Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.07.2015, Page 68

Fréttatíminn - 17.07.2015, Page 68
Símamótið 2015 Helgin 17.-19. júlí 201516 Hversu oft hefur þú tekið þátt á Símamótinu og með hvaða liði? Ég hef spilað 6 sinnum á Símamótinu með ÍBV. Við vorum með mjög sterkt lið á þeim tíma og unnum mótið í 3 skipti af þessum 6. Manstu eftir einhverju skemmtilegu atviki frá Símamótinu sem stendur upp úr? Ég man eitt mótið þegar að við töpuðum úr- slitaleik á móti Breiðabliki sem voru okkar helstu keppinautar á þeim tíma. Eftir að flautað var til leiksloka lágum við stelpurn- ar í mínu liði allar í grasinu hágrátandi og áttu foreldrar okkar í miklu basli við að róa okkur niður. Þetta var ansi lýsandi dæmi um keppnisskapið sem við höfðum og tel ég þetta keppnisskap vera eitt af því sem var valdur þess að við náðum oft góðum árangri á Síma- mótinu. Hvernig er að spila með sama félagsliði og systir þín? Frá því að ég var smástelpa var alltaf draum- urinn að fá að spila í sama liði og stóra systir. Að fá svo að upplifa drauminn um atvinnu- mennsku með henni er ennþá betra. Mar- grét býr yfir mikilli reynslu og hefur hún kennt mér mjög margt á þessu tæpa ári sem við höfum spilað saman hjá Kristianstad. Ég tel að við setjum jákvæða pressu á hvor aðra og fáum hvor aðra til þess að vilja gera ennþá betur, við erum báðar miklar keppnismann- eskjur og það gefur manni alltaf smá auka orku að vilja ekki tapa á móti systur sinni á æfingum. Vonandi getum við haldið áfram að skapa saman góðar minningar úr fótboltanum bæði með félags- og landsliði því það er ekki sjálfgefið að fá að gera það sem maður elskar að gera og hafa góðan stuðning frá systur sinni sem veit um hvað þetta snýst. Hafið þið spilað saman marga landsleiki? Við höfum spilað allt of fáa landsleiki sam- an, vonandi getum við bætt úr því í komandi framtíð. Hvaða ráð getur þú gefið ungum, upprennandi knattspyrnustelpum sem eru að keppa á Síma- mótinu? Að vera duglegar að æfa, leggja sig alltaf 100% fram, hafa hugarfarið í lagi og hlusta á þjálfar- ana ykkar. Það mun skila ykkur á þann stað sem þið ætlið ykkur. Njótið þess að spila á Símamótinu vegna þess að þið eruð að búa til minningar sem munu lifa að eilífu. Forréttindi að fá að spila með systur sinni Systurnar Margrét Lára og Elísa Viðarsdætur spila báðar með Kristianstad í Svíþjóð, og auk þess spila þær saman með íslenska landsliðinu. Þær segja að með því að æfa saman daglega setji þær jákvæða pressu á hvor aðra og fá hvatningu til að gera ennþá betur. Þær hafa báðar tekið þátt á fjölmörgum Símamótum í gegnum tíðina og ráðleggja núverandi keppendum að njóta mótsins því þar verða til minningar sem lifa að eilífu. Margrét Lára Viðarsdóttir Félagslið: Kristianstad Fjöldi landsleikja: 98 Mörk: 71 Númer treyju: 9 Staða á vellinum: Sóknarmaður Opið virka daga frá 10:00 - 18:00 Laugardaga frá 11:00 - 14:00 Knattspyrnuverslun Ármúla 36 108 Reykjavík Hversu oft hefur þú tekið þátt á Símamótinu og með hvaða liði? Ég er Vestmannaeyingur og þess vegna spilaði ég með ÍBV. Ég hef ekki töluna á því hversu oft ég tók þátt á Símamótinu sem leik- maður en það var ansi oft. Frá 7. flokki upp í 3. flokk kom ég á hverju ári á Gull og silfur mót- ið eins og það hét einu sinni. Þannig að þetta hafa verið kannski 7-8 mót sem ég tók þátt í. Manstu eftir einhverju skemmtilegu atviki frá Símamótinu sem stendur upp úr? Ég á mjög margar skemmtilegar minningar af Símamótinu. Við ÍBV stelpurnar vorum mjög sigursælt lið upp alla yngri flokkana. Við töpuðum nánast ekki leik og unnum flest mót sem við tókum þátt í þannig að fyrir mér eru það þær minningar sem standa upp úr. Hvernig er að spila með sama félagsliði og systir þín? Það er mjög gaman. Við spiluðum aldrei sam- an í ÍBV þar sem að ég er 5 árum eldri og fór ung í atvinnumennsku. Hins vegar höfum við verið lánsamar að fá að spila saman nú í ár með Kristianstad og auðvitað landsliðinu. Þetta eru forréttindi og ég er afar stolt af litlu systur minni. Hafið þið spilað saman marga landsleiki? Nei því miður alltof fáa en þó eigum við nokkra. Ég missti út 2014 vegna barneigna og það var árið sem Elísa stimplaði sig inn í landsliðið. Ef við höldum áfram að standa okkur vel þá er framtíðin björt og við eigum eftir að spila fleiri leiki saman í bláa búningn- um. Hvaða ráð getur þú gefið ungum, upprennandi knattspyrnustelpum sem eru að keppa á Síma- mótinu? Fyrst og fremst að njóta þess að spila fótbolta því þessi tími kemur ekki aftur. Leyfa sér að láta sig dreyma um stóra hluti í framtíðinni og setja sér markmið til að ná þeim draum- um. Maður getur allt ef maður er tilbúinn að leggja mikið á sig og lifa heilbrigðu lífi. Gangi ykkur vel og við sjáumst á vellinum. Áfram Ísland! Elísa Viðarsdóttir Félagslið: Kristianstad Fjöldi landsleikja: 20 Mörk: 0 Númer treyju: 7 Staða á vellinum: Varnarmaður Margrét Lára og Elísa eftir 1-1 jafntefli gegn Noregi á EM 2013. Með þeim á myndinni eru bróðursynir þeirra, Viðar Elí, Daníel og Óskar Bjarnasynir.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.