Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.03.2006, Side 42

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.03.2006, Side 42
í sögukennslu til að ala ekki á fordómuin hjá bömum gagnvart t.d. innflytjendum (Jorgensen. 2001, bls. 257). Hvað sem því líður þarf að fara einhvem milliveg þannig að sagan hjálpi bömum að skilja fortíðina en skýri ekki né samþykki nútíma óréttlæti. Eru konur líka menn? Eins og íram hefur komið sjáum við konur næsturn einvörðungu sem þolendur í allri umfjöllun urn þær - ef á annað borð er á þær minnst. Eftirfarandi tilvitnun, tekin úr umijöllun Skólavefsins um Sturlunga- öld, sýnir glöggt stöðu þeirra: Til konumiar vom strangar kröfur gerðar um skírlífi og hjúskapar- tiyggð, en karlmönnum var að lögum heimilt að halda hjákonur eða frillur, og virðist aldrei hafa verið neitt til þess tekið. Oftast var þaö einhver af ambáttunum á heimilinu, eðaþá ambátt kc>pt að beint í því skyni. Eins og eðlilegt er, var húsfreyjum lítt um hjákonur þessar gefið, og samlyndið því eigi sem ákjósanlegast, enda mun bóndinn að jafnaði hafafengið frillu sinni sérstakan bústað (Skólavefurinn, 2000b). En hvaða konur, ef einhverjar, skyldu le> nast í stórsögunni? Hvað höfðu þær unnið sér til frægðar eða ófrægðar? Hvemig er fjallað mn þær í kennslubókum í íslandssögu? Stundum hefur verið talað um að á miðöldum hafi aðeins verið eitt kyn og eitt höfuðeinkenni þess var hetjuskapur og drenglvndi. Konur vom því stundum sagðar ..drengir góðir". Þegarkonabregður sér í þetta kynhlutverk, t.d. til að leita hefiida, þykir ástæða til þess að minnast á þaö, gjaman í lotningartón. Einnig em ráðabmgg þessara kvenna athyglisverð og helst má líkja þeim við guðfeður i mafíumvndum. En það er nánast eins og frásagnarmanni þyki þetta of gott til að vera satt: Kona Björns Þorleifssonar hirðstjóra hét Olöf Loftsdóttir, kölluð Olöf ríka. Sagnir em um að hún hafi tekið fréttinni af dauða Björns með orðunum: .,Ekki skal gráta Bjöm bónda, heldur safiia liði.“ Svo hafi hún klætt sig í hringabrynju og kvenmannsföt utan \ fir, farið að Englendingum með lið manna og látið drepa maiga þeirra. Ekki er minnst á þetta í heimildum frá 15. öld, og kannski er það bara þjóðsaga (Gunnar Karlsson, 1991, bls. 28). í hinni eldri íslancfssögu Þórleifs Bjamasonar er þó mun rneira gert úr hlut Ólafar Loftsdóttur: Lét hún síðan drepa Englendinga, hvar sem hún náði til þeirra. Einnig er sagt, að hún hafi látið menn sína taka þrjár enskar duggur með allri áhöfn og hafi hún haft skipverja í böndum heima á Skarði (Þórleifur Bjamason, 1968, bls. 101). Á sörnu nótum getum við skoðað umfjöllun um Þórunni Jónsdóttir frá Gmnd:
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.