Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.03.2006, Page 47
Kynleg kuml
Hrafnkell Brimar
Hallmundsson og
Lísa Rut Björnsdóttir
Hugmyndin að þessari grein kviknaði á sama stað og opinber söguskoðun íslensku
þjóðarinnar er hvað áþreifanlegust og sýnilegust; á grunnsýningu Þjóðminjasafns
Islands. Höfundar virtu fyrir sér sýninguna í tengslum við námskeið í
kynjafomleifafræði við Háskóla íslands. Tilgangurinn var meðal annars að komast
að því hvemig kynin birtast á sýningunni en þar virtist við fyrstu sýn vera nokkuð
svart/hvít skipting á milli þeirra gripa sem kynin vom sýnd með. Forvitni vaknaði
í framhaldi af því um það hversu einhlít skiptingin væri í raun og vem.
Þegar komið var inn í fyrsta hluta
gmnnsýningar Þjóðminjasafns íslands,
þ.e. tímabilið 800 - 1000, létu kynin strax
á sér kræla. Svo virtist sem gripunum væri
skipt á þá leið að vopn og .Jíarlmannlegir"
gripir voru hægra megin, en skart og
„kvenlegir" gripir vinstra megin. í einum
af sýningarbásunum er gestum boðiö aö
eiga símtal við landnámsfólk frá
víkingaöld. Hægt er aö hlýða á rödd
Ástríðar Ketilsdóttur landnámskonu og
sonar hennar. Athygli vekur kynbundin
orðanotkun í þessu sambandi. Velta má
fyrir sér hvort kynferöið sé ekki það
augljóst út frá nafninu, röddinni og
textanum að hæglega hefði mátt nota orðið
„landnámsmaður" í stað „landnámskonu"
þar sem konur em jú líka menn. I enska
textanum er talað um ,,female settler",
þegar „a settler" hefði vafalaust nægt. en
í sömu setningu er sagt „her grandson".
Þama er greinilega verið að leitast við að
gera konuna sriulega en hugsanlega er of
langt gengið með því að leggja áherslu á
kvn hennar sérstaklega. Flestir hefðu að
líkindum tekið eftir því ef þama stæði
„landnámskarl" Er hugsanlegt að orðið
landnámsmaður sé orðiö svo samgróið
karlmennsku í hugum okkar að þörf sé á
nýju orði þegar átt er við konu? Remdar
kemur orðið „landnámskarl" fyrir í
margmiðlunarefni um erfðir og uppmna
Islendinga á sýningiuini. Þar er orðið notað
til aðgreiningar á landnámskörlum og
-konum.
I sýningartextanum má lesa ýmsan
fróðleik um hlutverk kv njanna. Til dæmis
kemur þar fram að konur hafí borið skart
og karlar vopn, án þess að markvissar
rannsóknir hafi fariö fram um slíka
skiptingu hérlendis. Þar sem ekki em til
samtímaheimildir um víkingaöld á íslandi
má draga þá ályktun að upplýsingamar
hafi fengist úr jörðinni. Skoða má nánar
í jx'ssu tilliti kumlin þrjú sem vom til sýnis
á sýningunni, þ.e. kuml karls, konu og
bams.1 Karlinn ersýndurmeð skjaldar-
bólu, hesti og beislisméli. sverði, spjóti,
öxi, hníf, tveimur metum og tveimur
smásteinum. Konan var aftur á móti sýnd
með þríblaða nælu. hringprjóni, kambi,
þremur kúskeljum, sérkennilegum
steinum, hníf og ógreinilegum jámmolum.
I bamskumlinu var ekkert haugfé en það
var staðsett við hliðina á konunni.2
Ekki þarf að efast um að þessi tilteknu
kuml fundust eins og þau em sett fram á
sýningunni en spumingin er hvort þau
45