Ský - 01.04.2007, Side 26

Ský - 01.04.2007, Side 26
 26 sk‡ Heimsóknir heimsleiðtoga Lyndon B. Johnson var varaforseti Bandaríkjanna er hann kom hingað til lands í opinbera heimsókn snemma hausts 1963. Veðrabrigði verða hins vegar oft snögglega og skömmu eftir Íslandsferðina varð Johnson forseti, þegar John F. Kennedy var skotinn í Dallas í Texas. Fáum vikum eftir Íslandsheimsókn Johnsons voru ungir menn úr Félagi um vestræna samvinnu á ferð vestanhafs, heimsóttu Hvíta húsið og rák- ust þar á varaforsetann sem flutti yfir þeim tölu. „Johnson virtist hins vegar varla hafa haft hug- mynd um hvaða hóp hann var að ávarpa. Hann sagði nokkur orð í hasti og gátu sumir ekki skilið hann öðruvísi en svo að hann héldi að við værum kaupsýslumenn frá Texas,“ segir Steingrímur Hermannsson í ævisögu sinni. Í forsetakosningunum 1964 gersigraði Johnson Barry Goldwater, fulltrúa repúblikana. Johnson var forseti Bandaríkjanna fram til 1969. Ákvað árið áður að gefa ekki kost á sér til endurkjörs því vegna óvinsælda Víetnamstríðsins hafði hann safnað glóðum elds að höfði sér. Johnson, sem varla verður minnst sem tímamótaforseta í sögu Bandaríkjanna, lést 1973. Hann náði þó fram ýmsum umbótum á almannatryggingakerfinu í Bandaríkjunum og skildi í raun mun meira eftir sig en forveri hans Kennedy sem er í minningunni sveipaður helgiljóma. Lyndon B. Johnson – 1963 Dagar með Johnson Lyndon B. Johnson litinn áðdáunaraugum utan við Hótel Sögu árið 1963.

x

Ský

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.