Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.07.2015, Síða 64

Fréttatíminn - 17.07.2015, Síða 64
Símamótið 2015 Helgin 17.-19. júlí 201512 „Allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi“ Jasmín Erla Ingadóttir og Andrea Mist Pálsdóttir eru báðar liðsmenn í U-17 ára landsliði kvenna. Þær segja að þátttaka þeirra í úrslitakeppni EM U17 fyrr í sumar hafi verið mikil reynsla og góður undirbúningur fyrir fleiri stórmót, sem þær stefna að sjálfsögðu á. Síma- mótið var eitt af þeirra fyrst mótum og eiga þær báðar stórskemmtilegar minningar frá því. Hvað hefur þú æft fótbolta lengi? Þetta er 11. árið mitt. Hversu oft hefur þú tekið þátt í Síma- mótinu? Fimm sinnum. Áttu einhverja skemmtilega sögu frá Símamótinu? Uppáhalds mómentið var auðvitað þegar ég var valin í pressulið Símamótsins og það var algjör hápunktur að spila fyrir framan fulla stúku. Einnig er eftirminni- legt að liðið mitt fékk verðlaun sem prúð- asta liðið, ég man hvað okkur fannst það æðislegt. Hvernig var að taka þátt í úrslitakeppni EM U17 kvenna í sumar? Það var þvílíkur heiður og stolt sem fylgdi því að fá að leiða lið Íslands á þessu stór- móti og einnig að spila við bestu U17 knatt- spyrnulið í Evrópu. Þrátt fyrir erfitt mót var þetta mikil reynsla og klárlega minning sem mun fylgja mér. Áttu þér fyrirmynd í knattspyrnuheiminum? Mín allra mesta fyrirmynd er Marta hin brasilíska og í íslenska boltanum hef ég alltaf litið upp til Söru Bjarkar og Rakelar Hönnu. Ertu hjátrúarfull fyrir leiki? Ég er kannski ekki mikið hjátrúarfull en ég verð alltaf að fá mér hafragraut fyrir leik. Hvaða ráð hefur þú fyrir ungar og upprenn- andi fótboltastelpur sem keppa á Símamótinu í ár? Ég hvet stelpur til þess að æfa vel og horfa mikið á fótbolta. Mæta á hverja einustu æf- ingu og leggja sig alltaf 100% fram og hugsa einnig vel um mataræðið og svefninn. Og muna svo að aukaæfingin skapar meistar- ann. Hvað hefur þú æft fótbolta lengi? Í 10 ár. Hversu oft hefur þú tekið þátt í Síma- mótinu? Fimm sinnum. Áttu einhverja skemmtilega sögu frá Símamótinu? Ég var alltaf með lukkubangsa í Fjölnistreyjunni sem var eigin- lega bara jafn stór og ég. Hvernig var að taka þátt í úrslita- keppni EM U17 kvenna í sumar? Það var gaman að geta borið sig saman við suma bestu og efnileg- ustu leikmenn heims. En mest kom mér á óvart hversu skemmtilegar og hressar Evrópumeistararnir Spánverjar voru innan sem utan vallar, þessi góða stemning hefur ábyggilega hjálpað þeim að vinna titilinn. Áttu þér fyrirmynd í knattspyrnuheiminum? Carli Lloyd og Marta Ertu hjátrúarfull fyrir leiki? Nei, ekki fyrir leik en ég spila alltaf með fléttu. Hvaða ráð hefur þú fyrir ungar og upp- rennandi fótboltastelpur sem keppa á Símamótinu í ár? Vertu dugleg að fara sjálf út í fótbolta og leggðu þig alltaf 100% fram í allar æfing- ar. Allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi. Andrea Mist Pálsdóttir Aldur: 16 ára Lið: Þór/Ka Númer treyju: Spila í treyju númer 26 með Þór/ Ka og 8 með U17. Staða á vellinum: Spila sem miðju- og sóknarmaður. Jasmín Erla Ingadóttir Aldur: 16 ára Lið: Fylkir Fyrri lið: Fjölnir Númer á treyju: Er númer 18 í Fylki en var númer 10 í Fjölni og landsliðinu. Staða á vellinum: Miðja Booztbar inn verður á Símamót inu 2015 Verið velkomin Ólafur Lúther Einarsson, formað- ur Félags áhugafólks um kven- nknattspyrnu, er umsjónarmaður Facebook-síðunnar Kvennafotbolti. Síðuna stofnaði hann þegar hann fann fyrir ranglætistilf inningu þegar hann fór á leik í kvenna- knattspyrnu með dætrum sínum. Daginn áður höfðu þau farið á leik með karlaliði sama félagsliðs og upplifað magnaða stemningu. Á kvennaleiknum voru hins vegar sárafáir. „Ég leit á stelpurnar mín- ar og ákvað ég að ég gæti ekki látið þetta viðgangast. Þess vegna varð þessi félagsskapur til, sem reyn- ir að minna á sig af og til og veita nokkrum tilteknum aðilum aðhald, alltaf málefnalega þó,“ lýsir Ólafur á síðunni. Það er nóg um að vera á síðunni í sumar. Þar er meðal ann- ars greint frá leikjum dagsins og úrslitum þeirra og auk þess er að finna fjöldan allan af tenglum um áhugaverðar greinar og myndbönd tengd kvennaknattspyrnu. Rúm- lega 1500 manns líkar nú við síð- una og eftir jafn stóran viðburð og Símamótið má búast við að þeim muni fjölga um helgina. Fylgstu með kvennaboltanum á Facebook

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.