Fréttatíminn - 17.07.2015, Page 18
Fannst Ísland alveg hræðilegt
Brynja Cortes Andrésdóttir
réðist ekki á garðinn þar sem
hann er lægstur með fyrstu
þýðingu sinni á skáldsögu
heldur þýddi sjálfan Italo
Calvino, bókina Ef að vetrar-
nóttu ferðalangur, sem kom
út fyrir skömmu. Hún segir
þýðingastarfið eiginlega hafa
byrjað fyrir tilviljun en líkar
það vel og á næstu vikum
kemur út önnur þýðing hennar
úr ítölsku; Framúrskarandi
vinkona eftir Elenu Ferrante.
Brynja vill þó ekki kalla sig
þýðanda og ekki myndlistar-
konu heldur, þótt það sé
menntun hennar, og finnst of
mikil áhersla lögð á að skil-
greina fólk út frá starfssviði
þess.
B rynja lítur út eins og ítölsk donna en hlær þegar hún er spurð hvort uppruni hennar
sé ítalskur og segist vera alíslensk.
„Föðurfólk mitt er allt dökkt yfir-
litum en það er nú bara ættað af
Ströndum,“ segir hún og glottir.
„Cortes nafnið kemur frá langafa
mínum sem var Svíi sem flutti til Ís-
lands og hans ætt hafði búið í Sví-
þjóð að ég held í nokkrar kynslóðir
þannig að ég bara veit ekki hvaðan
Cortes nafnið kom upphaflega.“
Þótt ekki sé hún ítölsk bjó Brynja
þó á Ítalíu meira og minna milli tví-
tugs og þrítugs en upphafið á þeirri
dvöl var myndlistarnám í Flórens.
„Ég bjó á Ítalíu í nokkur ár eftir
námið, bæði í Flórens og í Róm,
og það tók mig ansi langan tíma að
flytja alfarið heim, ég var lengi að
rórillast fram og til baka.“
Spurð út í myndlistina segist
Brynja alltaf hafa lagt stund á mynd-
listina með öðru. „Ég hef ekki verið
að sýna mikið, en er samt alltaf eitt-
hvað að gera. Áður var ég í skúlptúr
og innsetningum, en af praktískum
ástæðum er ég aðallega að teikna
og mála núna, það sem ég get gert
heima hjá mér.“
Menningarsjokk að flytja til
Íslands
Brynja er fædd í Gautaborg árið
1977 og bjó þar fyrstu sex ár ævinn-
ar. Hún segir það hafa verið mikið
menningarsjokk að flytja til Íslands
og byrja í skóla. „Foreldrar mínir eru
heilbrigðisstarfsfólk og við vorum
öll mjög sátt við að búa í fyrirmynd-
arríki Olovs Palme en fluttum heim
1983. Mér fannst Ísland alveg hræði-
legur staður og var með mjög mikla
útþrá fram eftir öllu. Fyrsti veturinn
okkar hér var líka mjög harður og
það voru mikil vonbrigði að byrja í
skóla. Ég var heppin að eignast góða
vini sem eru enn þann dag í dag mín-
ir bestu vinir en grunnskólagangan
fannst mér hálfgert frat. Það var eig-
inlega ekki fyrr en ég fór í MH að ég
fann mig í Reykjavík.“
Brynja fór eftir stúdentspróf í for-
nám í MHÍ með það í huga að undir-
búa sig undir arkitektanám en þar
blossaði myndlistaráhuginn upp og
ekki varð aftur snúið. „Ég fór í nám-
ið með það fyrir augum að þrosk-
ast sjónrænt en fékk þar brennandi
áhuga á myndlist og það kom aldrei
annað til greina en að halda því námi
áfram. Það var eiginlega algjör tilvilj-
un að Ítalía varð fyrir valinu í fram-
haldsnáminu, ég vildi bara vera ein-
hvers staðar þar sem væri gott veður.
Ég fór og talaði við ítalska konsúlinn,
sótti um skóla í Flórens og allt í einu
var ég bara komin út.“
Brynju líkaði vel að búa á Ítalíu og
segist álíta sig mjög heppna að hafa
lent þar. „Ég var auðvitað gestur til
að byrja með og mjög opin en þegar
dvölin lengist og maður hættir að
vera gestur fara auðvitað alls konar
hlutir að fara í taugarnar á manni,
ég get nefnt Berlusconi, spillingu,
skrifræði og ákveðin þyngsli í öllu,
þá verður maður ekki alveg eins
hrifinn.“
Maður þarf ekki að vera eitt-
hvað eitt
Þýðingastarf ið byrjaði meðan
Brynja bjó í Flórens en fékk þó
ekki vængi fyrr en hún flutti til
Rómar þar sem hún sótti bók-
menntakúrsa við háskóla. En hvað
var það sem heillaði hana við Calv-
ino? „Ég hafði lesið eitthvað aðeins
eftir hann áður og ekki verið neitt
yfir mig hrifin en í Róm fór ég að
lesa hann meira og hreifst af verk-
unum hans. Ekki bara skáldskapn-
um, ég er líka mjög hrifin af því
sem hann hefur skrifað um bók-
menntir og þetta varð svona smá
æði hjá mér. Ég veit ekki hvað ég
Framhald á næstu opnu
18 viðtal Helgin 17.-19. júlí 2015