Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.07.2015, Blaðsíða 20

Fréttatíminn - 17.07.2015, Blaðsíða 20
Prófaðu heilsurúmin í Rúmfatalagernum Þú sefur betur á Gold heilsurúmi frá okkur, bæði vegna þægind- anna og verðsins. Þú átt það skilið! Komdu og prófaðu úrvalið hjá okkur og láttu gæðin koma þér þægilega á óvart! www.rumfatalagerinn.is Láttu gæðin koma þér þægilega á óvart Rafmagsnrúm – verð frá 99.950 kr. Rúm á mynd Höie rafmagnsrúm verð pr. stk. 299.950 Gerið gæða- og verðsamanburð! var að spá með því að fara að þýða hann, byrjaði bara fyrir sjálfa mig, en svo var ég komin svo langt að ég varð að halda áfram og klára. Þetta var samt ansi mikið meira mál en ég hélt þegar ég byrjaði.“ Textinn á þýðingunni á Ef að vetrarnóttu ferðalangur er glæsi- legur, ertu að skrifa frumsamið efni líka? „Nei, ekki núna. En ég var að ljúka við að þýða fyrstu bókina í bókaflokki Elenu Ferr- ante, Framúrskarandi vinkona, og ég finn mig mjög vel í því að fást við texta. Ég hef alltaf haft mik- inn áhuga á tungumálum, held að það að hafa alist upp tvítyngd hafi gert mig meðvitaðri um tungumál og möguleika þeirra. Ég las allt- af mikið og get alls ekki aðgreint áhugann á tungumálinu sem slíku og áhugann á bókmenntum. Í myndlistarnáminu var maður mikið að æfa sig að hugsa ekki í orðum og eftir það fannst mér ég þurfa að gera eitthvað akadem- ískara og leggja rækt við tungu- málið. Ég hef líka lengi haft áhuga á þýðingum sem slíkum, fór í þýð- ingarfræði í háskólanum eftir að ég flutti heim og tók nokkra kúrsa í íslensku, sem mér fannst ég hafa fjarlægst svolítið. Mér hefði aldrei dottið í hug að það yrði atvinna mín að vinna með texta, en það hentar mér mjög vel og mér finnst það óskaplega skemmtilegt. Ég vil samt alls ekki skilgreina mig út frá því sem starfi, finnst allt of mikið gert úr því að maður þurfi að vera eitthvað eitt og vinna bara við það. Lífið er ekki svo einfalt að vinnan skilgreini mann. Lífið er svo stutt og margt hægt að gera að maður verður að hafa svigrúm til að vera opin fyrir því sem kemur yfir mann á hverjum tíma. Núna „Ég hef ekki niðurnjör- fuð plön um hvað ég ætla að taka mér fyrir hen- dur í lífinu, hef aldrei haft það, ég held að maður eigi að vera opinn fyrir því sem lífið réttir manni,“ segir Brynja Cortes An- drésdóttir. finnst mér mjög skemmtilegt að vera að þýða en ég er mjög seinþroska þannig að ég held að ég eigi eftir að uppgötva ýmislegt um sjálfa mig. Ég hélt alltaf að maður fengi öll svörin með aldrinum, en er að átta mig á því núna, þegar mér finnst ég vera orðin miðaldra, að viðmið- in breytast og maður heldur bara áfram að spila þetta eftir hendinni.“ Okkur vantar torgastemninguna Hvað geturðu sagt mér um huldukonuna Elenu Ferrante og bókaflokkinn henn- ar, það er nú töluvert annar handleggur en Calvino, ekki satt? „Jú, ég get ekki ímyndað mér ólíkari höfunda en Calv- ino og Ferrante. Hann er allur í eigin höfði en hún er mjög tilfinningarík og brútal, lýsir myrkum tilfinningum og heimi. Bókaflokkurinn hennar um upp- vöxt og fullorðinsár í Napolí kom út á Ítalíu á fjórum árum – fjórar bækur – og maður hefur á tilfinningunni að textinn hafi bara flætt á síðurnar hjá henni. Það veit reyndar enginn hver höfundurinn er, Elena Ferrante er dulnefni, en manni finnst augljóst að þetta sé kona sem hafi alist upp í Napolí, sem er bæði fögur, myrk, fjörug og ógnandi borg, og sé að skrifa um eigin reynslu. Ég hef reyndar ekki búið í Napólí, bara verið þar sem túristi, en maður finnur mjög sterkt fyrir borginni og andrúmslofti hennar í þess- um bókum. Ég vona að ég fái tækifæri til að þýða hinar þrjár bækurnar í flokknum með tímanum.“ En hver fannst þér mesti munurinn á að búa á Ítalíu og á Íslandi? „Það var bara allt öðruvísi. Ég kunni ekki ítölsku þegar ég flutti út og held það sé mjög hollt að flytja í umhverfi sem maður kann ekkert á. Maður verður bara eins og barn og þarf að byrja að læra allt upp á nýtt. Ítalir hafa allt öðruvísi mentalitet en Íslendingar, sem ég fíla mjög vel og er glöð að hafa fengið innsýn í. Maður sér líka að það sem er kostur getur líka verið galli og öfugt. Manni finnst frá- bært hvað Norðurlandabúar bera mikla virðingu fyrir eignum annarra en á Ít- alíu lærði ég að það getur líka verið gott að það sé ekki borin svona mikil virðing fyrir eignarréttinum, þetta dót er bara þarna og allir ganga í það, mér fannst það að vissu leyti fallegt. Veðrið hefur líka áhrif á það að það er miklu minni munur á því að vera innan eða utan dyra, þar er alltaf opið út á verönd og allir inni á manni og maður inni á öllum. Hér eru allir inni í sínum steinsteypuhúsum og. Okkur vantar líka alveg torgastemn- inguna, nema þá helst í heitu pottunum í sundlaugunum, kunnum svo lítið að vera hluti af hóp.“ Klisjan um ítölsku flagarana Ítalskir karlmenn hafa orð á sér fyrir að vera miklir flagarar, fannstu fyrir því? „Það er ein klisjan um Ítalíu, já, en ég veit ekki hversu sönn hún er. Ég held þetta sé breytt. Þetta er spurning um ólíkt viðmót held ég. Það þykir eðlilegt að horfa mikið á aðra. Þótt Ítalir séu eftirbátar Norðurlandaþjóðanna í jafn- réttismálum held ég að karlmenn þar séu almennt opnari tilfinningalega sem er gott, þess vegna kannski drekka þeir sig til dæmis ekki ölvaða í sama mæli og Íslendingar.“ Önnur klisja um Ítali er hversu háðir þeir séu fjölskyldum sínum, sérstaklega mæðrum, eitthvað til í því? „Já, já, það er fullt af uppáþrengjandi mæðrum þarna. En mér finnst reyndar fólk á Íslandi oft vera í nánari tengslum við fjölskyldur sínar en Ítalir. Hér er miklu meiri nálægð og fólk býr oftast nærri foreldrum sín- um. Ítalir hins vegar búa heima lengur en þar er fólk líka álitið hálfgerðir ung- lingar framundir fertugt, sem er bæði gott og ömurlegt. Ítalíu hefur alltaf verið stjórnað af gömlum köllum, sem er mjög slæmt og veldur því að unga fólkið fær minni tækifæri. Að því sögðu verð ég samt að taka fram að enginn af ítölskum vinum mínum býr heima hjá mömmu sinni og ég þekki það því ekki svo vel.“ Þig langar ekkert að flytja út aftur og setjast að á Ítalíu? „Nei, eins og er þá er ég mjög sátt á Íslandi og ætla að ala son minn upp hér. Þegar hann verður full- orðinn, eftir tuttugu ár eða svo, fer ég kannski aftur á flakk, það kemur bara í ljós. Ég hef ekki niðurnjörfuð plön um hvað ég ætla að taka mér fyrir hendur í lífinu, hef aldrei haft það, ég held að maður eigi að vera opinn fyrir því sem lífið réttir manni. Mér datt til dæmis aldrei í hug að ég færi að leggja stund á myndlist eða fást við bókmenntir, það bara gerðist, þannig að ég er ekki með neitt tíu ára plan. Ég er enginn örygg- issjúklingur. Það gerir ekki lífið neitt erfiðara þótt maður vinni við það sem mann langar mest til á hverjum tíma. Ég er líka mjög nægjusöm og lærði það á Ítalíu að bestu lífsnautnirnar eru yfir- leitt ódýrar.“ Íslendingar þurfa að hægja á Einhver skilaboð til þjóðarinnar að lok- um? „Bara að minnka hraðann og gefa sér tíma til að njóta einföldu hlutanna. Og lesa fleiri bækur. Sérstaklega að lesa meira af útlenskum bókum, mér finnst dálítið eins og litið sé á þær sem annars flokks hérna. Það er alltaf talað um að það þurfi að styðja við íslenskar bækur og gefa þær innbundnar í jólagjafir, en það þarf líka að styðja við þýðingar enda er það nauðsynlegt og hollt fyrir íslensk- ar bókmenntir að sem mest af erlendum bókum séu þýddar. Sérstaklega finnst mér mikilvægt að þýða bækur sem fáir Íslendingar geta lesið á frummálinu, því annars ertu hvorki að lesa þær á frum- málinu né þínu móðurmáli og þá hlýtur eitthvað mikið að tapast.“ Friðrika Benónýsdóttir ristjorn@frettatiminn.is 20 viðtal Helgin 17.-19. júlí 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.