Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.06.2015, Page 24

Fréttatíminn - 26.06.2015, Page 24
ið vinskap eftir að storminn lægði. Mér finnst alltaf sorglegt þegar fólk hefur jafnvel búið saman í mörg ár, er bestu vinir en síðan kemur eitt- hvað upp á í sambandinu sem verð- ur til þess að upp úr öllu slitnar. Öll orkan sem fór í að byggja upp vin- skap er þá farin í ruslið. Ég er þakk- lát fyrir hvað ég á mikið af góðum vinum, konum og körlum.“ Hún er í stuttermabol, appelsínu- gulum að lit sem hún segir að sé uppáhalds liturinn sinn. Á bolnum er mynd af manni að henda Íslandi í ruslafötu og segir Sonja þessa mynd vera í anda sinna verka þó hún hafi aldrei verið mjög pólitísk. Á berum handleggjunum sé ég fjöldann all- an af örum sem ég spyr hana út í. „Þetta er eftir sjálfsskaða. Ég er með heilmikið af örum eftir það sem ég kalla „stríð lífsins“. Þau minna mig á erfiða tíma en síðan er margt annað sem minnir mig á góðu tímana,“ seg- ir Sonja. Hún hætti að drekka fyrir 19 árum og segir það hafa verið eitt mesta gæfuspor lífs síns. „Ég var komin mjög langt í minni drykkju og orðin veik bæði andlega og líkam- lega. Ég gerði mér ekki grein fyrir að ég væri alkóhólisti og leitaði upp á geðdeild þar sem ég hitti hjúkr- unarfræðing sem sá strax að ég var alkóhólisti og kom mér í meðferð. Það tók mig smá tíma að átta mig á þessu en það var mikill léttir að finna þessa skýringu á hegðun minni. Ég var líka svo lánsöm að verða edrú eftir eina meðferð og ekki allir sem eru jafn heppnir.“ Gerðu ráð fyrir að ég vildi lifa Sonja segist geta litið sátt yfir far- inn veg og að hún sé ekki hrædd við að deyja. „Nei, ég er ekki hrædd. Ég varð samt fyrir mjög sérstakri reynslu eftir að ég fékk að vita að ég væri með ólæknandi krabbamein. Það gerðu nefnilega allir ráð fyrir að ég vildi lifa. Krabbameinið var upphaflega í ristli en hafði dreift sér um lífhimnuna sem er það sem um- lykur öll líffærin. Ég var strax sett í skurðaðgerð en enginn hafði sest niður hjá mér og spurt mig hvort ég vildi fara í skurðaðgerð. Ég skrifaði undir einhverja pappíra en ég man ekkert hvað stóð á þeim. Þegar kom að lyfjameðferðinni gerðu líka allir ráð fyrir að ég vildi lifa. Mér fannst það mjög erfitt því ég hef átt erfiða Prófaðu þetta heyrnartæki í 7 daga Bókaðu tíma í fría heyrnar mælingu Sími 568 6880 www.heyrnartaekni.is Heyrnarskerðing er þreytandi! Heyrnartækni | Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Landsbyggðaþjónusta | Sími 568 6880 Ofurnett - ósýnileg í eyra eða falin á bak við eyra Alta2 heyrnartækin frá Oticon búa yfir einstakri tækni sem kallast BrainHearing™. Þessi tækni hjálpar heilanum að vinna betur úr hljóði þannig að þú upplifir það eins eðlilega og hægt er. Með Alta2 heyrnartækjunum verður auðveldara fyrir þig að heyra og skilja, hvort heldur sem um lágvært samtal er að ræða eða samræður í krefjandi aðstæðum. kafla í lífi mínu þar sem ég hef hugsað með mér að það sé miklu betra að vera dauð. Það er ekki sjálf- gefið að vilja lifa. Þarna var ég komin á þann stað að geta ákveðið hvort ég vildi deyja, hér og nú, eða ekki. Þetta var stór ákvörðun fyrir mig. Þarna hafði ég tækifæri til að deyja án þess að ég og fjölskyldan mín yrði fyrir þeirri fordæmingu í samfélaginu sem er oft fylgifiskur sjálfsvígs. Það eru engir for- dómar sem fylgja því að deyja úr krabbameini, hvort sem það er vegna þess að fólk hafnar með- ferð eða ekki. Ég stóð frammi fyrir því að geta dáið án þess að fjölskyldan mín yrði fyrir þessum for- dómum og ég þurfti virkilega að hugsa mig um.“ Sonja segist ekki trúa á „hann Guð“ heldur á æðri mátt og ákvað að ræða við séra Vigfús Bjarna Al- bertsson sjúkrahúsprest um stöðuna. „Það kom í ljós að við höfðum sést áður í sjósundi. Ég er mikil sjó- sundkona og við Vigfús ákváðum að ég myndi takast á við þetta eins og þegar maður fer fyrst í sjósund. Ég ákvað að gefa lyfjameðferðinni sjens. Ég myndi taka einn dag í einu, eitt skref í einu út í sjóinn, og finna hvort þetta sé það sem ég vil og hvort ég vil gera þetta aftur. Ég ákvað að fara 8 sinnum í lyfjameðferð á 4ra vikna fresti en ég gæti bakkað út hvenær sem er. Mér fannst erfitt að vera ekki spurð hvort ég vildi lifa en þarna loks fékk ég stjórnina aftur.“ Hefur lært að þiggja aðstoð Sonja lauk þessum 8 meðferðum og er nú komin með svokallaðan lyfjabrunn í brjóstkassanum sem lyfjum er dælt í. „Þar sem hin lyfin fóru svo illa í mig fæ ég nú önnur lyf.“ Nokkrir mánuðir eru síðan læknar sögðu Sonju að hún ætti líklega um sex mánuði eftir ólifaða. „Nema þessi nýju lyf komi mjög sterkt inn held ég að ég eigi ekki mikið eftir. Mér finnst allt vera að gerast mjög hratt,“ segir hún en sífellt ný æxli greinast í hvert sinn sem hún fer í myndatöku. „Ég er ekki mikið að hugsa um tímann sem ég á eftir en ég veit að hann er ekki langur.“ Frá upphafi hefur hún fengið heimahlynningu þegar hún óskar þess, minnst vikulega, og segir hún mikinn mun á því að glíma við andlega eða líkamlega sjúkdóma hvað þetta varðar. „Mig langar bara að það komi fram því ég hef líka átt við geð- ræn veikindi að stríða hvað það myndi skipta miklu ef maður fengi jafn góðan stuðning þegar maður er upp á sitt versta andlega. Ég veit að það myndi breyta miklu fyrir marga,“ segir hún en Sonja er þakklát fyrir fleira: „Ég er þakklát fyrir að hafa fengið ólæknandi krabbamein. Ég hef ekki lært jafn mikið á ævinni en síðan ég greindist. Ég hef aldrei upplifað jafn mikinn kærlega, ég hef lært að biðja fólk um aðstoð og ég hef lært að þiggja að- stoð. Ég er frekar kaldhæðin að upplagi en ég hef sannarlega öðlast nýja sýn. Ég hef upplifað að fólk nánast bíður í röðum til að geta gefið kærleika og ég gef allan minn kærleik til baka.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Þarna hafði ég tækifæri til að deyja án þess að ég og fjöl- skyldan mín yrði fyrir þeirri for- dæmingu í samfélaginu sem er oft fylgifiskur sjálfsvígs. 24 viðtal Helgin 26.-28. júní 2015

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.