Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.07.2015, Qupperneq 48

Fréttatíminn - 17.07.2015, Qupperneq 48
 Í takt við tÍmann Ólafur Ásgeir JÓnsson Útilegur, þjóðhátíð og Blikaleikir í sumar Ólafur Ásgeir Jónsson er 21 árs Kópavogsbúi sem vinnur sem sölumaður hjá Nova virka daga en stendur vaktina á FM957 um helgar. Hann er mikill Netflix-maður og er gallharður stuðningsmaður Breiðabliks. Hann fer oft í bíó en veit stundum ekkert á hvaða mynd hann er að fara. Ég er að vinna hjá Nova við það að selja síma og um helgar er ég á FM957. Ég er milli 13 og 16 á laugardögum og frá 14 til 18 á sunnudögum. Ég hef verið þar í eitt ár núna og hef mjög gaman af. Þess á milli fer ég í golf. Staðalbúnaður. Ég er mikið í svörtum gallabuxum. Það eiga allir strákar svartar gallabuxur. Mikið af Converse skóm. Ég á æðislega mikið af Converse skóm. Svo finnst mér líka gott að vera í Nike Free Run eins og allir eiga. Mér finnst rosalega gaman að klæða mig upp á og vinir mínir þola það ekki þegar þeir þurfa að bíða eftir mér þegar við erum að fara eitthvað. Ég máta yfirleitt allan fata- skápinn þegar ég er að fara eitthvað. Ég er alger kvenmaður þegar kemur að þessu og viðurkenni það bara fúslega. Ég er eins og flestir aðrir Íslendingar og versla mest af fötunum mínum erlendis, en hérna heima fer ég þó reglulega í Herragarðinn, Kúltúr og Levi´s búðina. Hugbúnaður. Ég á racer reiðhjól og hjóla mjög mikið. Ég fer mikið í golf og svo eyði ég rosalega miklum tíma með Kristínu Rut systur minni sem vinnur með mér á FM. Ég er rosalega lítill kaffihúsamaður og fer frekar eitthvað út í sveit en að hanga á kaffihúsi. Þegar ég fer að djamma með vinunum þá er það B5 sem verður alltaf fyrir valinu. Mér finnst American Bar líka skemmtilegur. Ég horfi mikið á Netflix og horfi mikið á heimildarmyndir, þó ég viti kannski ekk- ert rosalega mikið. Ég er að klára Sons of Anarchy núna og mér finnst það frábærir þættir og líka Breaking Bad. Ég fer reglu- lega í bíó með strákunum og einn vinur minn er mikill iMDB maður og hann fær yfirleitt að ráða á hvaða myndir við förum. Stundum veit ég ekkert á hvaða mynd ég er að fara þegar ég sest í sætið. Ég veit bara að ef hann segir myndina góða þá hlýtur hún að vera góð. Ég er Arsenal-maður og Bliki og ég fylgist miklu meira með ís- lenska boltanum en þeim enska. Ég mæti á alla Blikaleiki og er í stuðningsmanna- sveitinni Kópacabana. Vélbúnaður. Ég er með Macbook Pro og iPhone 6+ og er alger Apple maður. Ég gæti ekki bjargað lífi mínu í Windows og PC. Ég hef mjög gaman af Instagram og er svona nýbyrj- aður á Twitter (@olafurasgeir), sem mér finnst skemmtilegt. Svo er ég mikið flug- nörd og skoða Flight Radar 24. Þar finnst mér gaman að fylgjast með flugumferð. Svo er það Golfshot fyrir golfið og Strava fyrir hjólið. Það er líka hægt að nota það í hlaup en ég er minna í því. Aukabúnaður. Pabbi minn á sumarbústað í Skorradal og þar finnst mér best að vera. Hann á sér það leyndarmál að vera besti kokkur sem ég veit um. Allt sem hann gerir er gott. Ann- ars er ég mikill aðdáandi heimilismatar og finnst mjög gott að fá kjöt í raspi hjá mömmu, með Bernaisesósu. Það er ávís- un á góðan mat. Ég er alveg laus við það að lesa bækur og hef ekki komist upp á lag með það. Ég ætla að taka sumarfríið mitt í nóvember og fara til Flórída með systur minni og vinum okkar. Við ætlum að keyra þar um og hafa það gott. Ég ákvað að taka ekki frí fyrr en Pepsideildin klárast í októ- ber. Annars ætla ég í útilegur og á þjóðhá- tíð í sumar. Svo ætla ég á torfærukeppni í ágúst og nýta þetta stutta sumar sem er eftir hjá okkur. Ég er á því að sumarið sé búið eftir menningarnótt í Reykjavík. Lights on the Highway kveðja í bili á Húrra á laugardag. Ljósmynd/Björn Árnason Árið 2005 gaf hljómsveitin Lights on the Highway út sína fyrstu plötu sem var samnefnd hljómsveitinni. Af því tilefni ætlar sveitin að fagna 10 ára útgáfuafmæli á laugardag- inn á veitingastaðnum Húrra en þá eru liðin slétt 10 ár frá útgáfu plöt- unnar. Þetta verða jafnframt síðustu tónleikar hljómsveitarinnar í sumar sem og þeirra síðustu í ófyrirséð- an tíma. LOTH hefur verið iðin við tónleikahald síðustu vikur og komið meðal annars fram á Eistnaflugi á Neskaupstað og á Græna hattinum á Akureyri. Önnur plata sveitarinn- ar, Amanita Muscaria kom út árið 2009 og fékk lofsamlega dóma, en skömmu síðar lagðist Lights on the Highway af. Mjög góður rómur hefur verið gerður að tónleikum þeirra að undanförnu og á sveitin sér marga aðdáendur um allt land. Þetta er síðasta tækifærið í bili að bera þá drengi augum. Meðlimir Lights on the Highway eru Kristófer Jensson, söngvari. Agnar Eldberg, gítarleikari. Karl Daði Lúðvíksson, bassaleikari. Þórhallur Stefánsson, trommuleikari og Stefán Örn Gunn- laugsson píanóleikari. Tónleikarnir á Húrra hefjast kl 22.00 og verður húsið opnað klukkustund fyrr. Miðasala er á tix.is og við hurðina, og er miðaverð 2.000kr. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Síðustu tónleikarnir... í bili  afmælistÓnleikar 48 dægurmál Helgin 17.-19. júlí 2015
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.