Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.06.2015, Qupperneq 12

Fréttatíminn - 26.06.2015, Qupperneq 12
F Fagnaðarefni er að samningar náðust í erfiðri kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins áður en til kasta gerðardóms kom, eins og orðið hefði um mánaðamót samkvæmt ákvæðum laga sem sett voru á verkfall stéttarinnar. Samninganefnd Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga komst að þeirri niðurstöðu að gerð- ardómur kæmist aldrei að betri niðurstöðu en væri í samningnum, að gefnum þeim for- sendum sem voru í lögunum. Jafnframt var haft eftir formanni samninga- nefndar ríkisins, að samning- urinn væri í heildina innan þess kostnaðarramma sem nefnd- inni var settur. Samningurinn við hjúkr- unarfræðinga gildir til ársins 2019 og kemur í kjölfar samn- inga við lækna frá liðnum vetri. Þessar kjaradeilur reyndu mjög á heilbrigðiskerfið, sem var við- kvæmt fyrir vegna þess niður- skurðar sem grípa varð til í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008. Að því gefnu að hjúkrunarfræðingar samþykki gerð- an samning má binda við það vonir að tími gefist til að styrkja innviði heilbrigðiskerfis- ins. Framlög til rekstrar og stofnkostnaðar heilbrigðisstofnana hafa verið aukin og áfram verður væntanlega haldið á þeirri braut. Sam- staða er um það meðal þjóðarinnar að búa vel að starfsmönnum heilbrigðiskerfisins hvað að- stöðu og endurnýjun tækja varðar. Þá verður hinn nýgerði samningur vonandi til þess að þeir hjúkrunarfræðingar sem sagt hafa upp störfum sjái sér hag í því að endurskoða þá ákvörðun. Enn er ósamið við aðildarfélög BHM, meðal annars heilbrigðisstéttir innan vébanda banda- lagsins. Verkfall þessara stétta hafði staðið á þriðja mánuð þegar það var stöðvað með laga- setningu. Mikil stífni virðist vera í deilunni. Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM, sagði að loknum árangurslausum fundi með samninganefnd ríkisins á þriðjudag að samstaða væri um það innan bandalagsins að kvika ekki frá þeirri kröfu að menntun skuli metin til launa. Samningaleiðin með ríkinu verði ekki farin miðað við núverandi stöðu og á þeim forsendum sem ríkið setji fram. „Það á þó aldrei að segja aldrei,“ bætti Páll við. Samn- inganefnd BHM og ríkisins hafa enn tíma og það sást á hröðum gangi hjá samninganefnd- um hjúkrunarfræðinga og ríkisins á þriðjudag- inn að sá dagur dugði til að ná niðurstöðu. Að frágengnum samningum við stærstu verka- lýðsfélögin á almennum vinnumarkaði og nú við hjúkrunarfræðinga liggja meginlínur fyrir. Þessar erfiðu kjaradeilur hafa sýnt fram á, eins og áður hefur verið getið á þessum vettvangi, að fyrirkomulag kjarasamninga á opinbera markaðnum hefur gengið sér til húðar. Kerfið er þungt í vöfum og erfiðara að bregðast við en á almenna markaðnum. Mikil- vægt er því að breyta lögum og straumlínu- laga kerfið. Bent hefur verið á að þann galla að opinber stéttarfélög hafa ekki rétt til að fresta verkföllum. Í nýafstaðinni samningagerð á al- menna markaðnum gerðist það oftar en einu sinni að verkalýðsfélögin frestuðu boðuðum aðgerðum sínum þegar gangur var kominn í samningagerðina. Til slíkra viðbragða geta opinberu félögin ekki gripið. Sama gildir um möguleika ríkissáttasemjara til að grípa inn í en Magnús Pétursson, fyrrverandi ríkis- sáttasemjari, hefur bent á að á öllum Norður- löndunum nema Íslandi hafi ríkissáttasemjari heimild til að fresta boðuðum verkföllum í allt að fimm vikur. Önnur atriði hljóta að koma til skoðunar. Viðskiptaráð greindi til dæmis frá niðurstöð- um þróunarverkefnisins Virkur vinnustaður fyrr í þessum mánuði en þær sýndu að veikindi væru tvöfalt algengari hjá hinu opinbera en á almennum vinnumarkaði. Þessi mismunur veldur, að sögn ráðsins, um 11 milljarða árleg- um aukakostnaði fyrir hið opinbera. Veikinda- réttur er mun ríflegri hjá hinu opinbera en á almennum vinnumarkaði. Viðskiptaráð sagði það undirstrika mikilvægi þess að meta einnig starfsréttindi eins og veikindarétt þegar launa- kjör á opinberum og almennum vinnumarkaði væru borin saman. Ráðið sagði enn fremur að kjaraviðræðurnar við BHM sköpuðu tækifæri til að samræma starfsréttindi á almennum og opinberum vinnumarkaði: „Með afnámi um- framréttinda opinberra starfsmanna væri unnt að auka svigrúm til hækkunar grunnlauna opinberra starfsmanna líkt og forsvarsmenn bandalagsins hafa barist fyrir.“ Meginlínur liggja fyrir Enn er tími fyrir BHM og ríkið Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is LóABORATORíUM LóA hjáLMTýsdóTTiR Skeifunni 17, 108 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Fréttastjóri: Hösk- uldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Auglýsingastjóri og stjórnarformaður: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. KOSTA RÍKA NÁTTÚRUPARADÍS SEM Á EKKI SINN LÍKA 5. - 19. SEPTEMBER Verð kr. 565.940.- Innifalið í verði: Flug, skattar, hotel, allar ferðir, islenskur fararstjóri og aðgangur þar sem við á Ferðaskrifstofan hefur nú hannað í samvinnu við heimamenn sérstaka ferð sem saman-stendur af upplifun af náttúru landsins og dýralífi þess. Auk þess munum við kynnast fólkinu sjálfu sem landið byggir. Ferðin er ætluð brosandi og lifandi fólki sem vill upplifa ævintýri í ótrúlegu umhverfi niðurhal einfalt ótakmarkað 6.990 ljósleiðari ljósnet vortex.is 525 2400 12 viðhorf Helgin 26.-28. júní 2015
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.