New York. „Mér fannst alltaf mikilvægt að fara aftur í skólann þótt það hafi verið stundum freist- andi að vera áfram út af skemmtilegum til- boðum. Ég er samt mjög ánægð með það í dag að hafa látið skólann ganga fyrir.“ Þegar Edda Björk fór að vinna í New York í fyrsta skipti var hún á skrá hjá mód- elskrifstofunni Metropolitan en fór fljótlega á skrá hjá módelskrifstofunni Click. „Það kom fyrir að ég hélt til annarra landa til þess að fara í myndatökur og fór ég til dæmis til Ítalíu, Englands og Þýskalands.“ Edda Björk útskrifaðist frá Fjölbrauta- skólanum í Garðabæ árið 2004. Þá var hún hætt að starfa sem fyrirsæta og ætlaði ekkert að fara út í það aftur. „Harald, bókarinn minn í New York, var staddur á Íslandi og langaði til að hitta mig og foreldra mína til þess að tilkynna að hann vildi fá mig aftur út. Þá var ég búin að hugsa um að fara í ljósmyndanám en ákvað að vera í New York í eitt ár. Eftir það hóf ég nám í félagsfræði við Háskóla Íslands.“ Edda Björk vinnur sem fyrirsæta sam- hliða náminu. Hún var í jólafríinu í Mumbai á Indlandi þar sem Eskimo er með útibú. Þar vann hún aðallega í tengslum við tímarit og sjónvarpsauglýsingar. „Mér finnst svolítið erfitt að hætta alveg. Það er gaman að ferðast og fá tækifæri til að vinna út um allan heim. Ég hef eignast frábæra vini í gegnum þetta starf og þar sem ég ætlaði alltaf að verða ljós- myndari er gaman að hafa unnið með svona mörgum góðum ljósmyndurum.“ sky , íslenskar fyrirsætur „Mér finnst svolítið erf- itt að hætta alveg. Það er gaman að ferðast og fá tækifæri til að vinna út um allan heim.“ „Framaferill Eddu Bjarkar í fyrirsætustarfinu fór fljótt af stað. Hún byrjaði strax að vinna með bestu tímaritum og ljósmyndurum í heimi. Námið hefur þó alltaf gengið fyrir hjá henni enda eldklár stelpa. Edda er algjör ljúf- lingur og mjög jákvæð. Hún er fyrsta ljóshærða fyrsætan sem fer til starfa í Indlandi á vegum Eskimo. Indverjar hafa eingöngu notað dökkhærðar fyrirsætur og það hefur verið ánægjulegt að sjá hversu vel Eddu Björk gengur.“ Andrea Brabin hjá Eskimo Edda Björk Pétursdóttir Lætur námið ganga fyrir Ed da B jö rk P ét ur sd ót tir .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.