Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.03.2006, Síða 76
„Um siðfar áa
vorra ..."
Þorkell Grímsson birti um fundinn á
Öndverðamesi varbeinagrindin talin vera
af 14 ára dreng. Vangaveltur hans um
hvaða ástæður lágu að baki þess að ungur
drengur fannst grafinn með alvæpni
affnarkast af einni setningu: „Oneitanlega
varpar greftrunin köldu ljósi á siðfar4 og
uppeldishugmvndir áa vorra í heiðni. en
látin em vopn og verjur í haug með dreng.“
(Þorkell Grímsson, 1966, bls. 83-84).
Þrátt fyrir aö fiá upphafi hafi verið augljóst
að kumlið væri mjög óvenjulegt, hefur
enginn revnt að svara spumingunni um
það hvað það segir um samfélagið sem
látna manneskjan bjó í. Að líkindum má
rekja ástæður þess til hins fræðilega
umhverfis sem fomleifafræði hérlendis
bjó við á þessum tíma. Fortíðin og
samfélag hennar var túlkuð af karlkyns
fomleifafræðingum sem stóðu innan
karllægrar valdaskipanar. Þetta er þekkt
vandamál og ereitt af þeim atriðum sem
vakin hefur verið athygli á innan kynja-
fomleifafræðinnar. 1 nágrannalöndum
íslands hefúr umræða á þessu sviði aftur
á móti verið lífleg undanfama áratugi og
hafa fjölmargar rannsóknir verið
endurskoðaðar í ljósi kynjafomleifa-
fræðinnar.
Gagnrýni femínisma á fomleifafræði
beindist í upphafi að því að benda á
karllæga hlutdrægni í fræðunum. Femín-
isminn varð síðan fyrir áhrifum af
póstpróssualismanum, þar sem stað-
hæfíngar sem áður hafði verið haldið fram
um þekkingu, hlutleysi og sannleikann
vom véfengdar. Þessi þrenning er einmitt
máleftú sem nauðs>'nleg em fvrir eðlilega
þróun fomleifafræði sem fræðigreinar að
mati kynjafomleifafræðingsins Robertu
Gilchrists (1999, bls. 6). Þróun
kynjafomleifafræði hefur verið líkt við
þau þijú stig svokallaðs þroskaferlis sem
aðrar fræðigreinar hafa gengið í gegnum
(tafla 1). Þaö fyrsta byggist sem fyrr segir
á gagnfyni á karlægni í fræðunum. annað
stigið byggist á „endurbótum"‘ í
rannsóknum þar sem sjónum er einkum
beitt að konum, en í því þriðja em hugtök
fyrirliggjandi stiga í þroskaferli
greinarinnar endurunnin á þann hátt að nú
ertekið tillit til hugtaksins kyngervis (e.
gender) (Gilchrist. 1997, bls. 3). í þriðja
stiginu er jafhffamt lögð áhersla á muninn
á milli kynja. Þá er ekki átt við
líffræðilegan mun, heldur mun á
kvnhneigð, kyngervi og menningu hvors
kvns fyrir sig (Gilchrist, 1999, bls. 8).
í dag. tuttugu og tveimur ámm eftir að
tímamótagrein Conkey og Spector
„Archaeology and the study of gender"
kom út. þar sem ‘kvngervi’ er fy rst kynnt
sem hugtak innan fomleifafræðinnar, er
enn verið að fóta sig á byrjunarreit þroska-
Tafla 1
Þróun kynjafræöa
innan fornleifafræöi
(Gilchrist, 1997, bls. 3).
1 • stig Gagnrýni á karllægni í fræðunum
2. stig „Endurbættar“ rannsóknir
3. stig Endurvinnsla á hugtökum fyrirliggjandi sviöa þar sem tekiö er tillit til hugtaksins kyns
74