Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.07.2015, Qupperneq 11

Fréttatíminn - 17.07.2015, Qupperneq 11
skyldum ekki bjarga bönkunum. Þessi spurning um það hvort þeir myndu hjálpa okkur að bjarga bönkunum kom aldrei upp á Íslandi. Sem var ákveðinn kostur því sennilega hefði AG ýtt mjög fast á það að við björguðum bönkunum með þeirra hjálp. Sem hefði getað sett okkur í þau spor sem Grikkland er í núna. Ríkið hefði orðið gjaldþrota og við hefðum þurft neyðarlán aftur og aftur. Á Íslandi gátum við fellt geng- ið og það hafði ákveðna kosti þegar kreppan reið yfir en ókosturinn er að vextir hér eru hærri en annars staðar og við fáum verðbólguskot með reglu- lega millibili sem er mjög kostnaðar- samt fyrir Ísland.“ „Annað sem bjargaði málunum á Ís- landi er að við fórum inn í kreppuna með ríkissjóð nánast skuldlausan, ólíkt Grikklandi. Og þess vegna gátum við gert alla þá hluti sem við gerðum. Við vorum með fjárlagahalla upp á 15-20% af landsframleiðslu fyrsta árið eftir hrun sem gerði það að verkum að við þurftum ekki að skera niður í heil- brigðisþjónustu. Grikkir eru að skera niður á fullu, við fórum í gegnum erf- iðar aðgerðir en við þurftum ekki að segja upp öðrum hverjum starfsmanni í heilbirgðiskerfinu. Aðlögunin á Ís- landi var miklu mildari en Grikkir eru að horfast í augu við núna.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Þýskaland og allt evrusvæðið þarf að hugsa mjög vandlega um hvaða fordæmi eigi að setja í þessari erf- iðu stöðu. Það er ekkert vafamál að Grikkland hefur hagað sér mjög illa í fjármálum og sjálft komið sér í þess stöðu. Stóra spurningin er hvort gríska ríkið eigi að taka af- leiðingum gjörða sinna eða ekki. Sumir telja að Norður-Evrópa eigi að bjarga Grikklandi en það hef- ur þann mikilvæga ókost að það myndi skapa fordæmi fyrir því að ríki geti hagað sér illa í fjármálum og komist upp með það. Fordæmi sem gæti haft áhrif á þjóðir á borð við Ítalíu, Spán og Portúgal. Grikk- land er lítið land og auðvitað er sárt að horfa upp á það sem gríska þjóðin þarf að ganga í gegnum en það væri krísa af allt annari stærð- argráðu ef t.d. Ítalía væri í svipaðri stöðu. „Í öðru lagi snýst þetta um að nota stöðuna sem upp er komin til að fá Grikkland til að breyta inn- viðum síns samfélags svo þetta gerist ekki aftur. Það er oft talað um að krísur séu gagnlegar því þær komi á breytingum sem ann- ars væri erfitt að koma í gegn. Það sem Evrópusambandið hefur gert á þeim 60 árum sem það hefur verið til er að bæta innviði veikari ríkja. Einn af kostum þess fyrir Ís- land að vera í EES er að það veit- ir okkur aðhald, við getum ekki hegðað okkur eins og okkur sýn- ist, það dregur úr spillingu sem gerir samfélagið betra. Og í þriðja lagi eru Þjóðverjar að reyna að fá borgað eins mikið og þeir geta til baka. Og fyrir það fá þeir mesta gagnrýni.“ Kreppa Íslands lítil í saman- burði Jón segir vanda Grikklands marg- faldan á við það sem Íslendingar upplifðu árið 2008. „Vandi okk- ar á Íslandi var auðvitað minni, að mestu leyti vegna þess að við ákváðum að bjarga ekki bönk- unum. Við rifum plásturinn mjög hratt af og sögðum ekki einu sinni Alþjóðagjaldeyrissjóðnum frá því hvað við ætluðum að gera fyrr en við vorum búin að því að við Stóra spurn- ingin er hvort gríska ríkið eigi að taka afleiðingum gjörða sinna eða ekki. Jón Steinsson, hagfræðingur við Columbia háskólann í New York. fréttaskýring 11 Helgin 17.-19. júlí 2015 Framúrskarandi uppþvottavélar frá Bosch í hæsta gæðaflokki á afar hagstæðu kynningarverði. Orkuflokkur A+++. Sérlega hljóðlátar: 40 dB. Sex kerfi: Sjálfvirkt 65 - 70° C, sjálfvirkt 45 - 65° C, sjálfvirkt 35 - 45° C, sparnaðarkerfi Eco 50° C, hraðkerfi 45° C og forskolun. Sérkerfi: Tímastytting þvottakerfa, kraftþvottur á neðri grind og hálf vél. Fyrir 14 manna borðbúnað. Við ábyrgjumst gæði. Uppþvottavél, SMU 69T42SK (hvít): Kynningarverð: 149.900 kr. Fullt verð: 179.900 kr. Uppþvottavél, SMU 69T45SK (stál): Kynningarverð: 159.900 kr. Fullt verð: 189.900 kr. Hægt er að koma fyrir hnífapörum, ausum, expressó-bollum og litlum fylgihlutum í hnífaparaskúffunni. Neðri grind, eftri grind og hnífaparaskúffa. Opið virka daga frá kl. 11 - 18. Nýjar „topClass“ uppþvottavélar frá Bosch
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.