Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.07.2015, Side 66

Fréttatíminn - 17.07.2015, Side 66
Símamótið 2015 Helgin 17.-19. júlí 201514 Hagnýtar upplýsingar Sjúkravakt er á staðnum allan tímann, hún er vöktuð af foreldrum sem eru sjúkraþjálfarar, læknar og hjúkrunar- fræðingar. Sett verður saman teymi sem er stýrt af sjúkraþjálfara sem undirbýr vaktirnar og sér til þess að réttur útbúnaður sé á staðnum. Sjúkravakt er með símanúmerið 843- 9307 og hægt er að nálgast það aftan á öllum dómarakortum þannig að allir geti brugðist skjótt við ef eitthvað kemur upp á. Veitingar verða sérlega vandaðar eins og oft áður og verða seldar á fjórum stöðum. Vallarsjoppa verður í stúku, Fífunni og tvö sölutjöld verða við vallarsvæðin. Seldir verða hamborgarar frá klukkan 11:30-14:30 við stúkubyggingu. Ásamt þessu verður hægt að fá vöfflur, ís, samlokur, pylsur og sælgæti. Boozt-barinn verður í Fífunni en þar verða seldir ávextir og boozt ásamt öðru hollmeti. Liðsmyndatökur fara fram beint fyrir framan Vallarsjoppuna á Kópavogsvelli. Hægt er að hafa samband við eftirfar- andi aðila fyrir frekari upplýsingar: Mótsstjórn, sími 849-0782 Dómarastjóri, sími 849-0957 Tjaldsvæði, sími 849-0487 Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu kvenna lauk í byrjun þessa mánaðar í Kanada. Bandaríkin stóðu uppi sem sigurvegarar eftir magnaðan 5-2 sigur á Japan í úrslitaleiknum. Allar fremstu fótboltakonur heims sýndu glæsilega takta á mótinu, en hverjar stóðu upp úr? Hope Solo Markvörður Bandaríkin Fædd: 30. júlí 1981 Lið: Seattle Reign, Bandaríkjunum Hope Solo fékk Gullhanskann sem besti markvörður mótsins. Liðsfélagar hennar í landsliðinu hafa látið svo um mælt að ekkert veiti þeim meira öryggi í leikjum en að vita af Solo á marklínunni. Utan vallar hefur Solo hins vegar verið umdeild, en hún er með eldheitt skap og er gjörn á að koma sér í vandræði bæði með orðum og gjörðum. En inni á vellinum stendur hún sína plikt með heiðri og sóma. Heimild: Bestu fótboltakonurnar (Sögur útgáfa). Stjörnurnar á HM Carli Lloyd Miðjumaður Bandaríkin Fædd: 16. júlí 1982 Lið: Houston Dash, Bandaríkjunum Carli er fyrsta konan sem skorar þrennu í úrslitaleik HM en það gerði hún á 13 mínútna kafla. Hún var valin besti leikmaður mótsins og fékk Gullboltann fyrir vikið. Hún er jafn- framt fyrsta konan til að skora þrennu á heimsmeistara- móti. Marta Framherji Brasilía Fædd: 19. febrúar 1986 Lið: Rosengard, Svíþjóð. Marta Vieira da Silva hefur verið ein fremsta knattspyrnukona heims í mörg ár, þrátt fyrir að vera einungis 29 ára. Árið 2006 var hún í fyrsta sæti í kjöri um fótboltakonu ársins hjá FIFA og hélt þeim titli næstu fjögur ár á eftir. Brasilía féll hins vegar óvænt úr keppni á HM kvenna í sumar þegar liðið tapaði fyrir Ástralíu 0:1 í 16-liða úrslitum. Marta mun þó halda áfram að leiða brasilísku sóknina á stórmótum í fram- tíðinni, hún á nóg eftir. Ert þú fótboltasnillingur? Spurningaleikur Fréttatímans á Símamótinu 2015 Til þess að eiga möguleika á að vinna einn af fjölmörgum glæsilegum vinningum þarf að svara nokkrum spurningum og skila í kassa merktum Fréttatímanum sem eru staðsettir við Vallarsjoppu á Kópavogsvelli og við veitingasölu í Fífunni. Svörin við spurningunum má finna víðs vegar í Símamótsblaðinu. Vinningar: n Nýjustu fótboltaskórnir frá Adidas Topptýpan af Junior skónum. X, Ace eða Messi skór. Verðmæti 24.990 kr n Mitre fótbolti frá Jóa Útherja n Star Kick boltaæfingatæki frá Sportvörum n 6 eintök af nýjustu fótboltabókinni frá Sögum útgáfu - Bestu konurnar n 15 stk gjafabréf á Flatbökuna Bæjarlind - Flatbaka með tvenns konar áleggi og ostakryddstangir n Fimm kippur af VIT HIT vítamín- drykkjum frá Arka n Gjafabréf á Sushi Samba að verðmæti 10.000 kr 1. Hvað er Margrét Lára Viðarsdóttir búin að spila marga A landsleiki? 2. Hvað taka mörg lið þátt í Símamótinu 2015? 3. Hverjir eru Evrópumeistarar í knattspyrnu kvenna U17? 4. Hver er þjálfari U19 kvennalands- liðsins í knattspyrnu? 5. Hver er fyrirliði bandaríska lands- liðsins í knattspyrnu kvenna sem nýlega tryggði sér heimsmeistara- titilinn í knattspyrnu? Dregið verður sunnudaginn 19. júlí klukkan 13. Hringt verður í vinningshafa og nöfn þeirra birt á heimasíðu Fréttatímans www.frettatiminn.is, á Facebook síðu Fréttatímans, og á heimasíðu Símamótsins www.simamotid.is. Nafn: Aldur: Félag: Sími: M yndir/Getty

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.