Ský - 01.04.2007, Blaðsíða 32

Ský - 01.04.2007, Blaðsíða 32
 32 sk‡ Rannsóknarniðurstöður telja vafasamt að sterar auki getu yfjaeftirlitsnefnd ÍSÍ starfar samkvæmt lögum frá 2004 en framkvæmdanefnd ÍSÍ skipar nefndina til tveggja ára og skal a.m.k. einn nefndarmanna hafa lokið háskóla- prófi í læknisfræði eða öðrum lífsvísindum. Hlutverk nefndarinnar er að skipuleggja og framkvæma eftirlit með lyfjanotkun íþróttamanna. Nefndin á auk þess, ásamt lyfjaráði ÍSÍ, að skipuleggja og standa fyrir fræðslu um lyfjamisnotkun íþróttamanna og lyfjaeftirlit með íþróttamönnum. Lyfjaráð skipa einnig þrír menn en auk þess starfar með Lyfjaráði formaður undanþágunefndar. Hlutverk Lyfjaráðs er m.a. að vera framkvæmdastjórn ÍSÍ og sambandsaðilum til ráðgjafar um lög og reglur er varða lyfjamisnotkun íþróttamanna og lyfjaeftirlit með íþróttamönnum. Lyfjaráð fer með ákæruvald í málum er varða brot á lagaákvæðum um lyfjamál, þ.e. lyfjamisnotkun. Lyfjaeftirlitsnefnd er heimilt að boða til lyfjaeftirlits án fyrirvara, hvar og hvenær sem er, sérhvern íþróttamann. Formaður lyfjaeftirlitsnefndar, Áslaug Sigurjónsdóttir hjúkr- unarfræðingur, segir að algengasta misnotkunin sé á testósteróni og íþróttamenn viti oftast að þetta efni sé á bannlista. Vitað er að þá séu stundum tekin efni sem feli verkun annars, og þá geti lyfjapróf verið vandasamara. Þekkt er einnig að íþróttamenn sem þurfa að létta sig til að vera í öðrum þyngdarflokki taka þvagræsilyf til að létta sig, en yfirleitt tekur um tvo daga fyrir lyfið að hverfa úr líkamanum. Þess vegna eru þau á bannlista auk þess að vera mjög varasöm. Sum efni eru mun lengur að skila sér úr líkamanum, eins og Lastfretard, sem virkar mun lengur. Áslaug segir að hægt sé að veita undanþágu til að losna við aukavökva úr líkamanum, en tekur fram að það geti verið hættulegt fyrir viðkomandi. Enginn eigi að njóta þess að nota efni sem auki getu á íþróttavellinum umfram það sem líkamlegt þrek viðkomandi íþróttamanns sé fært um, það sé ekki síst siðferðileg spurning sem sífellt er verið að spyrja og leita svara við. Örvar Ólafsson, starfsmaður ÍSÍ, er í hálfu starfi sem starfsmaður Lyfjaeftirlitsnefndar og Lyfjanefndar ÍSÍ. Hann segir WADA-stofn- unina í Kanada, sem eru óháð regnhlífarsamtök bæði ríkisstofnana og íþróttasamtaka víða um heim, gefa út bannlista og eftir þeim lista fari ÍSÍ og tekur hann gildi þremur mánuðum síðar. Heimilt er þó að veita íþróttamanni undanþágu til að nota efni á bannlista WADA í tengslum við æfingar og keppni, þurfi hann sannanlega og að læknisráði að nota það heilsu sinnar vegna. Sérstök und- anþágunefnd afgreiðir umsóknir um undanþágur. Skyldur ÍSÍ felast í því að þýða listann á íslensku og birta hann síðan opinberlega á viðeigandi hátt svo ekki leiki nokkur vafi á því að hann berist þeim sem hann snertir. Örvar segir bannlista varða alla skráða félagsmenn innan sam- bandsaðila ÍSÍ og alla þá íþróttamenn sem valdir séu til þátttöku í íþróttakeppni fyrir hönd ÍSÍ eða einhvers sambandsaðila ÍSÍ. Þessi bannlisti nær einnig til dýra sem íþróttamenn nota til keppni, s.s. hesta. Örvar bendir á að ekki séu mæld örvandi efni utan keppni, sem oftast séu árangursbætandi efni sem mælast stutt, eða að hámarki í tvo daga í líkamanum. Líklegast er tímabundin steranotkun fyrir keppni algengasta lyfjamisnotkunin. Sterarnir mælast einnig stutt í líkamanum, eða að hámarki tvo daga, en finnist þessar sterar í þvagprufu eru við- urlög yfirleitt tveggja ára keppnisbann, en við annað brot ævilangt keppnisbann. Sé viðkomandi íþróttamaður ungur er heimild til þess að milda dóminn. Áslaug Sigurjónsdóttir segir að öll lyfjapróf séu send til Karólínska sjúkrahússins í Stokkhólmi og það taki um 4–6 vikur að fá niðurstöður. Þar er þó ekki hægt að mæla vaxtarhormón í þvagsýni, en slíkt geta aðeins þrjár rannsóknarstofur í heiminum og sú rannsókn er óhemju dýr. Texti: Geir Guðsteinsson Ljósmyndir: Geir Ólafsson ofl. L Íþróttadópið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.