Ský - 01.04.2007, Blaðsíða 45

Ský - 01.04.2007, Blaðsíða 45
 sk‡ 45 Borgaraflokksins þar. Óli Þ. Guðbjartsson, leiðtogi sjálfstæðismanna á Selfossi í áraraðir, fór fyrir lista á Suðurlandi. Aðrir tóku sæti á listum beinlínis til að styðja við Albert, ellegar hugnaðist þeim sú stefna framboðsins; það er borgaraleg sjónarmið og mild hægri stefna. Þegar Albert var svo spurður í Morgunblaðinu um hvort sá byr sem Borgaraflokkurinn virtist njóta markaði var- anlegar breytingar á flokkakerfinu sagði hann að þetta gæti „ ... þýtt ákveðna stefnubreytingu frá nýfrjálshyggju til mýkri samskipta manna, sem er meira í átt við stefnu Sjálfstæðisflokksins eins og hún var“, og bætti við að fólk væri þreytt á flokksræði. Sjö menn á þing Í vikunni fyrir kosningar gerði DV á fylgi þeirra stjórnmálaafla sem í framboði voru og mældist fylgi Borgaraflokksins þar vera 12,1%. Í kosningunum 25. apríl varð niðurstaðan 10,9% fylgi, sem þó dugði til að flokkurinn fékk sjö menn kjörna, þá Albert Guðmundsson, Júlíus Sólnes, Óla Þ. Guðbjartsson, Inga Björn Albertsson, Guðmund Ágústsson, Hreggvið Jónsson og Aðalheiði Bjarnfreðsdóttur. Eftir langt þóf sumarið 1987 náðu Sjálfstæðis-, Framsóknar- og Alþýðuflokkur saman um myndun ríkisstjórnar, undir forsæti Þor- steins Pálsonar. Sú stjórn náði hins vegar aldrei flugi né ráðherrar hennar saman um brýn viðfangsefni. Saga þessarar stjórnar verður ekki rakin hér, en svo fór að haustið 1988 sprakk stjórnarsam- starfið og Framsóknar- og Alþýðuflokkur tóku saman um samstarf við Alþýðubandalagið undir forsæti Steingríms Hermannssonar. Þingmeirihlutinn var hins vegar eins tæpur og frekast mátti verða og þegar fram í sótti hófust bollaleggingar um að fá Borgaraflokkinn til samstarfsins, sem gekk eftir haustið 1989. Albert var hins vegar ósáttur og þurfti ýmsar tilfæringar og baktjaldamakk svo kapallinn gengi upp. Þannig var honum árið 1988 boðin staða sendiherra Íslands í París. Um síðir þekktist hann það boð og hélt utan í apríl 1989. Borgaraflokkurinn gekk til liðs við ríkisstjórnina um haustið, sem öðlaðist með því traustan þingmeirihluta til að sitja út kjör- tímabilið. Skepnan risið gegn skapara sínum „Þegar skepnan hafði risið gegn skapara sínum og Albert Guðmunds- son greinilega orðinn ósáttur við liðsmenn sína, þótti mér sem utan- ríkisráðherra vel til fundið að nýta forna frægð atgervismanns meðal almennings í Frakklandi með því að bjóða honum að gegna starfi sendiherra Íslands þar í landi. Þannig lauk ferli hins aðsópsmikla en umdeilda einleikara íslenskra stjórnmála með virðulegum hætti,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson í minningargrein um Albert. Borgaraflokkurinn fékk tvö ráðuneyti þegar hann kom inn í ríkisstjórn haustið 1989. Júlíus Sólnes tók við nýstofnuðu umhverf- isráðuneyti og Óli Þ. Guðbjartsson varð húsbóndi í ráðuneyti dóms- og kirkjumála. Þegar leið á kjörtímabilið var þó ljóst að bakland Borgaraflokksins var að fjara út. Þeir Ingi Björn Albertsson og Hreggviður Jónsson ákváðu fremur en að styðja ríkisstjórna að stofna Frjálslynda hægri flokkinn haustið 1989 og gengu til liðs við Sjálfstæðisflokkinn fáum misserum síðar. Þannig missti Borgara- flokkurinn smám saman styrk sinn og bauð ekki fram í þingkosning- unum vorið 1991. Júlíus, Óli og fleiri fóru í framboð undir merkjum Frjálslyndra, sem fengu þó aðeins 1,2% fylgi. Undir lokin var Albert kominn að minnsta kosti hálfa leiðina í sinn gamla Sjálfstæðisflokk, þótt allt eins líklegt þætti að hann reyndi fyrir sér í sérframboði í borgarstjórnarkosningunum 1994. Til þess kom þó aldrei því Albert féll frá skyndilega frá í apríl það ár, þá nýlega kominn heim úr fjög- urra ára Parísardvöl. Fjórflokkur fastur í sessi Hér mætti segja frá fleiri stjórnmálaöflum sem enst hafa skemur en í upphafi var ætlað. Bandalag jafnaðarmanna fékk fjóra menn kjörna í þingkosningunum 1983, en þrír af þeim gengu til liðs við Alþýðuflokkinn þegar stofnandans Vilmundar Gylfasonar naut ekki lengur við. Kvennalistinn, sem bauð fram í fernum kosningum, fyrst 1983, og náði allgóðum árangri en fór aldrei í ríkisstjórn. Þjóðvaki Jóhönnu Sigurðardóttur fékk fjóra þingmenn í kosningunum 1995 en gekk fljótt inn í samstarf jafnaðarmanna sem varð upptaktur að Samfylkingu. Með nokkurri einföldun má kannski segja að Sam- fylkingin sé arftaki Alþýðuflokksins, enda virðist fjórflokkakerfið á Íslandi fastara í sessi en flestir ætla, hverjar sem ástæður þess eru. Frjálslyndi flokkurinn sem Sverrir Hermannsson stofnaði 1998 til að berjast gegn kvótakerfinu lifir þó enn. Margrét dóttir stofnandans og fleiri eru hins vegar komin í Íslandshreyfinguna – og ætla sér þar stóra hluti. sky , Hannibalistar og Hulduher Feðgarnir Ingi Björn og Albert komust báðir á þing fyrir Borgaraflokkinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.