Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.07.2015, Blaðsíða 56

Fréttatíminn - 17.07.2015, Blaðsíða 56
Símamótið 2015 Helgin 17.-19. júlí 20154 Hvað hefur þú þjálfað knattspyrnu lengi? Ég hef þjálfað knattspyrnu í níu ár. Ég hef þjálfað bæði kyn í flestum aldursflokkum frá 6 ára upp í meist- araflokk og landslið. Hvað finnst þér skemmtilegast við það að vera knattspyrnuþjálfari? Það sem gefur hvað mest er að sjá leikmann sem maður hefur þjálf- að taka framförum og ná sínum markmiðum. Það er einnig mjög skemmtilegt að búa til lið, lið sem stefnir á eitthvað í sameiningu og tekst á við allar þær hindranir sem verða á leiðinni í sameiningu. Þegar þannig lið er byggt upp jafnast ekk- ert á við tilfinninguna sem fylgir því að ná sameiginlegum markmiðum. Hefur þú fylgst með Símamótinu eða tekið þátt sem þjálfari? Símamótið fer ekki framhjá nein- um sem kemur að knattspyrnu á Ís- landi. Mótið er gríðarlega stórt og litríkt. Þar skín gleðin úr andlitum iðkenda og foreldrum þeirra. Ég hef sjálfur farið á mótið sem þjálf- ari og var það frábær upplifun, ég á margar góðar minningar frá þessu frábæra móti. Hvaða ráð getur þú gefið ungum, upprennandi knattspyrnustelpum sem eru að keppa á Símamótinu? Ég vil hvetja alla leikmenn til þess að mæta til leiks með það að mark- miði og leggja sig 100% fram, gera eins vel og mögulegt er innan vall- ar sem utan. Mikilvægt er að allir leggi hart að sér við að skapa góða liðsheild og skapa minningar sem fara með hópnum inn í framtíðina. Njótið leiksins og alls sem honum fylgir. Hvernig sérðu kvennaknattspyrnu á Íslandi þróast næstu árin? Íslensk knattspyrna mun halda áfram að þróast og verða betri á næstu árum. Við munum vonandi sjá A-landsliðið kvenna á EM 2017 í Hollandi þar sem skærustu stjörnur okkar munu láta ljós sitt skína. Knattspyrna kvenna mun verða meira áberandi á heimsvísu á næstu árum, leikurinn er að verða hraðari með hverju árinu, leikmenn tækni- lega betri og góðum leikmönnum alltaf að fjölga og því er kvenna- knattspyrnan að jafnast og leik- irnir í takt við það. Góðir leikmenn, áhugaverðar persónur, spennandi leikir þar sem hart er tekist á vekja athygli og þess vegna er knatt- spyrna kvenna að verða vinsælli. Við þurfum að leggja okkur fram við að halda okkur í fremstu röð og búa til stjörnur framtíðarinnar. Það kostar mikla vinnu að vera meðal þeirra bestu. Við getum verið þar, við getum átt stórstjörnur fram- tíðarinnar. Framtíðin er björt Hvað hefur þú þjálfað knattspyrnu lengi? Ég hef þjálfað síðan 1994. Fyrsta árið mitt hjá Víkingi, svo 10 ár hjá Breiðabliki, þá 3 ár með KR og er á mínu sjöunda ári hjá Breiðabliki. Ég hef þjálfað alla flokka karla og kvenna á þessum 20 árum nema held ég 5. flokk drengja og stúlkna. Hvað finnst þér skemmtilegast við það að vera knattspyrnuþjálfari? Samskiptin við leikmennina eru mest gefandi. Að taka þátt í sigr- um þeirra og ósigrum ásamt því að fylgjast með þeim vaxa og dafna innan vallar sem utan. Hefur þú fylgst með Símamótinu eða tekið þátt sem þjálfari? Sem þjálfari hjá Breiðabliki í fleiri ár þá hef ég séð mótið vaxa og dafna og verða stærra og skemmtilegra með hverju árinu. Hvaða ráð getur þú gefið ungum, upprennandi knattspyrnustelpum sem eru að keppa á Símamótinu? Að halda áfram að æfa sig vel og hafa gaman, það mun skila þeim langt. Hvernig sérðu kvennaknattspyrnu á Íslandi þróast næstu árin? Hún mun halda áfram að vaxa og dafna. Æ fleiri stelpur æfa fótbolta og það á líka eftir að skila sér hvað þær byrja að æfa ungar. Gæðin eiga bara eftir að aukast á komandi árum. Hvað hefur þú þjálfað knattspyrnu lengi? Ég byrjaði að þjálfa haustið 2006. Þá tók ég við sem yfirþjálfari yngri flokka ÍA og þjálfaði með því 4. flokk kvenna og 4. flokk karla fyrstu tvö árin. Einnig hef ég frá þeim tíma þjálfað meistaraflokk karla ÍA í 4 ár, 3. flokk kvenna í 2 ár og meistara- flokk kvenna ÍA síðan á miðju sumri 2014. Hvað finnst þér skemmtilegast við það að vera knattspyrnuþjálfari? Að sjá leikmenn bæta sig jafnt og þétt og að sjá leikmenn ég hef þjálfað verða að meistaraflokksleik- mönnum, landliðsmönnum/konum og atvinnumönnum/konum. Og vinna leiki auðvitað. Hefur þú fylgst með Símamótinu eða tekið þátt sem þjálfari? Ég hef aldrei tekið þátt í því sem þjálfari. En ég hef vissulega fylgst vel með Símamótinu frá því að ég byrjaði að þjálfa árið 2006. Síðan á ég eina stelpu sem heitir Katrín Þóra sem er á níunda ári og spil- ar hún með ÍA. Ég hef verið með henni á síðustu fjórum mótum og bíð spenntur eftir því fimmta nú í ár. Hvaða ráð getur þú gefið ungum, upprennandi knattspyrnustelpum sem eru að keppa á Símamótinu? Númer eitt: Verið duglegar og sam- viskusamar að æfa fótbolta, mætið alltaf á æfingar með því hugarfari að ég ætla að bæta mig í dag. Æfið með bros á vör og hafið gaman af. Það er mikilvægt að hafa gaman af því sem maður gerir og munið að vera duglegar að æfa aukalega sjálfar. Það skilar árangri. Hvernig sérðu kvennaknattspyrnu á Íslandi þróast næstu árin? Framtíðin er björt, við eigum gott A-landslið kvenna sem og yngri landslið. Stelpurnar í A-landsliðinu ætla sér að komast í næstu úrslita- keppni Evrópu. Vonandi komumst við svo í framhaldi af því í næstu úrslitakeppni heimsmeistaramóts- ins. Pepsí deild kvenna hefur sjald- an verið betri en í ár, þar eru mjög margir frambærilegir leikmenn þar á ferð. Stelpurnar eru að bæta sig ár frá ári og eru þær farnar að leggja á sig gríðarlega mikla vinnu. Landsliðsþjálfarar U-17, U-19 og A-landsliðs kvenna eru á einu máli um að framtíð kvenna- knattspyrnu á Íslandi sé afar björt. Þeir Úlfar, Þórður og Freyr hafa allir fylgst með Síma- mótinu í gegnum árin og eru sammála um samviskusemi og leikgleði séu mikilvægir þættir ef ætlunarverkið er að ná langt í knattspyrnuheiminum. Úlfar Hinriksson Starf: Landsliðsþjálfari U-17 stúlkna, þjálfari í 3. flokki drengja. Sviðs- stjóri afrekssviðs knattspyrnudeildar Breiðabliks. Aldur: 43 ára. Menntun: Íþróttakennari og UEFA A þjálfari. Þórður Þórðarson Starf: Landsliðsþjálfari U-19 kvenna. Þjálfari meistaraflokks kvenna ÍA. Aðalstarf er hjá fjölskyldufyrirtækinu okkar, Bifreiðastöð Þ.Þ.Þ Akranesi. Starf: 43.ára. Menntun: KSÍ A leyfi. Freyr Alexandersson Starf: Knattspyrnuþjálfari A-landsliðs- kvenna og þjálfari meistarflokks Leiknis í Pepsi-deildinni. Aldur: 32 ára. Menntun: Íþróttafræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.