Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.07.2015, Qupperneq 66

Fréttatíminn - 17.07.2015, Qupperneq 66
Símamótið 2015 Helgin 17.-19. júlí 201514 Hagnýtar upplýsingar Sjúkravakt er á staðnum allan tímann, hún er vöktuð af foreldrum sem eru sjúkraþjálfarar, læknar og hjúkrunar- fræðingar. Sett verður saman teymi sem er stýrt af sjúkraþjálfara sem undirbýr vaktirnar og sér til þess að réttur útbúnaður sé á staðnum. Sjúkravakt er með símanúmerið 843- 9307 og hægt er að nálgast það aftan á öllum dómarakortum þannig að allir geti brugðist skjótt við ef eitthvað kemur upp á. Veitingar verða sérlega vandaðar eins og oft áður og verða seldar á fjórum stöðum. Vallarsjoppa verður í stúku, Fífunni og tvö sölutjöld verða við vallarsvæðin. Seldir verða hamborgarar frá klukkan 11:30-14:30 við stúkubyggingu. Ásamt þessu verður hægt að fá vöfflur, ís, samlokur, pylsur og sælgæti. Boozt-barinn verður í Fífunni en þar verða seldir ávextir og boozt ásamt öðru hollmeti. Liðsmyndatökur fara fram beint fyrir framan Vallarsjoppuna á Kópavogsvelli. Hægt er að hafa samband við eftirfar- andi aðila fyrir frekari upplýsingar: Mótsstjórn, sími 849-0782 Dómarastjóri, sími 849-0957 Tjaldsvæði, sími 849-0487 Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu kvenna lauk í byrjun þessa mánaðar í Kanada. Bandaríkin stóðu uppi sem sigurvegarar eftir magnaðan 5-2 sigur á Japan í úrslitaleiknum. Allar fremstu fótboltakonur heims sýndu glæsilega takta á mótinu, en hverjar stóðu upp úr? Hope Solo Markvörður Bandaríkin Fædd: 30. júlí 1981 Lið: Seattle Reign, Bandaríkjunum Hope Solo fékk Gullhanskann sem besti markvörður mótsins. Liðsfélagar hennar í landsliðinu hafa látið svo um mælt að ekkert veiti þeim meira öryggi í leikjum en að vita af Solo á marklínunni. Utan vallar hefur Solo hins vegar verið umdeild, en hún er með eldheitt skap og er gjörn á að koma sér í vandræði bæði með orðum og gjörðum. En inni á vellinum stendur hún sína plikt með heiðri og sóma. Heimild: Bestu fótboltakonurnar (Sögur útgáfa). Stjörnurnar á HM Carli Lloyd Miðjumaður Bandaríkin Fædd: 16. júlí 1982 Lið: Houston Dash, Bandaríkjunum Carli er fyrsta konan sem skorar þrennu í úrslitaleik HM en það gerði hún á 13 mínútna kafla. Hún var valin besti leikmaður mótsins og fékk Gullboltann fyrir vikið. Hún er jafn- framt fyrsta konan til að skora þrennu á heimsmeistara- móti. Marta Framherji Brasilía Fædd: 19. febrúar 1986 Lið: Rosengard, Svíþjóð. Marta Vieira da Silva hefur verið ein fremsta knattspyrnukona heims í mörg ár, þrátt fyrir að vera einungis 29 ára. Árið 2006 var hún í fyrsta sæti í kjöri um fótboltakonu ársins hjá FIFA og hélt þeim titli næstu fjögur ár á eftir. Brasilía féll hins vegar óvænt úr keppni á HM kvenna í sumar þegar liðið tapaði fyrir Ástralíu 0:1 í 16-liða úrslitum. Marta mun þó halda áfram að leiða brasilísku sóknina á stórmótum í fram- tíðinni, hún á nóg eftir. Ert þú fótboltasnillingur? Spurningaleikur Fréttatímans á Símamótinu 2015 Til þess að eiga möguleika á að vinna einn af fjölmörgum glæsilegum vinningum þarf að svara nokkrum spurningum og skila í kassa merktum Fréttatímanum sem eru staðsettir við Vallarsjoppu á Kópavogsvelli og við veitingasölu í Fífunni. Svörin við spurningunum má finna víðs vegar í Símamótsblaðinu. Vinningar: n Nýjustu fótboltaskórnir frá Adidas Topptýpan af Junior skónum. X, Ace eða Messi skór. Verðmæti 24.990 kr n Mitre fótbolti frá Jóa Útherja n Star Kick boltaæfingatæki frá Sportvörum n 6 eintök af nýjustu fótboltabókinni frá Sögum útgáfu - Bestu konurnar n 15 stk gjafabréf á Flatbökuna Bæjarlind - Flatbaka með tvenns konar áleggi og ostakryddstangir n Fimm kippur af VIT HIT vítamín- drykkjum frá Arka n Gjafabréf á Sushi Samba að verðmæti 10.000 kr 1. Hvað er Margrét Lára Viðarsdóttir búin að spila marga A landsleiki? 2. Hvað taka mörg lið þátt í Símamótinu 2015? 3. Hverjir eru Evrópumeistarar í knattspyrnu kvenna U17? 4. Hver er þjálfari U19 kvennalands- liðsins í knattspyrnu? 5. Hver er fyrirliði bandaríska lands- liðsins í knattspyrnu kvenna sem nýlega tryggði sér heimsmeistara- titilinn í knattspyrnu? Dregið verður sunnudaginn 19. júlí klukkan 13. Hringt verður í vinningshafa og nöfn þeirra birt á heimasíðu Fréttatímans www.frettatiminn.is, á Facebook síðu Fréttatímans, og á heimasíðu Símamótsins www.simamotid.is. Nafn: Aldur: Félag: Sími: M yndir/Getty
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.