Ský - 01.04.2007, Side 42
42 sk‡
Hannibalistar
og Hulduher
ersónuleg átök og metnaður eru í flestum tilvikum
undirrót sérframboða í íslenskum stjórnmálum síð-
ustu áratugi. Alla jafna eiga framboð þessi sameig-
inlegt að vera liðssafnaður um einstaka menn sem
orðið hafa undir í sínum flokkum í átökum af einhverjum toga.
Viðkomandi hverfa á braut og eindregnustu stuðningsmenn þeirra
fylgja með. Flökkukindur og fallkandídatar úr öðrum flokkum
ganga oft til liðs við þá. Í kjölfarið hefst undirbúningur að nýju
framboði og kynnt er stefnuskrá sem gjarnan er útþynnt stefnuskrá
þess flokks sem frumherjinn kemur úr. Pólitískur niðursuðumatur, ef
þannig má að orði komast. Í kosningum fær framboðið oft fjóra til
fimm menn kjörna, enda þótt skoðanakannanir hafi á fyrri stigum
gefið vísbendingar um mun meira fylgi. Eftir kosningar lendir fram-
boðið oftast í stjórnarandstöðu og deyr drottni sínum, jafnvel áður
en kjörtímabilið er á enda, þótt undantekningar sanni þá reglu eins
og fjallað er um í þessari grein.
Sérframboð og skyndiflokkar hafa bæði komið á hægri og
vinstri væng íslenskra stjórnmála. Framboðin eru þó fleiri á vinstri
vængnum, enda virðist fylgispekt við Sjálfstæðisflokkinn eindregari
en gerist á vinstri ásnum. Ósagt skal hins vegar látið hver vegna svo
er. Í þetta sinn lítum við á sögu tveggja stjórnmálaafla sem komu og
fóru en mörkuðu hvort með sínum hætti spor í íslenskri pólitík.
Sameina lýðræðissinnaða jafnaðarmenn
Samtök frjálslyndra og vinstri manna voru stofnuð árið 1969. Til-
drögin má rekja aftur til ársins 1967 þegar hinn frægi Tónabíós-
fundur Alþýðubandalagsins var haldinn. Þar var kosið á milli tillögu
Hannibals Valdimarssonar – og þeirra sem töldust í frjálslyndari armi
flokksins – um að Jón Baldvin Hannibalsson skipaði fjórða sætið á
lista flokksins í Reykjavík og tillögu Einars Olgeirssonar og fylg-
ismanna hans um að Ingi R. Helgason lögfræðingur skipaði sætið.
Síðarnefnda tillagan sigraði með yfirburðum. Niðurstaðan varð til
þess að Hannibal snerist til varnar. Hann hafði þá verið þingmaður
Vestfirðinga, en flutti sig nú til Reykjavíkur og fór í sérframboð
undir merkjum I-listans, einskonar hjáleigu frá Alþýðubandalag-
inu. Í desember þetta sama ár sagði Hannibal hins vegar skilið við
Alþýðubandalagið. Var hann utan flokka næstu misseri en var kjör-
inn formaður Samtaka frjálslyndra og vinstri manna við stofnun
þeirra í nóvember 1969.
Yfirlýstur tilgangur með stofnun Samtaka frjálslyndra og vinstri
manna var að sameina alla lýðræðissinnaða jafnaðarmenn í einum
flokki. Fljótt varð ljóst að flokkurinn ætti fylgi að fagna, til að
mynda meðal ungs vinstri sinnaðs menntafólks, sem hafði afskrifað
Alþýðuflokkinn vegna langs samstarfs hans við Sjálfstæðisflokkinn
í Viðreisnarstjórninni og hugnaðist ekki Alþýðubandalagið sakir
tengsla þess við kommúnistaríkin í austri. Sömuleiðis hafði Hannibal
Valdimarsson mikið persónufylgi, eins og kosningaúrslitin á Vest-
fjörðum vorið 1971 vitnuðu um. Hannibal sneri aftur vestur og
þar fengu Samtökin 24,7% greiddra atkvæða og Hannibal komst á
þing með glans og tók Karvel Pálmason, kennara og lögregluþjón í
Bolungarvík, með sér sem landskjörinn þingmann. Á landsvísu fékk
flokkurinn alls 8,9% greiddra atkvæða og fimm menn kjörna. Þeir
voru, auk þeirra sem framan eru nefndir, Björn Jónsson varaforseti
ASÍ, Bjarni Guðnason prófessor og Magnús Torfi Ólafsson sem
um þær mundir reið á öldufaldi aðdáunar alþjóðar sakir afburða
frammistöðu í spurningakeppni Útvarpsins. Magnús Torfi var fyrr-
verandi ritstjóri Þjóðviljans en var um þessar mundir starfsmaður
Bókabúðar Máls og menningar.
Felldu Viðreisnarstjórnina
Hin stóru tíðindi kosninganna 1971 voru að Viðreisnarstjórnin
missti meirihluta sinn á Alþingi, en slíkar aðstæður höfðu þá ekki
komið upp síðan 1927 þegar stjórn Íhaldsflokksins undir forsæti
Jóns Þorlákssonar féll. Landslagið var því gjörbreytt og Kristján
Eldjárn forseti Íslands hafði í hendi sér hver formanna stjórn-
málaflokkanna fengi umboð til stjórnarmyndunar. Eftir viðræður
við flokksformennina fól forseti Ólafi Jóhannessyni, formanni
Framsóknarflokksins, umboðið. Engu að síður voru Samtök frjáls-
lyndra og vinstri manna í lykilaðstöðu, en innan flokksins var tekist
á um tvær meginleiðir, það er hvort ganga skyldi til samstarfs við
Alþýðuflokk og Sjálfstæðisflokk og endurreisa Viðreisnarstjórnina
eins og Hannibal vildi – ellegar fara í vinstra samstarf. Viðhorfin
voru annars mjög mótsagnakennd því „ ... þótt Hannibal segðist í
nafni Samtaka frjálslyndra og vinstri manna koma viðreisnarstjórn-
Sérframboð eru algeng í íslenskri pólitík en lifa sjaldnast lengi. Fjórflokkurinn er fastur í sessi:
Texti: Sigurður Bogi Sævarsson • Ljósmyndir: Ýmsir
P