Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.07.2015, Qupperneq 58

Fréttatíminn - 17.07.2015, Qupperneq 58
Símamótið 2015 Helgin 17.-19. júlí 20156 Systur streyma á Símamótið Í ár keppa í kringum 2000 stelpur á Símamótinu og þeirra á meðal er fjöldinn allur af eldhressum systrum. Sumar eru að keppa í fyrsta skipti en aðrar eru að keppa á sínu sjötta móti. Samvera með vinkonum og skemmtileg kvöldvaka eru efst á lista yfir hvað heillar mest við Símamótið. Laufey Pálsdóttir 11 ára Lára Pálsdóttir 12 ára Lið: Breiðablik. Hversu oft hefur þú tekið þátt í Síma- mótinu? Laufey: Ég er að fara að keppa í fjórða sinn á Símamótinu. Lára: Ég er orðin of gömul til að keppa en ég keppti fjórum sinnum á Símamótinu. Hvað er skemmtilegast við Síma- mótið? Laufey: Mér f innst allt mjög skemmtilegt v ið Símamótið. Skemmtilegast að fá tækifæri til að spila fótbolta við mörg lið og svo er alltaf fullt af fólki og svaka stemn- ing á kvöldvökunni. Lára: Mér fannst allt skemmtilegt. Kvöldvakan er mjög skemmtileg og það er líka alltaf skemmtilegt þeg- ar pressuliðið og landsliðið eru að spila. Átt þú þér fyrirmynd í knattspyrnu- heiminum? Laufey: Allar stelpurnar í íslenska landsliðinu en helst Fanndís Frið- riksdóttir. Lára: Ég á í raun enga sérstaka fyr- irmynd en Sara Björk og Margrét Lára eru uppáhaldsleikmennirnir í íslenska landsliðinu og svo er Messi líka ofarlega á listanum. Átt þú þér uppáhaldslið í fótbolta? Laufey: Breiðablik, Manches- ter United, Barcelona og íslensku landsliðin Lára: Já, Barcelona er allavega eitt af uppáhaldsliðunum mínum, það er svo gaman að sjá hvað liðið spilar vel saman og hversu hraður boltinn er. Ásdís Valtýsdóttir 13 ára Nína Margrét Valtýsdóttir 11 ára Ágústa María Valtýsdóttir 7 ára Lið: Valur. Hversu oft hefur þú tekið þátt í Síma- mótinu? Ásdís: Fimm sinnum Nína Margrét: Fjórum sinnum Ágústa María: Fjórum sinnum Hvað er skemmtilegast við Síma- mótið? Ásdís: Félagsskapurinn og að spila við öll þessi frábæru lið Nína Margrét: Að vera með stelp- unum í liðinu og spila erfiða leiki. Ágústa María: Að spila svona marga leiki. Átt þú þér fyrirmynd í knattspyrnu- heiminum? Ásdís: Eiður Smári og Margrét Lára. Nína Margrét: Dóra María, Kristín Ýr og Eiður Smári. Ágústa María: Elín Metta, Dóra María, Kristín Ýr og Gylfi Þór. Átt þú þér uppáhaldslið í fótbolta? Ásdís: Manchester United. Nína Margrét: Manchester United og Valur. Ágústa María: Manchester United og Valur. Laila Þóroddsdóttir 14 ára Högna Þóroddsdóttir 7 ára Lið: Stjarnan. Hveru oft hefur þú tekið þátt á Síma- mótinu? Laila: Sex sinnum og hefði viljað vera miklu oftar. Högna: Einu sinni þegar ég var í 8. flokki og verð svo aftur með núna í sumar. Hvað er skemmtilegast við Símamótið? Laila: Að keppa, sérstaklega þegar gengur vel og svo stemningin á mótinu. Högna: Að spila leiki, mér finnst gam- an þegar ég er að keppa á móti öðrum stelpum. Átt þú þér fyrirmynd í knattspyrnuheim- inum? Laila: Fyrirmyndir mínar eru Freyr Bjarnason bróðir hans pabba sem var í FH og svo Ísold Kristín Rúnarsdóttir, frænka mín sem er tveimur árum eldri en ég og spilar með Val. Högna: Tóti þjálfarinn minn er fynd- inn gabbari og svo Laila stóra systir mín sem er rosalega góð í fótbolta. Og líka Luis Suárez. Átt þú þér uppáhaldslið í fótbolta? Laila: Ég held mest með Stjörnunni hér heima og Arsenal, enda heldur öll föðurfjölskyldan mín með því liði. Högna: Stjarnan, FH, Barcelona og Arsenal Lífið er fótbolti! www.sogurutgafa.is Bókin um fremstu fótboltakonur heims er komin út!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.