Ský - 01.04.2007, Síða 76
76 sk‡
K
Y
N
N
IN
G
Á næstu þremur árum er gert ráð fyrir að farið verði í framkvæmdir
fyrir vel á fjórða milljarð króna hjá Fljótsdalshéraði að sögn Eiríks
Björns Björgvinssonar bæjarstjóra. „Við höfum geymt flestar fram-
kvæmdir nema þær allra nauðsynlegustu til að auka ekki á þensluna
hér fyrir austan en nú er komið að því að við hefjum okkar mótvæg-
isaðgerðir til uppbyggingar þegar dregur úr framkvæmdum við Kára-
hnjúka og álverið á Reyðarfirði.“
Þrjú ár eru síðan arkitektastofan Arkis vann hugmyndasamkeppni
um skipulag miðbæjarins á Egilsstöðum og var í kjölfarið fengin til
að vinna deiliskipulag af svæðinu. Nú eru framkvæmdir hafnar í
samræmi við það. „Mikill áhugi er á miðbænum. Byggt hefur verið
á þremur lóðum og framkvæmdir hafnar á fjórðu lóðinni þar sem
Kaupfélag Héraðsbúa byggir en Blómaval og Húsasmiðjan verða til
húsa. Í hinum byggingunum eru t.d. JG bílar, umboðsaðili B&L,
glæsileg tískuverslun, Intrum og Domus Fasteignasala auk versl-
unar- og þjónustufyrirtækja. Malarvinnslan ehf. hefur fengið svæði
í miðbænum til að reisa íbúðarhús þar sem skógræktarfyrirtækið
Barri var áður, en Barri flytur á nýtt svæði innan sveitarfélagsins,“
segir Eiríkur.
Sláturhús verður menningarhús
Í miðbænum stendur gamla Sláturhúsið á Egilsstöðum sem fengið
hefur nýtt menningarhlutverk. Þangað mun starfsemi Vegahússins,
sem er ungmennahús, væntanlega verða flutt og ræddar hafa verið
hugmyndir um að nýta húsið m.a. fyrir myndlistar- og sögusýn-
ingar, móttökur og aðra menningar- og samfélagsviðburði. Þá er
hafin í miðbænum bygging húsnæðis fyrir íbúa 50 ára og eldri þar
sem verslanir, þjónusta og félagsaðstaða verða á fyrstu hæð, en íbúðir
á efri hæðum. Ennfremur segir Eiríkur að viðræður séu hafnar við
menntamálaráðuneytið um byggingu menningar- og stjórnsýsluhúss
sem rísa á í miðbænum og verður vonandi tekið í notkun á árinu
2009.
„Svo er það Strikið, göngugata sem mun liggja eins og rauður
dregill í gegnum miðbæinn, sem við vonumst til að geta hafið fram-
kvæmdir við á næstunni. Markmiðið með Strikinu er að mynda
öflugan og samkeppnisfæran miðbæ fyrir landsfjórðunginn. Menn
eru mjög stoltir af niðurstöðum sem koma fram í skýrslu sem gerð
var fyrir samgönguráðuneytið og unnin var af Land-ráði ehf. Kannað
var hvernig viðhorf íbúa valinna svæða væri til landshlutamiðstöðva
eins og Akureyrar, Árborgar, Ísafjarðar, Borgarness og Egilsstaða.
Við komum afskaplega vel út sem landshlutamiðstöð Austurlands
en 92% Austfirðinga sækja þjónustu til Egilsstaða. Áhrifasvæðið nær
líka lengra en við héldum, 36% íbúa í Austur-Skaftafellssýslu sækja
hingað þjónustu og 31% Norður-Þingeyinga.“
Háskólasetur á Egilsstöðum
Loks má nefna að gert er ráð fyrir að senn náist samningur um
húsnæði í eigu ríkisins sem getur hýst framtíðaruppbyggingu
háskólaseturs á Egilsstöðum. Í byrjun maí verður efnt til athygl-
isverðs þekkingarþings í sveitarfélaginu og þar farið yfir hvert er og
verður hlutverk sveitarfélagsins, ríkisvaldsins og einkaaðila í eflingu
menntunar í fjórðungnum og þar með í landinu öllu, en bæjarstjórn
hefur sett fram stefnu sem miðar að því að hér byggist upp þekking-
arsamfélag. sky
,
Tölvugerð hugmynd að hluta miðbæjarsvæðisins. Horft er í norður að væntan-
legu stjórnsýslu- og menningarhúsi o.fl.
NORÐAUSTURKJÖRDÆMI
Glæsilegur miðbær
og landshlutamiðstöð
Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri.
Fljótsdalshérað: