Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.06.2015, Síða 38

Fréttatíminn - 26.06.2015, Síða 38
38 heilsutíminn Helgin 26.-28. júní 2015 Mangóþeytingur M angó er ættað frá Ind-landi eða Malasíu og hefur verið ræktað þar í árþúsundir. Mangó er ríkt af C-vít- amíni sem er þýðingarmikið fyrir ónæmiskerfi líkamans og verndar hann gegn ýmsum veirum og bakt- eríum. Mangó er tilvalið í alls kon- ar þeytinga og það er einstaklega gott að blanda saman mangó og goji berjum, en talið er að goji ber gefi mikla orku og dragi úr þreytuein- kennum. Hér má finna uppskrift að einum dásamlega mjúkum og mein- hollum þeytingi: Uppskrift: Handfylli af mangó, frosnu eða fersku 1 dl kókos eða mangó jógúrt (einnig hægt að nota kókosvatn ef þú vilt forðast mjólkurvörur) Hálfur banani 2 dl goji safi 1 msk goji ber 1 msk kókosflögur (má sleppa) Engifer eftir smekk Aðferð: Allt sett saman í blandara eða hrært saman með töfra- sprota. Þverfaglegt teymi hjólaði hringinn WOW Cyclothon hófst síðastliðinn þriðjudag og hafa yfir 1000 hjólreiðamenn nú lokið við að hjóla hringinn í kringum Ísland með boðsveitarformi. Sjö einstaklingar stefndu á að hjóla hringinn einir síns liðs og tókst fimm að ljúka keppni. Fréttatíminn fylgdist með einu 10 manna liði allan hringinn. L iðið nefnist Landspítala-teymið og er skipað starfs-mönnum frá einum stærsta og fjölmennasta vinnustað landsins. Hjólreiðamennirnir eru á aldrinum 19-55 ára og koma frá hinum ýmsu starfsstöðum og starfsstéttum spít- alans, allt frá garðsláttumanni til hjartaskurðlæknis. Ásdís Guðjóns- dóttir sjúkraþjálfari starfar við end- urhæfingu aldraðra á Landakots- spítala og fékk þá hugmynd þegar hún fylgdist með keppninni í fyrra að gaman væri að mynda lið með fjölbreyttum hópi starfsfólks spítal- ans. Í fyrra var hjólað til styrktar tækjakaupum fyrir bæklunarskurð- deild Landspítalans og í ár er hjólað til styrktar uppbyggingar batamið- stöðvar á geðsviði Landspítalans á Kleppi. „Mér fannst því viðeigandi að setja saman lið sem tengdist spít- alanum, enda nóg af hjólreiðafólki sem starfar þar,“ segir Ásdís. Vaktavinnan kom í veg fyrir sameiginlegar æfingar „Ég fór af stað og náði í lykilmann- eskjur sem þekkja vel til og svo fjölg- aði bara stanslaust í hópnum. Hópur- inn er fjölbreyttur sem gerir það þó að verkum að það hefur kannski ekki gengið alveg nógu vel að æfa öll sam- an. Vaktavinnan spilar þar inn í, auk þess sem einn meðlimur starfar er- lendis,“ segir Ásdís. Hver liðsmaður hefur sína sérþekkingu, sumir hafa reynslu af björgunarsveitastörfum, aðrir hafa keppt í hjólreiðum, einn meðlimur hefur keppt í þríþraut og sjálf undirbjó Ásdís sig með því að bregða sér á æfingar með slökkvi- liðsmönnum. „Við eigum það að minnsta kosti sameiginlegt að hafa brennandi áhuga á hjólreiðum og nú er stefnan tekin á að virkja áhug- ann í þágu góðs málefnis og hjóla til styrktar batamiðstöðvar Landspítal- ans,“ segir Ásdís. Þegar blaðamaður hafði samband rétt áður en lagt var í hann var hópurinn nýbúinn að upp- götva að einungis fjórir meðlimir teymisins væru með tilskilin leyfi til að aka bílunum tveimur sem fylgja liðinu. „Það kom í ljós að það mega ekki allir keyra svona stóran bíl,“ segir Ásdís og hlær. Það mun hins vegar ekki koma að sök. „Við erum með verkfræðing á okkar snærum sem sér um alla skipulagninu og leiðarlýsingu.“ Verður gott að komast í sturtu Blaðamaður heyrði aftur í Ásdísi þegar stutt var eftir og teymið farið að nálgast Hvolsvöll. „Þetta er búið að ganga alveg rosalega vel, við erum búin að fá frábært veður og landið hefur skartað sínu fegursta.“ Aðspurð um hvað hafi komið mest á óvart segir Ásdís að keppnin hafi gengið mun hraðar fyrir sig en þau bjuggust við. „Við áætluðum að ljúka keppni um kvöldmat á fimmtu- dag en við verðum líklega komin í mark upp úr hádegi.“ Ásdís segir að gleðin sé allsráðandi í hópnum þrátt fyrir svefnleysi. „Við höfum tekið mjög stutta dúra svo sumir eru orðnir svolítið „tense“ en glaðir samt sem áður. Mesta tilhlökkun- arefnið eftir að keppni lýkur er þó óneitanlega að komast í sturtu.“ Áheitasöfnunin hefur gengið vel og enn er hægt að leggja málefn- inu lið. „Við erum í kringum tíunda sætið núna og við hvetjum fólk til að styðja okkur og verkefnið áfram,“ segir Ásdís. Hægt verður að heita á liðin í einhvern tíma eftir að keppni lýkur. Heita má á Landspítalateym- ið, sem og önnur lið, á heimasíðu keppninnar: www.wowcyclothon.is Erla María Markúsdóttir erlamaria@frettatiminn.is Landspítalateymið við Landspítalann í Fossvogi, áður en haldið var af stað hringinn í kringum landið, alls 1358 kílómetra. Liðið er skipað læknum, sjúkraþjálfara, rafeindavirkja, verkefnastjóra, garðyrkjumanni, hjúkrunarfræðingi og ljósmóður, svo um er að ræða þverfaglegt teymi. Mynd/Hari. Rauðrófusafi sem eykur orku og úthald á náttúrulegan hátt! Beet-it fæst í helstu matvöruverslunum og heilsubúðum Göngugreining Pantaðu tíma í síma 5173900 Orkhúsinu / Suðurlandsbraut 34 / 517 3900 Vandamál sem göngugreining Flexor getur hjálpað til við að leysa eru til dæmis: • þreytuverkir og pirringur í fótum • verkir í hnjám • sársauki eða eymsli í hælum (hælspori, „plantar fasciitis“ o.fl.) • beinhimnubólga • óþægindi eða verkir í baki og/eða mjöðmum • verkir í tábergi og/eða iljum • hásinavandamál • óþægindi í ökklum • þreytu- og álagsverkir hjá börnum og unglingum Njótum sólarinnar áhyggjulaus með Piz Buin. PIZ BUIN Allergy n Ertu með viðkvæma húð eða ert viðkvæm/ur fyrir sól – engar áhyggjur með PIZ BUIN n Góð vörn fyrir fólk með ljósa húð sem viðkvæm er fyrir sól. n Styrkir náttúrulega vörn húðar. n Veitir vörn fyrir ofnæmisvið- brögðum. n Ofnæmisprófaðar.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.