Ský - 01.04.2007, Síða 33

Ský - 01.04.2007, Síða 33
 sk‡ 33 Rannsóknarniðurstöður telja vafasamt að sterar auki getu Enginn í lyfjanefnd fær leyfi til að framkvæmda lyfjapróf fyrr en eftir að hann hefur öðlast til þess réttindi, jafnvel þótt um lækni eða annan starfsmann úr heilbrigðisstéttum sé að ræða. Áslaug segir að í Svíþjóð sé lögreglan farin að framkvæma lyfjapróf og e.t.v. sé tíma- bært að fara að skoða þann möguleika hér heima á Íslandi. Árlega er haldið lyfjaeftirlitsnámskeið. Um 120 lyfjaprufur er teknar á ári hér á Íslandi, voru 128 á sl. ári, og kostar hver prufa um 40 þúsund krónur, og er kostnaður því um hálf milljón króna. Skylt er að greiða þeim sem taka lyfjapróf en íþróttamaðurinn sem tekur það gerir allt sjálfur, pissar í glasið og gengur frá því til sendingar á rannsóknarstofuna, þó að viðstöddum þeim sem framkvæmir lyfjaprófið til að tryggja að rétt þvag fari í glasið. Á árinu 2005 reyndust tveir vera jákvæðir og voru dæmdir í tveggja ára bann, en árið 2004 reyndust sjö vera jákvæðir en þrír dæmdir í bann. Enginn hefur til þessa fallið á þessu ári. Vonir standa til að hægt verði að auka fjölda lyfjaprófa, en menntamálaráðuneytið hyggst auka fjárveitingar til þessarar starfsemi. Í ár var fjárveitingin sjö milljónir króna en rannsóknarkostnaður hefur hækkað hlutfalls- lega meira en fjárveitingin milli ára. Íþróttaiðkendur innan ÍSÍ eru í dag um 69.100 talsins, svo 120 lyfjapróf er ekki stór hluti þess hóps. „Það er orðið aðkallandi að fá tvo starfsmenn í 100% starf til þess að hægt sé að sinna þessu starfi af einhverri skynsemi. Ég tel orðið nauðsynlegt að þýða efni frá Norðurlöndunum, þar er af nógu að taka. Norðurlöndin standa mjög framarlega á þessu sviði, ekki síst Norðmenn, og fyrir Ólympíuleikana sem fara fram í Kína árið 2008 er í undirbúningi að gefa út sameiginlega bæklinga og efni. Nú heyrast einnig háværar kröfur um að allir sem fari til keppni á Ólympíuleikum gangist áður undir lyfjapróf. Við gerum áætlun í byrjun hvers árs en hún kann að breytast skyndilega. Hún er hins vegar ekki gefin upp, enda verðum við að vera sveigjanleg. Ég hef áhuga á því að lyfjaeftirlitið sé á þjóðfélags- legri vísu því það er þrátt fyrir allt minnst notað af ólöglegum efnum innan íþróttahreyfingarinnar. Þessi notkun í þjóðfélaginu veldur meiri árásargirni, hraðakstri og fleiru. Í þessu eru Norðmenn og Svíar að vinna og Danir mega taka lyfjapróf í heilsuræktarstöðvunum, t.d. hjá þeim sem æfa fitness. Jákvæð niðurstaða leiðir til þess að viðkom- andi fær ekki að æfa í líkamsræktarstöðinni. Í dag höfum við leyfi til að fara inn á líkamsræktarstöðvar til að taka lyfjapróf á iðkanda sem er innan ÍSÍ, en ekki hjá öðrum. Okkur langar til að koma því á að til þess að fá að æfa í líkamsræktarstöð þurfir þú að skrifa undir það að taka megi af þér lyfjapróf. Þessi beiðni hefur ekki verið lögð fyrir stöðvarnar. Það verður ekki gert fyrr en við höfum mannskap til að sinna þessu. En við erum að auka fræðsluna. Einnig er stefnt að því að koma lyfjamálunum út úr ÍSÍ líkt og gert er á Norðurlöndunum nema í Svíþjóð. Það kemur í veg fyrir grun um misbeitingu,“ segir Áslaug Sigurjónsdóttir, formaður lyfja- eftirlitsnefndar ÍSÍ. Sterar gera ekki gæfumun Sterar er samheiti yfir fituleysanleg efni í líkamanum sem hafa flókna byggingu, grundvallaða á grind úr sautján kolefnisfrumeindum. Kól- esteról telst til þessa efnaflokks og er til dæmis notað í líkamanum til að mynda sterahormón, þar á meðal kynhormón. Allir vefaukandi Íþróttadópið Á árinu 2005 reyndust tveir vera jákvæðir og voru dæmdir í tveggja ára bann, en árið 2004 reyndust sjö vera jákvæðir en þrír dæmdir í bann. (Ljósm. Mbl.)
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Ský

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.