Ský - 01.04.2007, Síða 82

Ský - 01.04.2007, Síða 82
 82 sk‡ K Y N N IN G Hornafjörður: „Segja má að ímynd okkar byggist á Vatna- jökli annars vegar og humrinum hins vegar,“ segir Hjalti Þór Vignisson, bæjarstjóri Hornafjarðar. „Vatnajökulsþjóðgarður verður spennandi verkefni sem mun efla ferðaþjón- ustuna mikið og auka ferðamannastrauminn um landsvæði þjóðgarðsins verulega og hafa mikið að segja fyrir þá sem bjóða upp á gist- ingu og afþreyingu fyrir ferðamenn.“ Mest er að gera í jöklaferðunum á sumrin en töluverður kraftur í þeim vor og haust að sögn Hjalta Þórs. Hann segir Skaftafell og Jökulsárlón fjölsótt- ustu ferðamannastaðina í héraðinu og þangað komi um 150.000 ferðamenn á ári. Á lón- inu sigla síðan um 40- 50 þúsund manns. Ferðaþjónustan sé því s tór atvinnugrein sem margir hafi atvinnu af allt árið, þótt þeim fjölgi mikið yfir sumarið. „Mikill áhugi er á að efla vetrar- ferðamennskuna og finna eitthvað sem dregur ferðamenn að yfir veturinn eins og gert hefur verið í Norður-Skand- ínavíu. Má þar nefna norðurljósin og ýmsa menningarviðburði sem við höfum verið að þróa, t.d. blúshátíðina sem haldin hefur verið í mars tvö síðustu ár. Svo koma hreindýrin niður á láglendið á veturna og jökullinn er alltaf aðgengilegur.“ Menn kynnast Þórbergi á heimaslóð Á Hala í Suðursveit er verið að byggja upp menningartengda ferðaþjónustu í tengslum við Þórberg Þórðarson. Þar má sjá sýningu sem byggð er á verkum skáldsins og aðstæðum í Suðursveit þegar Þórbergur var að alast þar upp. Síðan er verið að merkja gönguleiðir með vísun í sögur Þórbergs svo fólk getur skemmt sér við að fylgja kennileitum úr verkum skáldsins. Menn hafa greint auk- inn áhuga á sögum Þórbergs. Nýlega var svo opnuð á Höfn ný og endurbætt Jökla- sýning. Þar er hægt að fræðast um tilurð og þróun jökla og kynnast aðstæðum jöklafara og náttúrufari við rætur Vatnajökuls. Humar á „hóteli“ Á þekkingarsetrinu Nýheimum á Horna- firði vinna Matís og Frumkvöðlasetur Aust- urlands með útgerðarfélaginu Skinney- Þinganesi að verkefni sem miðar að því að flytja lifandi humar á markaði erlendis. Humarinn er veiddur, honum haldið lif- andi í nokkra mánuði á „humarhóteli“ og hann seldur þegar verðið er hæst, um jól og páska. Tilraunasending hefur þegar farið til meginlands Evrópu. Þarna er greinilega fundin leið til að auka virði sjávarfangsins í framtíðinni. „Þessir aðilar hafa í hyggju að þróa áfram aðferðir sem aukið geta verðmætasköpun í matvælaframleiðslu og efla þannig atvinnu- lífið hér,“ segir Hjalti Þór Vignisson og minnir á að fyrstu helgina í júlí ár hvert sé haldin sérstök humarhátíð á Höfn sem dregið hafi að fjölda ferðamanna ekki síður en jökullinn, en hvort tveggja, humarinn og jökullinn tengist ímynd Hornafjarðar. sky , SUÐURKJÖRDÆMI Hjalti Þór Vignisson bæjarstjóri. Vatnajökulsþjóðgarður mun margefla ferðaþjónustuna Í sveitarfélaginu Hornafirði, sem nær frá Hvalnesskriðum að Skeiðarársandi, búa 2200 manns. Þetta er víðfeðmt sveitarfélag og eru um 200 kílómetrar á milli marka þess í austri og vestri. Á Höfn búa nú 1650 manns.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Ský

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.