Ský - 01.04.2007, Side 84

Ský - 01.04.2007, Side 84
 84 sk‡ K Y N N IN G Blómlegt byggðarlag á Mið-Suðurlandi Rangárþing eystra er eitt öflugasta landbún- aðarhérað landsins. Íbúarsveitarfélagsins eru um 1700 og en sveitarfélagið samanstendur af kauptúninu Hvolsvelli, Landeyjum, Eyja- fjöllum, Fljótshlíð og Hvolhreppi. „Mat- væla- og landbúnaðarframleiðsla eru okkar undirstöðuatvinnugreinar,“ segir Unnur Brá Konráðsdóttir sveitarstjóri, „en iðnaðarmenn eru líka margir og vinna nú m.a. við sum- arbústaðabyggingar, enda sumarbústaðalóðir eftirsóttar, sérstaklega í Fljótshlíðinni.“ Rangárþing eystra er blómlegt ferða- mannasvæði og ferðamennska sífellt að aukast. Þar eru náttúruperlur á borð við Þórsmörk, Skóga- og Seljalandsfoss, Eyja- fjallajökul og margt fleira. Ferðamenn koma flestir á sumrin en þeim fer fjölgandi á öðrum tímum árs. „Bakkaflugvöllur er góð tenging við Vest- mannaeyjar og dregur að ferðamenn og aukin tækifæri felast í bættum samgöngum við Eyjar, um jarðgöng eða með ferju frá Bakkafjöruhöfn. Við leggjum að sjálfsögðu ríka áherslu á að vinna með nágrönnum okkar að því að efla svæðið sem heild og mörg samvinnuverkefni eru komin á skrið. Grundvallarbreyting mun þó fylgja betri tengingu við Eyjar.“ Menntun í hávegum „Sveitarstjórnin leggur metnað í eflingu menntunar á Suðurlandi. Leikskólinn Örk er starfræktur á Hvolsvelli og ein deild hans á Heimalandi undir Eyjafjöllum. Grunn- skólinn er á Hvolsvelli en í sveitarfélaginu er rekinn mjög umfangsmikill skólaakstur. Í Hvolsskóla eru um 250 börn og er nám við skólann einstaklingsmiðað. Stefnt er að samfelldum skóladegi svo nemendur geti stundað íþrótta- og tómstundastarf áður en haldið er heim. KFR og Dímon standa fyrir öflugu íþrótta- og tómstundastarfi og félagsmiðstöð fyrir unga fólkið okkar er mikið sótt. Unnið er að því að koma á fót skóla- búðum í húsnæði Héraðsskólans að Skógum í samvinnu við UMFÍ og Rangæingar vinna sameiginlega að því að fá framhaldsskóla á Hellu. sky , Á heimasíðunni www.rangarthing- eystra.is má lesa um framtíðarsýn Rang- árþings eystra og um þau verkefni sem fyrir huguð eru í sveitarfélaginu. SUÐURKJÖRDÆMI Dagskrá Sögusetursins 2. júní–24. júní: Minningarsýning um hjónin Sigríði Sigurðardóttur og Friðrik Guðna Þorleifsson, sem voru frumkvöðlar í tólistarlífi Rang- árvallasýslu á sínum tíma. 30. júní–22. júlí: Ljósmyndasýn- ing Ottós Eyfjörð. 28. júlí–19. ágúst: Ólöf Péturs- dóttir, vatnslitasýning. 25. ágúst–16. sept.: Sýning á verkum Nínu Sæmundsdóttur. 22. september–14. október: Sýning á olíumálverkum eldri Rangæinga. 29. september: Hausthátíð. Alla laugardaga í sumar verða fyrir- lestrar úr Njálu. Skemmtileg og fræðandi erindi góðra manna og kvenna. Frekari upplýsingar má nálgast á www.njala.is og í síma 487 8781. Rangárþing eystra: Söfn og sýningar Í Sögusetrinu á Hvolsvelli er margt að finna. Njálusýningin verður opnuð eftir gagngerar breytingar 2. júní. Sýningar á verkum lista- manna eru haldnar í Gallerý Ormi á Sögusetrinu. Þá er Kaupfélags- safnið staðsett í Sögusetrinu en þar er að finna marga gamla og skemmtilega muni, þ.á.m. bagga- tínuna sem framleidd var hjá Kaup- félagi Rangæinga á Hvolsvelli. Unnur Brá Konráðsdóttir sveitarstjóri.

x

Ský

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.