Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.07.2015, Qupperneq 30

Fréttatíminn - 17.07.2015, Qupperneq 30
MEXICO, GUATEMALA & BELIZE Á SLÓÐIR MAYA INDÍÁNA 4. - 19. OKTÓBER Verð kr. 568.320.- Innifalið í verði: Flug, hótel, allar ferðir, skattar og íslenskur fararstjóri Við kynnumst stórkostlegri náttúru, dýralífi og hinum forna menningarheimi Maya indíána. Skoðum m.a. píramída, gamlar menningaborgir, syndum í sjónum við næst stærsta kóralrif heims og upplifum regnskóginn. Endum svo álúxus hóteli við Karabíska, þar sem allt er innifalið. niðurhal einfalt ótakmarkað 6.990 ljósleiðari ljósnet vortex.is 525 2400 Hobby prestige 560 UKF 2015, með ALDE hitakerfi, alltaf heitt vatn. Verð 4.980þ, kostar í umboði 5.400þ. Upplýsingar í síma 893-2878. Nýtt hjólhýsi með koju til sölu Minnisleikurinn Hérna reynir á minnið hjá ferðafélögunum. Bílstjórinn byrjar á orðunum „Ég er að fara upp í sveit og ég ætla taka með mér...” og nefnir hann einhvern hlut sem hann vill taka með. Næsti þátttakandi þarf svo að segja alveg það sama og sá fyrri en bæta einum nýjum hlut við listann. Þannig heldur svo listinn áfram að verða lengri og lengri og sá tapar sem er fyrstur til að gleyma einhverju á listanum. Stafaleikurinn Fyrst þarf að velja einhvern skemmtilegan flokk, til dæmis dýr, kvikmyndir, manna- nöfn eða bílategundir. Veljið svo einn sem byrjar að nefna nafn á einhverju í þeim flokki og sá næsti þarf að nefna annað nafn sem endar á þeim staf sem það fyrra byrjaði á. Dæmi um slíkt gæti til dæmis verið í flokknum dýr þar sem fyrsti aðilinn nefnir orðið „hundur“ sá næsti þarf þá að nefna eitthvað dýr sem byrjar á „r“ þar sem það er síðasti stafurinn í orðinu. Sá aðili gæti þá til dæmis nefnt „risaeðlu“ og svo koll af kolli. Hver er maðurinn Leikur sem flestir þekkja og stendur alltaf fyrir sínu. Tveir eða fleiri geta tekið þátt. Einn byrjar á að hugsa sér mann og hinir reyna að komast að því hver maðurinn er með því að spyrja einungis spurninga sem hægt er að svara með jái eða neii. Þegar svarið er fundið kemur að næsta ferðalangi að hugsa sér mann. Bílalitaleikurinn Leikmenn velja sér lit og telja svo bílana sem mætt er á veginum í þeim lit. Gott er að velja ákveðin tímamörk eða vegalengd sem leikurinn á að standa yfir. Sá sigrar sem talið hefur flesta bíla í sínum lit. Frúin í Hamborg Þátttakendur eru tveir og byrjar annar á því að spyrja hinn: „Hvað keyptirðu fyrir peningana sem frúin í Hamborg gaf þér í gær?“ Sá sem svarar má ekki segja svart og hvítt, já eða nei. Hann þarf að nefna eitthvað sem hann þykist hafa keypt og síðan eiga leikmenn að tala saman um það sem hann segist hafa keypt. Spyrjandinn reynir að fá hinn til að segja bannorðin því þá er hann búinn að vinna leikinn. Til að gera leikinn flóknari má bæta við bannorðum, t.d. „það“. Það er mjög erfitt að nota aldrei „það“ orð í leiknum. Grámyglur tvær Störukeppni fyrir aftursætisfarþegana sem felst í því að leikmenn eru tveir og sitja hvor á móti öðrum og horfast í augu. Þeir fara með eftirfarandi þulu: Horfumst við í augu sem grámyglur tvær. Sá skal vera músin sem fyrst mælir, kötturinn sem sig skælir, fíflið sem fyrst hlær, folaldið sem fyrst lítur undan og skrímslið sem fyrst skína lætur í tenn- urnar. Síðan hefst keppni þeirra á milli um hvor verður á undan að bregða svip eins og þulan segir til um. Nærbuxurnar hans afa Einn er hann í einu og hinir leikmennirnir spyrja hann ýmissa spurninga. Hann á alltaf að svara með því að segja „Nær- buxurnar hans afa“ án þess að brosa eða hlæja. Ef það tekst ekki tekur næsti leik- maður við af honum og svo koll af kolli. Skemmtilegar sam- verustundir í bílnum Bílferðir eru óhjákvæmilegur hluti af sumarfríinu hjá flestum fjölskyldum. Það getur reynst erfitt fyrir yngstu kynslóðina að sitja kyrr í bílnum til lengri tíma og því getur verið gott að hafa nokkra góða leiki til að grípa í til að stytta þeim stundir. Hér má líta á nokkrar hugmyndir að góðum leikjum sem fólk á öllum aldri getur haft gaman af. Myndir/Shutterstock 30 útihátíðir Helgin 17.-19. júlí 2015
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.