Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.07.2015, Page 2

Fréttatíminn - 17.07.2015, Page 2
Kvikmyndin Englar alheimsins í leikstjórn Friðriks Þórs Frið- rikssonar er best sótta íslenska leikna kvikmyndin í fullri lengd en hana sóttu ríf lega 83.000 manns árið 2000. Þetta kemur fram í frétt Hagstofunnar um tíu aðsóknarmestu leiknu íslensku kvikmyndirnar á árunum 1996- 2013. Friðrik Þór á aðra mynd á listanum, Djöflaeyjuna, en Balt- asar Kormákur á fjórar mynd- ir á listanum, Mýrina, Hafið, Brúðgumann og Djúpið. Engin kvikmynd í leikstjórn konu er á listanum yfir best sóttu kvik- myndirnar en aðsóknarmesta kvikmynd í leikstjórn konu er Stella í framboði í leikstjórn Guðnýjar Halldórsdóttur, sem er tólfta myndin á listanum, með hátt í 35.000 gesti. Athygli vekur að níu mynd- anna eru byggðar á vinsælli skáldsögu, leikverki eða sjón- varpsfígúru en engin þeirra tíu mynda sem minnsta aðsókn hlutu er byggð á bókmennta- verki eða hefur beina skírskotun í alkunnan atburð. Um helmingur þeirra 87 ís- lensku leiknu kvikmynda í fullri lengd sem frumsýndar voru á árunum 1996-2013 fékk innan við 10.000 sýningargesti en gestafjöldi á hverja frumsýnda mynd á árunum 1996-2013 var að meðaltali 17.373. Hins vegar var aðsókn að helmingi mynd- anna innan við 10.773 gestir. Átta myndir fengu yfir 50.000 gesti, tvær myndir yfir 80.000 áhorfendur, en sú mynd sem minnsta aðsókn hlaut fékk inn- an við 50 áhorfendur. -hh HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is UP! MEÐ STUÐIÐ Refmagns e-Up! verð frá: 3.290.000 kr. Tilboð í hönnun nýs Landspítala Í gær var síðari opnun tilboða vegna fullnaðarhönnunar nýs meðferðarkjarna vegna byggingar nýs Landspítala. Fjögur tilboð voru opnuð og var lægsta tilboðið frá Corpus 3 sem bauð rétt tæplega 1,4 milljarða króna. Fjárhæð kostnaðaráætlunar nemur hins vegar 2.740.500.000 krónum og er lægsta tilboðið því 51% af henni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nýjum Landspítala. Meðferðarkjarninn, sem áætlað er að verði 58.500 m2, verður hluti af nýjum Land- spítala við Hringbraut. Fullnaðarhönnun byggir á þeirri forhönnun sem liggur nú fyrir. Tilboðin fjögur komu frá eftirtöldum aðilum: Verkís - TBL - kr. 1.563.430.000. Grænaborg - kr. 1.620.593.000. Corpus 3 - kr. 1.399.303.400, og Mannvit hf. - kr. 1.513.171.040. Corpus 3 hópurinn samanstendur af VSÓ verkfræðistofu, VJI verkfræðistofu, Horn- steinum arkitektum og Basalt arkitektum. Skattur á flugferðir. Gunnari Braga Sveinssyni, utanríkis- ráðherra og fyrsta þingmanni norðvestur- kjördæmis, þykir Íslendinga hafa skort framtíðarsýn í ferðaþjónustu og þykir tími til kominn að setja skatt á flugmiða til að fjármagna innviði ferðaþjónustunnar. Þetta sagði hann í viðtali við Skessuhorn í gær. Dýralækna vantar á landsbyggðina Illa gengur að manna stöðu héraðsdýra- læknis í Austurumdæmi. Staðan var auglýst öðru sinni nýverið, en enginn sótti um. Bjarki R. Kristjánsson, forstöðumaður rekstrar- og mannauðssviðs Matvælastofn- unar, segir að þetta sé ekki einangrað tilvik. „Það er oft erfitt að manna sérhæfðar stöður úti á landi. Og við höfum áður lent í vandræðum á síðustu árum, til dæmis við að manna eftirlitsdýralæknastöður hér og þar.“ Bjarki segir að enn hafi ekki verið ákveðið hvernig brugðist verði við erfiðleikunum. Sjö með fleiri en 50.000 Um helmingur af þeim 87 íslensku leiknu kvikmyndum í fullri lengd sem frumsýndar voru á árunum 1996-2013 og teknar voru til almennra sýninga í kvikmyndahúsum fékk innan við 10.000 sýningargesti. Gestafjöldi að meðaltali á hverja frumsýnda mynd á árunum 1996-2013 var 17.373. Hins vegar var aðsókn að helmingi myndanna innan við 10.773 gestir. Sjö myndir fengu yfir 50.000 gesti, tvær myndir yfir 80.000 áhorfendur, en sú mynd sem minnsta aðsókn hlaut fékk innan við 50 áhorfendur. Hagstofan greindi frá. S umartíminn er erfiður. Þá fáum við mikið af kettlinga-fullum læðum og læðum með kettlinga til okkar því þá er metfjöldi af læðum að gjóta, það bara fylgir sólinni og birtunni,“ segir Halldóra Snorradóttir, um- sjónarmaður í Kattholti, en óvenju mörgum yfirgefnum köttum hef- ur verið skilað í Kattholt síðustu vikur. „Óábyrgir eigendur sem hirða ekki um að taka læðurnar úr sambandi hafa engan áhuga á því að auglýsa eftir eigendum fyrir kettlingana og oftar en ekki eru kassar með kettlingum settir hér fyrir utan. En með því er fólk auðvitað bara að firra sig ábyrgð. Ef allt fyllist hér af kössum þá er ekkert víst að við getum nokkuð gert fyrir þessa kettlinga,“ segir Halldóra. Dýrum fylgir ábyrgð „Fólk losar sig við ketti af alls kyns ástæðum; ofnæmi, vegna húsnæðis- vandamála eða hreinlega leiða, en vandinn eykst alltaf yfir sumar- tímann þegar fólk fer að fara í sum- arfrí,“ segir Halldóra. „Fólk fær sér oft dýr í allt of mikilli fljótfærni og án þess að gera sér grein fyrir ábyrgðinni sem fylgir því að eiga dýr. Ef fólk er alls ekki fært um að eiga dýrið sitt áfram verður það að taka sjálft ábyrgðina og annaðhvort finna því heimili eða þá svæfa dýrið. Það þýðir ekkert að skilja dýrið eftir hér fyrir utan eða úti á götu og setja þannig ábyrgðina yfir á aðra.“ Hent úr bílum við Esjuna Halldóra segir það mjög algengt að fólk skilji ketti eftir í tómum íbúðum en að einnig hafi það færst í vöxt að fólk keyri út fyrir bæjarmörkin til að skilja kettina eftir fjarri byggð. „Fólk keyrir mikið upp að Esju og hendir þeim úr bílnum þar. Það hef- ur verið að finnast mikið af köttum þar núna í sumar. Oftast eru þetta yngri kettir, sem eru yfirgefnir af fólki sem hefur greinilega ekki myndað nein tengsl við dýrið. Það er alls konar fólk sem yfir- gefur dýrin sín svona, í einhverjum tilfellum eru þetta greinilega veikir einstaklingar, en þetta eru líka fjöl- skyldur sem hafa fengið leiða á kett- inum. Það er hreinlega til í dæm- inu að fólk losi sig við eldri kött um sumarið og fái sér svo kettling um haustið.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is  DýrahalD Kettir yfirgefnir á Sumrin Mikið um að kettir séu skildir eftir við Esjuna Á sumrin eru fleiri kettir yfirgefnir en á öðrum árstímum. Ástæðurnar geta verið sumarfrí, ofnæmi eða flutningar en Halldóra Snorradóttir umsjónarmaður Kattholts segir að oftar en ekki megi rekja yfirgefna ketti til óábyrgra eigenda. Esjan virðist vera orðin vinsæll staður til að losa sig við ketti. Halldóra Snorradóttir, umsjónarmaður Kattholts. Í Kattholti eru núna 22 kettlingar á öllum aldri og 40 fullorðnir kettir. Lang- flestir eru ómerktir en þar eru líka örmerktir kettir sem eigendur vilja ekkert með hafa. Myndir/Anton brink Fjórar kvikmyndir Baltasars Kormáks eru á listanum yfir tíu aðsóknarmestu leiknu íslensku kvikmyndirnar í fullri lengd, Mýrin, Djúpið, Hafið og Brúðguminn.  KviKmynDir aðSóKn á íSlenSKar mynDir Baltasar Kormákur á fjórar af tíu best sóttu kvikmyndunum 2 fréttir Helgin 17.-19. júlí 2015

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.