Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.03.2006, Page 41

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.03.2006, Page 41
Af þessu aö dæmahafa þroskalieftir líklega ekki átt sjö dagana sæla. Það þótti heldur ekki sérlega fínt að láta væna sig um að vera argur, þ.e. aö vera sá „passívi" í kyn- mökum tveggja karla: Hann bað að Refur skyldi gera mannlíkan eftir Gíslaog Kolbimi. „og skal annar standa aftar en annar og skal níð það standa ávallt þeim tii háðungar (Skólavefurinn, 2000c). Gísli Súrsson bregður sér þar að auki í annað kvngervi með því að dulbúast sem kona í tilraun til að fela sig fírir óvininum, auk þess sem skilnaðarmál hljótast af klæðaburði sem samfí-mdist ekki kyngervi fólks. Fleiri jaöarhópa má nefna til sögunnar. I núgildandi námskrá er ætlast til að nemendur kynnist einstökum listamönnum og er Sölvi Helgason tekinn til umfjöllunar í því samhengi. Varpar ævi hans auk þess góðu ljósi á stöðu förumanna. niður- setninga og fatlaðra. Á Skólavefnum er sagt frá því þegar Sölvi kemur á bæ einn í Húnavatnssýslu. Þar verður á vegi hans stúlka að nafni Júliana Sveinbjömsdóttir, niðursetningur. Hún var fötluð og talin fákunn- andi og fávís, jafnvel fáráðhngur. ... Verða þau ástfangin og Sölvi tekur hana með sér á ferðum sínum yfir fjöll og heiðar. Þar sem Júlíana var fötluð og gat ekki gengið með góðu móti varö Sölvi að bera hana í poka á bakinu. Slíkt útheimtir mikla krafta og er auðsætt af þessu að Sölvi hefúr verið mikið hraustmenni (Skólavefúrinn, 2000a). Svona em efnistökin í dag, virðing borin fvrir ævi og afdrifum fólks innan jaðarhópa. en fírir um hálfii öld kvað við annan tón. I bók Þorsteins M. Jónssonar eru þrjár setningar um sveitalimi og uppboð á þeim og svo nokkuð lengri kafli um fömmenn og flækinga. Þar segir: Á meðal þessa fólks voru einstaka hagyrðingar og fróð- leiksmenn. Sumir umrenningar voru sæmilega vinnandi, en fengust ekki til að vinna á sama bæ nema dag og dag í senn. Aðrir vom húðarletingjar. ... Þá var í þessum flokki geðbilað fólk, hálfvitar og jafnvel vitskertir menn, sem gátu verið hættulegir (Þorsteinn M. Jónsson, [1958], bls. 17). Þetta em ekki beinlínis vinsamleg orð um þeirra tima öryrkja og geðfatlaða, en hafa ber í huga að nokkuð langt var í land hvað varðar pólitíska rétthugsun vorra tíma. Við þekkjum jú þróunina hvað þetta varðar sem kristallast í hinum klassísku dæmum um „lesbísku fóstruna" sem varð að „samkvnhneigða leikskólakennaranum" og „tossann og villinginn" sem er nú er haldinn „athyglisbresti" og „þrjósku- röskun". Það er auðvitað umdeilanlegt hve langt skuli ganga i að skýra misskiptingu fomra samfélaga með beinum tilvísunum í nútíma þjóðfélag og nútíma jaðarhópa - sumir þeirra jafnvel alveg nýtilkomnir i orðaforöa okkar. í Noregi hefur umQöllunin um þetta verið á þeim nótum að vanda þurfi efnistök og gæta orðavals
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.