Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.07.2015, Page 46

Fréttatíminn - 17.07.2015, Page 46
Perspi Guard Bakteríusápa og svitastoppari Dreifing: Ýmus ehf Fæst í apótekum Til meðhöndlunar á lyktarvandamálum vegna ofsvitnunar. Síðumúla 21 | S: 537-5101 | Snuran.is Opið virka daga 11-18 og laugardaga 12-16 ÚTSALA 20-50% afsláttur af útsöluvörum B enny Greb hefur undanfarin ár slegið í gegn á heimsvísu og ferðast um heim allan þar sem hann hefur ýmist komið fram einsamall eða með hljómsveit, stundað kennslu, haldið námskeið, fyrirlestra og fleira. Stíll Benny Greb einkennist af ástríðu og er ákaflega músíkalskur. „Hann hef- ur veitt ótal trommuleikurum um heim allan innblástur og hvatningu og má með sanni segja að tromm- arasamfélagið á Íslandi sé upprif- ið yfir komu hans,“ segir Andrés Helgason, einn skipuleggjenda tón- leikanna. Undanfarið hefur Benny verið að ferðast með hljómsveit sinni Moving Parts og þýska jazztónlistaramann- inum Nils Wuelker. Einnig hefur hann verið að leika með þýsku NDR sjónvarpssveitinni og Stewart Copel- and fyrrverandi trommuleikara The Police. Benny hefur einnig komið fram á mörgum af virtustu trom- muhátíðum heims, til dæmis Mod- ern Drummer festival, Montreal Drum festival, China Drum Summit og á ráðstefnu Percussive Arts So- ciety í tvígang. Benny fæst einnig við tónsmíðar og upptökustjórn og hefur gefið út sólóplötur með sveit sinni Grebfruit ásamt hljómsveit- unum Benny Greb Brassband & TwoDayTrio. Árið 2009 gaf Benny út DVD-kennsludisk í trommuleik, The Language of Drumming, sem er enn þann dag í dag einn söluhæsti DVD- kennsludiskur í trommuleik í heim- inum. Í byrjun þessa árs gaf Benny út nýjan disk, The Art and Science of Groove, sem hefur þegar verið val- inn besti kennsludiskur í trommu- leik af hinu virta tímariti Drums & Percussion. Þrír íslenskir trommuleikarar munu hita upp fyrir Benny á tón- leikunum en það eru þeir Bene- dikt Brynleifsson, Einar Scheving og Halldór Lárusson og hafa þeir sett saman verk sérstaklega fyrir þetta tilefni. Tónleikarnir fara fram í sal FÍH, Rauðagerði 27 og hefjast klukkan 15. Miðar eru fáanlegir í Tónastöðinni, Skipholti 50b og við innganginn. Unnið í samstarfi við Tónastöðina Heimsþekktur trommari sækir Ísland heim Trommuleikarinn Benny Greb heldur tónleika í FÍH á morgun, laugardag. Benny er einn þekktasti trommuleikari heims um þessar mundir og hefur einnig gefið út vinsælt kennsluefni fyrir trommara. Benny Greb kemur fram á tónleikum í FÍH á morgun, laugardag. Miðar eru fáanlegir í Tónastöðinni og við innganginn. Trommararnir Einar Scheving, Halldór Lárusson og Benedikt Brynleifsson munu hita upp fyrir Benny Greb.  SöngvaBorg 15 ára Tíminn líður bara svo hratt Söngvaborg þeirra Siggu Beinteins og Maríu Bjarkar byrjaði sem einhver tilraun árið 2000. Nú 15 árum síðar eru komnir út sex DVD diskar og sá sjöundi á leiðinni. Um helgina verður haldið upp á afmælið með stórglæsilegri dagskrá í Húsdýragarðinum sem fagnar 25 ára afmæli á þessu ári. Sigga Beinteins seg- ir þetta hafa verið skemmtileg 15 ár og magnað að í dag séu fyrstu áhorfendurnir fullorðið fólk nánast. S öngvaborg er 15 ára og samt eldist maður ekki neitt,“ segir Sigga Beinteins sem byrjaði á Söngvaborg ásamt Maríu Björk árið 2000. „Maður er alltaf á sama aldri en tíminn líður bara svo hratt. Krakkarnir sem hlustuðu og tóku þátt fyrst eru orðin fullorðið fólk,“ segir hún. „Við ætlum einmitt að fá nokkur af þeim á sjöunda diskinn sem kemur út í haust. Það eru nefni- lega krakkar sem tóku þátt í byrjun sem eru enn að syngja,“ segir Sigga. „Við greinilega smituðum þau af áhuganum. Okkur grunaði aldrei að þetta yrðu fimmtán ár eða meira þeg- ar við byrjuðum. Við hugsuðum bara eina plötu í einu,“ segir hún. „Nú erum við búnar að gera sex borgir, nánast annaðhvert ár, sem er alveg ótrúlegt,“ segir hún. „Þetta er til á nánast hverju heimili og við hittum oft foreldra sem segjast vera komn- ir með nóg af okkur,“ segir hún og hlær. „En börnin þeirra elska þetta sem betur fer og allir foreldrar eru líka þakklátir fyrir okkur þar sem við höfum leyst af barnapíurnar. Börnin horfa aftur og aftur. Það er sama sagan með mín börn, þau horfa á þetta allt saman og oft, svo maður hefur gert eitthvað rétt,“ segir Sigga. „Sjöunda borgin kemur í haust og við erum að vinna hana núna og svo var að koma út geisladiskur núna með öllum bestu lögunum úr mynd- unum. Diskur sem krakkarnir geta hlustað á í sumarfríinu,“ segir hún. „Tókum bara bestu lögin sem krakk- arnir elska og settum á disk. Á laug- ardaginn verður allsherjar afmæl- ishátíð í Húsdýragarðinum og það er skemmtileg tilviljun að garðurinn er að halda upp á 25 ára afmæli sitt um þessar mundir líka,“ segir Sigga. „Það verður dagskrá um allan garð frá kl 10 um morguninn og til lok- unar. Dagskráin okkar byrjar svo á stóra sviðinu kl 14.00,“ segir hún. „Með okkur verða allir sem hafa verið með okkur í Söngvaborginni. Masi, Lóa ókurteisa, Subbi sjóræn- ingi og meira að segja Georg sem var með okkur einu sinni, þau verða öll þarna. Svo verður hún Alda Dís úr Ísland Got Talent, BMX Bros og fullt af ungum og efnilegum söngv- urum sem verða með okkur á næsta diski. Dagskráin er um allan garð frá opnun til lokunar. Það eru m.a hestateymingar og kanínuklapp og alls kyns uppákomur svo það verður mikið um að vera á laugardaginn,“ segir Sigga Beinteins. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is María og Sigga hafa skemmt börnum í 15 ár. 46 menning Helgin 17.-19. júlí 2015

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.