Ský - 01.04.2007, Page 31

Ský - 01.04.2007, Page 31
 sk‡ 31 DVD-mynddiskar 06.06.06 var yfirskrift afmælistónleika Bubba Morthens 6. júní á síðast- liðnu ári og voru þeir festir á filmu og á DVD-mynd- diskinum með tónleikunum má upplifa þá aftur. Á myndinni er Bubbi í stuði í einu laga sinna og heillar troðfulla Laugardalshöll. tónlistarmönnum þjóðarinnar og í öllum tilvikum var um að ræða mjög vel heppn- aða og vel sótta tónleika. Auk þess þjóna allar þessar útgáfur eins konar „best of“ tilgangi og eru því enn söluvænlegri fyrir vikið. Við lögðum vissulega mjög mikið undir í öllum þessum útgáfum og kostn- aður við upptökur, hljóðblöndun, hönnun og markaðssetningu hverrar þeirra var á bilinu sjö til átta milljónir króna en þær stóðu allar vel undir því. 06.06.06 Bubba seldist samtals í 15.326 eintökum fyrir jólin, Björgvin og Sinfóníuhljómsveit Íslands í 17.542 eintökum og Sálin og Gospelkórinn í 9.304 eintökum. Að auki gáfum við út Stóru stundina okkar sem er samstarfsverk- efni Senu og Stundarinnar okkar í RÚV. Sú plata innihélt einnig DVD-disk, eins og allar fyrri samstarfsútgáfur okkar, og sá nýi seldist í 3.941 eintökum. Hvað varðar framhald á slíkum útgáfum segir Eiður ekkert fastákveðið í þeim efnum: „Þær verða samt örugglega fleiri, en það þarf sterka flytjendur til að standa undir svona útgáfum og þeir eru ekki á hverju strái.“ Varðandi það að gefa út innlenda tónlist í öðru formi segir Eiður: „Vissulega er mögu- leiki að gera DVD-útgáfur með íslenskum tónlistarmönnum á einhvers konar heim- ildarmyndaformi og við höfum gert það, en sem aðalefni er það þó hæpið. DVD (og Blu-ray eða HD-DVD í framtíðinni) er í dag ekki síst notað sem aukaefni eða „added value“ í tónlistarútgáfu. Þá aðallega með heimildarefni en tónleikar geta staðið og standa sem sérstakar DVD-útgáfur. Ísland er lítill markaður en reynir þó að halda í við þessa þróun erlendis frá. Þó er undarlegt að sala tónlistar á DVD hefur ekki aukist jafn- hratt hér og í Vestur-Evrópu og Bandaríkj- unum. Undarlegt en satt. Hér á ég við alla tónlist, ekki bara íslenska.“ sky ,

x

Ský

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.