Ský - 01.04.2007, Page 82

Ský - 01.04.2007, Page 82
 82 sk‡ K Y N N IN G Hornafjörður: „Segja má að ímynd okkar byggist á Vatna- jökli annars vegar og humrinum hins vegar,“ segir Hjalti Þór Vignisson, bæjarstjóri Hornafjarðar. „Vatnajökulsþjóðgarður verður spennandi verkefni sem mun efla ferðaþjón- ustuna mikið og auka ferðamannastrauminn um landsvæði þjóðgarðsins verulega og hafa mikið að segja fyrir þá sem bjóða upp á gist- ingu og afþreyingu fyrir ferðamenn.“ Mest er að gera í jöklaferðunum á sumrin en töluverður kraftur í þeim vor og haust að sögn Hjalta Þórs. Hann segir Skaftafell og Jökulsárlón fjölsótt- ustu ferðamannastaðina í héraðinu og þangað komi um 150.000 ferðamenn á ári. Á lón- inu sigla síðan um 40- 50 þúsund manns. Ferðaþjónustan sé því s tór atvinnugrein sem margir hafi atvinnu af allt árið, þótt þeim fjölgi mikið yfir sumarið. „Mikill áhugi er á að efla vetrar- ferðamennskuna og finna eitthvað sem dregur ferðamenn að yfir veturinn eins og gert hefur verið í Norður-Skand- ínavíu. Má þar nefna norðurljósin og ýmsa menningarviðburði sem við höfum verið að þróa, t.d. blúshátíðina sem haldin hefur verið í mars tvö síðustu ár. Svo koma hreindýrin niður á láglendið á veturna og jökullinn er alltaf aðgengilegur.“ Menn kynnast Þórbergi á heimaslóð Á Hala í Suðursveit er verið að byggja upp menningartengda ferðaþjónustu í tengslum við Þórberg Þórðarson. Þar má sjá sýningu sem byggð er á verkum skáldsins og aðstæðum í Suðursveit þegar Þórbergur var að alast þar upp. Síðan er verið að merkja gönguleiðir með vísun í sögur Þórbergs svo fólk getur skemmt sér við að fylgja kennileitum úr verkum skáldsins. Menn hafa greint auk- inn áhuga á sögum Þórbergs. Nýlega var svo opnuð á Höfn ný og endurbætt Jökla- sýning. Þar er hægt að fræðast um tilurð og þróun jökla og kynnast aðstæðum jöklafara og náttúrufari við rætur Vatnajökuls. Humar á „hóteli“ Á þekkingarsetrinu Nýheimum á Horna- firði vinna Matís og Frumkvöðlasetur Aust- urlands með útgerðarfélaginu Skinney- Þinganesi að verkefni sem miðar að því að flytja lifandi humar á markaði erlendis. Humarinn er veiddur, honum haldið lif- andi í nokkra mánuði á „humarhóteli“ og hann seldur þegar verðið er hæst, um jól og páska. Tilraunasending hefur þegar farið til meginlands Evrópu. Þarna er greinilega fundin leið til að auka virði sjávarfangsins í framtíðinni. „Þessir aðilar hafa í hyggju að þróa áfram aðferðir sem aukið geta verðmætasköpun í matvælaframleiðslu og efla þannig atvinnu- lífið hér,“ segir Hjalti Þór Vignisson og minnir á að fyrstu helgina í júlí ár hvert sé haldin sérstök humarhátíð á Höfn sem dregið hafi að fjölda ferðamanna ekki síður en jökullinn, en hvort tveggja, humarinn og jökullinn tengist ímynd Hornafjarðar. sky , SUÐURKJÖRDÆMI Hjalti Þór Vignisson bæjarstjóri. Vatnajökulsþjóðgarður mun margefla ferðaþjónustuna Í sveitarfélaginu Hornafirði, sem nær frá Hvalnesskriðum að Skeiðarársandi, búa 2200 manns. Þetta er víðfeðmt sveitarfélag og eru um 200 kílómetrar á milli marka þess í austri og vestri. Á Höfn búa nú 1650 manns.

x

Ský

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.