Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.06.2015, Qupperneq 42

Fréttatíminn - 26.06.2015, Qupperneq 42
42 heilsutíminn Helgin 26.-28. júní 2015 Í Rekstrarlandi aðstoða sérfræðingar okkar við rétt val á hjálparvörum við þvagleka en ávallt er um einstaklingsbundnar lausnir að ræða. Eitt mesta úrval af hjálparvörum sem í boði er við þvagleka er frá hinum vandaða danska framleiðanda Abena. Vörurnar fást í öllum stærðum og gerðum og búa yfir rakadrægni sem hæfir hverju tilfelli fyrir sig þannig að auðvelt er að finna lausn sem hentar hverjum og einum. Abena vörurnar eru flestar umhverfisvænar og framleiddar með það að markmiði að auka á þægindi notenda. Þær eru mjúkar viðkomu, þægilegar og umfram allt lítt áberandi. Skírteinishafar geta nú leitað beint til Rekstrarlands til þess að fá slíkar vörur afgreiddar auk þess sem við sjáum um að koma vörunum heim til notenda án aukakostnaðar. Mörkinni 4 | 108 Reykjavík | Sími 515 1100www.rekstrarland.is Upplýsingar fást í síma 515 1100 eða á heilbrigdi@rekstrarland.is. REKSTRARLAND býður upp á hágæðavörur við þvagleka sem samþykktar eru af Sjúkratryggingum Íslands Þetta er mikil áskorun en ég vil hvetja kuldaskræfur, vatnshrædda, þaraklígjugjarna, fólk sem er hrætt við lífið í sjónum, fólk með stoðkerfis- vandamál og fólk sem glímir við þunglyndi og allskonar kvilla, að gefa sjósundi séns. Í sjósundi leysast einhver gleði-hormón úr læðingi,“ segir Anna Ingólfsdóttir, sjósundsgarpur með meiru. Anna er ein þeirra fjöl- mörgu sundgarpa sem hittast reglu- lega í Nauthólsvík til að leyfa sjónum að styrkja bæði líkama og sál. „Kerfin í líkamanum fara alveg á fullt við að reyna að bjarga honum úr kuldanum og mynda endorfín sem fylla mann gleði sem læðist út í vitundina í heita pottinum eftir sundið. Maður verður algjörlega glaðvakandi og þessi líðan endist manni alveg út daginn.“ Vandamálin hverfa í sjónum Anna segist oft mæta því að fólk sé hrætt við sjóinn en það sé óþarfi. Kuldinn taki orku en sjórinn gefi miklu meira til baka. „Fólki finnst þetta svo yfirþyrmandi hugsun því hún nær svo langt út fyrir radíusinn. Og maður er auðvitað ótrúlega lítill þegar maður byrjar að fara í sjóinn. En þetta er alveg svo sterk náttúru- upplifun sem fyllir mann af undrum lífsins. Þetta er tenging við sjóinn, jörðina, fuglana, vindana og sólina. Mér finnst aldrei betra að fara í sjó- sund en þegar einhver lífsverkefni eru að trufla mig. Það er ekki hægt að taka vandamálin með sér út í sjó. Maður fer algjörlega inn í núið.“ „Á meðal okkar sem stundum þetta eru til ótrúlegar sögur af bót sem fólk fær á heilsunni með því að stunda sjósund. Það er til dæmis hægt að halda niðri verkjum vegna stoðfkerfisvandamála og gigtar, með því að stunda sjósund. Konur með gigt segjast ekki þurfa að taka lyf á meðan þær komi reglulega í sjóinn. Þetta hefur auk þess mikil áhrif á ónæmiskerfið og alla öndun því öndunarvegurinn opnast algjör- lega þegar maður er komin út í.“ Hvetur fólk með kvilla til að prófa Anna segir enn einn kostinn við sjó- sundið sem heilsubót vera þann að það sé ekki nauðsynlegt að kaupa neinar græjur. „Það þarf ekkert nema viljann til að byrja. Það er tvennt sem byrjendur mega hafa í huga og það er að koma mettur og ekki að láta mana sig út í neitt. Þetta er mikil áskorun en ég vil  Heilsa sterk náttúruleg upplifun Sjósundið fyllir mann gleði Sjósunds- og sjóbaðsfélag Reykjavíkur hittist vikulega í Naut- hólsvík og lætur gleðihormón leysast úr læðingi í heitum pottum eftir kaldan sjóinn. Sundgarparnir segja sjóinn skola burt jafnt líkamlegum sem andlegum kvillum. Áskorunin og sterk náttúruupplifunin fylli mann gleði sem endist út daginn. hvetja kuldaskræfur, vatnshrædda, þaraklígjugjarna, fólk sem er hrætt við lífið í sjónum, fólk með stoð- kerfisvandamál og fólk sem glímir við þunglyndi og allskonar kvilla, að gefa sjósundi séns. Það er alltaf gott veður í Nauthólsvík og ef það er einhver þarna úti sem er hræddur við að byrja eða er einn og langar að prófa, þá er um að gera að hafa bara samband við okkur í félaginu og við leiðum fólk út í.“ Syndir fjórum til fimm sinnum í viku Ragnheiður Valgarðsdóttir, for- maður Sjósunds- og sjóbaðsfélags Reykjavíkur segir hvern sem er sem er geta stundað sjósund. Meðlimir félagsins eru um 200 og rúmlega helmingurinn eru konur. „Við hitt- umst að minnsta kosti einu sinni í viku, en innan félagsins eru minni hópar sem hittast misoft. Sjálf fer ég þrisvar í viku í sjóinn yfir vet- urinn en fjórum til fimm sinnum í viku yfir sumarið,“ segir Ragnheið- ur. „Stundum syndum við langar vegalengdir en stundum hittumst við bara til að baða okkur og hafa það gaman saman. Við erum reglu- lega með nýliðakynningu en áhuga- samir geta haft samband við okkur eða skoðað heimsíðuna; sjosund.is“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Matcha orkuboltar M atcha er japanskt grænt te í púðurformi sem er margfalt orkuríkara en hefðbundið grænt te. Það er stút- fullt af andoxunarefnum en virku efnin í þeim eru flavoníð sem ver frumur líkamans og vinnur gegn öldrun og catechin sem talið er hefta útbreiðslu krabbameins- fruma, lækka blóðþrýsting, halda blóðsykurmagni stöðugu og draga úr líkum á blóðtappa. Matcha te- duftið þarf ekki eingöngu að drekka, það er einnig tilvalið í bakstur. Hér má finna uppskrift af dásamlega orkuríkum matcha boltum. Uppskrift: 1/2 bolli döðlur (steinlausar) 1/2 bolli möndlusmjör eða hakk- aðar möndlur 2 ½ msk kakó 1 msk hunang eða hlynsýróp 1 tsk lífrænt vanilluduft Salt á hnífsoddi 1 msk kakónibbur Matcha te-duft til að velta upp úr Kókosflögur til að velta upp úr Aðferð: Takið öll innihaldsefni nema Matcha teduftið og blandið vel í mat- vinnsluvél eða með töfrasprota. Þegar deigið er orðið mjúkt skal móta 12 litlar kúlur og strá svo Matcha te-duftinu og kókosflög- unum yfir til skiptis. Frystið að lágmarki í 30 mínútur. Svo er bara spurning hversu lengi þær endast í frystinum? Ragnheiður Valgarðsdóttir og Anna Ingólfsdóttir ásamt félögum sínum úr Sjósunds- og sjóbaðsfélagi Reykjavíkur. Hópurinn hittist að minnsta kosti vikulega í Nauthólsvík. Mynd/Hari
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.