Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.07.2015, Blaðsíða 14

Fréttatíminn - 17.07.2015, Blaðsíða 14
Ef þú hleypur 10 kílómetra notarðu jafnmikla orku og þarf til að hafa kveikt á einum ljósastaur í átta klukkustundir Opið 10-17 alla daga til 30. ágúst. Leiðarlýsingar á landsvirkjun.is/heimsoknir Gagnvirkar orkusýningar Landsvirkjunar í Búrfelli og Kröflu varpa ljósi á orkuna sem býr í öllum hlutum. Landsvirkjun vinnur rafmagn úr endurnýjanlegum orkugjöfum; vatnsafli, jarðvarma og vindi. Líttu við í sumar. 40 prósent matvöru eru tollvernduð 40 prósent af matvælum sem íslensk heimili neyta eru vörutegundir sem eru tollvernd- aðar og verðið á þeim er allt að 59 prósentum hærra en í öðrum ríkjum. Viðskiptaráð og Neytendasamtökin fagna áætlun stjór- nvalda um afnám tolla á fatnað, skó og aðrar vörur en hvetja þau til að afnema einnig tolla á matvörur. Mest er tollverndin þegar kemur að mjólkurtengdum afurðum og kjöti. Afleiðingin er sú að hérlendis er lítið flutt inn af þessum vörutegundum samanborið við í nágrannalöndunum. Mjólk er niðurgreidd hér- lendis með skattfé og því myndi afnám tolla litlu breyta um mjólkurverð en Viðskiptaráð metur það sem svo að verðlækkunin yrði 16 prósent fyrir vörur sem byggja á mjólk í framleiðslu sinni, 37 prósent fyrir kjúkling, 28 prósent fyrir unnið kjöt, 28 prósent fyrir nautakjöt, 33 prósent fyrir svínakjöt, 17 prósent fyrir egg og 16 prósent fyrir smjör. Samkvæmt áætlun Viðskiptaráðs myndi afnám tolla á matvæli skila meðalheimili um 76 þúsund kr. sparnaði til viðbótar á ári við þær 30 þúsund kr. sem sparast við afnám tolla á aðrar vörur. Nú hefur Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagaráð- herra, boðað afnám tolla á fatnað og skó þann 1. janúar 2016 og annara tolla, að matvöru undanskilinni, þann 1. janúar 2017. Gjaldfærðar tekjur ríkissjóðs af tollum námu á árinu 2014 um 5,7 milljörðum króna. Hlutfall matvöru var 34,2%, hlutfall fatnaðar 31,5% og hlutfall annarra vara var 34,3%. Kíló af brauðosti Parmesan- ostur Bónus kjúklinga- bringur Íslandsnaut nautahakk Ali grísalund 12 Stjörnu- egg MS Smjör Með tollum Án tolla 1.450 kr/kg. 3.490 kr/kg. 1.979 kr/kg. 1.925 kr/kg. 1.998 kr/kg. 579 kr/kg. 750 kr/kg. 1.218 kr/kg. 2.932 kr/kg. 1.247 kr/kg. 1.386 kr/kg. 1.339 kr/kg. 481 kr/kg. 630 kr/kg. Verðdæmin eru tekin úr Bónus þar sem þeir eru með stærsta markaðshlutfallið. 14 úttekt Helgin 17.-19. júlí 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.