Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.06.2015, Side 56

Fréttatíminn - 26.06.2015, Side 56
Auðvitað er maður voða stoltur af syninum Fley tríó fær góðan liðsauka á tónleikum þess á Jómfrúnni á laugardag þegar Högni Egilsson stígur á stokk og syngur klass- ískar djassperlur. Högni er sonur Egils B. Hreinssonar píanó- leikara sem segir samstarfið við soninn vera frábært. Spáð er góðu veðri á laugardag. V ið vorum með svipaða tón-leika á Jómfrúnni í fyrra en þá var Jóel Pálsson líka með okkur. Hann átti ekki heimangengt núna. Við feðgar höfum oft og mörg- um sinnum fengist við ýmislegt saman í heimahúsum en við höfum ekki troðið mikið upp á opinberum vettvangi fyrir utan tónleikana í fyrra. Það getur vel verið að við gerum meira af því í framtíðinni, ég vonast til þess enda samstarfið frábært,“ segir Egill B. Hreinsson píanóleikari. Egill treður upp á sumartónleik- um á Jómfrúnni á laugardag með tríói sínu, Fley. Auk hans skipa tríó- ið Gunnar Hrafnsson sem leikur á kontrabassa og Kjartan Guðnason trommari. Sérstakur gestur á tón- leikunum verður sonur Egils, hinn kunni tónlistarmaður Högni Egils- son úr hljómsveitunum Hjaltalín og GusGus. Fley tríó er fimm ára gamalt og hefur spilað nokkrum sinnum í Reykjavík, að sögn Egils. „Tríóið varð til þegar okkur bauðst að spila á bandarískum skemmtiferðaskip- um og dregur nafn sitt af því,“ segir hann. Tríóið mun leika íslensk lög sem færð hafa verið í djassbúning en síðan mun Högni syngja klassískar  TónlisT Fley Tríó og Högni egilsson á JómFrúnni á laugardag Feðgarnir Egill B. Hreinsson og Högni Egilsson troða saman upp á djasstónleikum á Jómfrúnni á laugardag. Egill er píanóleikari í Fley tríói og Högni verður gestur á tónleikunum. Mun hann meðal annars syngja lög eftir Duke Elling- ton og fleiri meistara. Ljósmynd/ Hari djassperlur. „Þetta eru hefðbund- in viðfangsefni djassleikara, þessi klassísku lög og eitthvað til viðbót- ar því. Högni mun syngja eitthvað af þessum sígrænu perlum úr djass- bókmenntunum, Duke Ellington og slíka meistara,“ segir Egill. Tónleikarnir fara fram utandyra á Jómfrúartorginu á laugardag. Þeir hefjast klukkan 15 og standa til klukkan 17. Aðgangur er ókeypis. Egill kveðst hlakka mikið til tón- leikanna. „Ég hef oft spilað á Jóm- frúnni og það er alltaf skemmtilegt. Svo skemmir ekki fyrir að það er spáð góðu veðri. Ég er þakklátur fyrir að fá að vinna með þessum frá- bæru tónlistarmönnum. Bæði þeim Gunnari og Kjartani í hljómsveit- inni en ekki síður Högna. Maður er voða stoltur af syninum og ánægður hvað hann hefur staðið sig vel.“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is Hannesarholt nú opið virka daga frá 8 - 17 og 11-17 um helgar. Tilvalið að hittast í morgunmat eða í vinsæla helgarbrönsinum.  BókmennTir BókaBæirnir ausTanFJalls Fornbækur boðnar upp í Hveragerði Bókauppboð á fornbókum fer fram í Austurmörk 23 í Hveragerði, húsi leikfélagsins, á morgun, laugar- daginn 27. júní, klukkan 14. Til- efnið er opnun bókamarkaðarins Bókabæirnir austanfjalls íHvera- gerði, sem opinn verður í sumar. Anna Birna Þráinsdóttir, Sunn- lendingur með meiru, stjórnar uppboðinu með sínum einstaka hætti, að því er fram kemur í til- kynningu. Ýmsir kjörgripir verða á uppboð- inu, meðal annars þessir: Harm- saga ævi minnar eftir Birkiland, Norsk lög Hrappseyjarprents frá 1779, Færeyingasaga frá 1832, Saga Ólafs Tryggvasonar frá 1892, Grallari frá 1739, Orðskviðasafn Guðmundar á Staðastað frá 1809, Hauksbók frá 1892, Íslenskir sjávarhættir, Árituð Hvalasaga Jóhannesar Kjarvals, Björn og Sveinn eftir Megas, Enemond eftir Dunganon, Kortasaga Íslands og margt fleira. Heildarlisti yf ir bækur sem boðnir verða upp verður birtur á heimasíðu Bókabæjanna austan- fjalls bokabaeir.is Markaðurinn verður opnaður í dag, föstudag, klukkan 12 og verð- ur opinn til 18. Bókamarkaðurinn verður opinn allar helgar í sumar frá klukkan 12-18 föstudaga, laug- ardaga og sunnudaga. Honum lýk- ur svo helgina 14-16 ágúst, á sama tíma og bæjarhátíðin Blómstrandi dagar verður haldin. Norsk lög Hrappseyjarprents frá árinu 1779. 56 menning Helgin 26.-28. júní 2015

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.