Ský - 01.04.2007, Blaðsíða 41

Ský - 01.04.2007, Blaðsíða 41
 sk‡ 41 í sífellt minnkandi hringi kringum neyslu áfengis, lyfja og hvers þess efnis sem getur komið henni í vímu. Ásta lést 21. desember 1971, 41 árs gömul. Í Morgunblaðinu 30. desember 1971 birtist kveðja frá Rithöfundasambandi Íslands til Ástu látinnar og þar segir: „Margslungin lífsátökin ollu þessari við- kvæmu konu miklu hjartabrimi og stundum ar skammt milli glits og dökkva. Því urðu ritverk hennar máski minni að vöxtum en vinir hennar hefðu óskað en nóg til þess að hún setti svip á bókmenntir samtíðar sinnar og engan myndi undra þótt þessi sér- kennilegi höfundur yrði viðfangsefni ungra vísindamanna í bókmenntum á komandi tímum.“ Sársauki og kúgun Í Tímariti Máls og menningar árið 1986 gerði Matthías Viðar Sæmundsson það sem hann kallar tilraun til túlkunar á verkum Ástu og telur þau hluta af nýrri smásagnagerð á Íslandi sem hafi komið fram um 1950. Matthías segir: „Ásta hafði um margt sér- stöðu í hópi nýju höfundanna. Að sumu leyti var hún tengdari hefðinni en þeir. Deildi á stéttaskiptingu og fátækt, tvöfalt siðgæði, fordóma og mannúðarleysi líkt og Gestur Pálsson, umhverfið þó oftast Reykja- vík samtímans. Söguhetjur hennar eru að jafnaði lítilmagnar, sem bíða ósigur vegna ofríkis samfélags, ástæðurnar efnislegar og tímabundnar en ekki tilvistarlegar, algildar. Engu að síður kvað við nýjan tón með sögum hennar, einkum þeim fyrstu, þar sem hefðbundnum formgerðum smásögunnar er raskað á ýmsan hátt. Þessar sögur eru útmálun tilfinningalífs sem beygt er undir kröfur myndræns og táknauðugs tungutaks. Brotakenndar og sagðar í fyrstu persónu. Einlægnin slík að lesendur trúðu (og trúa) því að um lifaðan veruleika væri að ræða, en ekki umskapaðan, túlkaðan. Raunsæi þeirra felst þó ekki í veruleikastælingu heldur til- finningalegu innsæi. Sviðið er vitund tveggja persóna eða sögusjálf sem segja má að lifi á mörkum tveggja heima, því að vera þess er sífelld togstreita og hreyfing milli andstæðra skauta. Stíllinn er expressjónískur og vana- bundin skynjun framandgerð með ýmsum hætti. Að þessu leyti er um móderníska texta að ræða, nýmæli í íslenskri smásagnagerð.“ Í sama hefti tímarits Máls og menningar skrifar Dagný Kristjánsdóttir grein þar sem hún fjallar um Dýrasögu Ástu Sigurðardóttur og beitir hugtökum sálgreiningar. Dagný leggur til grundvallar þá skoðun að samband rithöfundar og lesanda sé nokkurs konar yfirfærslusamband eins og myndast milli sálgreinanda og sjúklings. Hún vitnar einnig til kenninga Shoshana Feldman um að öll frásögn feli í sér hið ósagða og sá sem skrifar búi yfir leyndarmáli sem hann vill en vill þó ekki segja frá. Dýrasaga er ein óhugnanleg- asta smásaga Ástu en hún lýsir kúgun og illri meðferð fullorðins manns á stjúpbarni sínu og býr sagan yfir takmarkalausum krafti og óhugnaði. Dagný leiðir rök að því að í lýs- ingum sínum sæki Ásta í sína eigin upplifun af kúgun og misbeitingu. Hver sem orsökin var nákvæmlega sést skýrt af verkum Ástu Sigurðardóttir að hún gekk ekki heil til skógar. Hún gekk í gegnum lífið löskuð af sársauka og gerði allt sem hún gat til þess að slökkva hann en tortímdi sjálfri sér um leið. sky , Ásta Sigurðardóttir Hafnarstræti 92 - Akureyri - www.bautinn.is Bautinn Velkomin til okkar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.