Ský - 01.04.2007, Síða 76

Ský - 01.04.2007, Síða 76
 76 sk‡ K Y N N IN G Á næstu þremur árum er gert ráð fyrir að farið verði í framkvæmdir fyrir vel á fjórða milljarð króna hjá Fljótsdalshéraði að sögn Eiríks Björns Björgvinssonar bæjarstjóra. „Við höfum geymt flestar fram- kvæmdir nema þær allra nauðsynlegustu til að auka ekki á þensluna hér fyrir austan en nú er komið að því að við hefjum okkar mótvæg- isaðgerðir til uppbyggingar þegar dregur úr framkvæmdum við Kára- hnjúka og álverið á Reyðarfirði.“ Þrjú ár eru síðan arkitektastofan Arkis vann hugmyndasamkeppni um skipulag miðbæjarins á Egilsstöðum og var í kjölfarið fengin til að vinna deiliskipulag af svæðinu. Nú eru framkvæmdir hafnar í samræmi við það. „Mikill áhugi er á miðbænum. Byggt hefur verið á þremur lóðum og framkvæmdir hafnar á fjórðu lóðinni þar sem Kaupfélag Héraðsbúa byggir en Blómaval og Húsasmiðjan verða til húsa. Í hinum byggingunum eru t.d. JG bílar, umboðsaðili B&L, glæsileg tískuverslun, Intrum og Domus Fasteignasala auk versl- unar- og þjónustufyrirtækja. Malarvinnslan ehf. hefur fengið svæði í miðbænum til að reisa íbúðarhús þar sem skógræktarfyrirtækið Barri var áður, en Barri flytur á nýtt svæði innan sveitarfélagsins,“ segir Eiríkur. Sláturhús verður menningarhús Í miðbænum stendur gamla Sláturhúsið á Egilsstöðum sem fengið hefur nýtt menningarhlutverk. Þangað mun starfsemi Vegahússins, sem er ungmennahús, væntanlega verða flutt og ræddar hafa verið hugmyndir um að nýta húsið m.a. fyrir myndlistar- og sögusýn- ingar, móttökur og aðra menningar- og samfélagsviðburði. Þá er hafin í miðbænum bygging húsnæðis fyrir íbúa 50 ára og eldri þar sem verslanir, þjónusta og félagsaðstaða verða á fyrstu hæð, en íbúðir á efri hæðum. Ennfremur segir Eiríkur að viðræður séu hafnar við menntamálaráðuneytið um byggingu menningar- og stjórnsýsluhúss sem rísa á í miðbænum og verður vonandi tekið í notkun á árinu 2009. „Svo er það Strikið, göngugata sem mun liggja eins og rauður dregill í gegnum miðbæinn, sem við vonumst til að geta hafið fram- kvæmdir við á næstunni. Markmiðið með Strikinu er að mynda öflugan og samkeppnisfæran miðbæ fyrir landsfjórðunginn. Menn eru mjög stoltir af niðurstöðum sem koma fram í skýrslu sem gerð var fyrir samgönguráðuneytið og unnin var af Land-ráði ehf. Kannað var hvernig viðhorf íbúa valinna svæða væri til landshlutamiðstöðva eins og Akureyrar, Árborgar, Ísafjarðar, Borgarness og Egilsstaða. Við komum afskaplega vel út sem landshlutamiðstöð Austurlands en 92% Austfirðinga sækja þjónustu til Egilsstaða. Áhrifasvæðið nær líka lengra en við héldum, 36% íbúa í Austur-Skaftafellssýslu sækja hingað þjónustu og 31% Norður-Þingeyinga.“ Háskólasetur á Egilsstöðum Loks má nefna að gert er ráð fyrir að senn náist samningur um húsnæði í eigu ríkisins sem getur hýst framtíðaruppbyggingu háskólaseturs á Egilsstöðum. Í byrjun maí verður efnt til athygl- isverðs þekkingarþings í sveitarfélaginu og þar farið yfir hvert er og verður hlutverk sveitarfélagsins, ríkisvaldsins og einkaaðila í eflingu menntunar í fjórðungnum og þar með í landinu öllu, en bæjarstjórn hefur sett fram stefnu sem miðar að því að hér byggist upp þekking- arsamfélag. sky , Tölvugerð hugmynd að hluta miðbæjarsvæðisins. Horft er í norður að væntan- legu stjórnsýslu- og menningarhúsi o.fl. NORÐAUSTURKJÖRDÆMI Glæsilegur miðbær og landshlutamiðstöð Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri. Fljótsdalshérað:
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Ský

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.