Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.06.2015, Qupperneq 60

Fréttatíminn - 26.06.2015, Qupperneq 60
 Í takt við tÍmann Denise margrét Yaghi Hittir Verslókrakkana á b5 og Vesturbæingana á Prikinu Denise Margrét Yaghi er 23 ára Vesturbæingur sem stundar samkvæmisdans af miklum móð. Hún fæddist í Katar og á líbanskan föður og í sumar flýgur hún um allan heim sem flugfreyja hjá WOW Air. Staðalbúnaður Ég versla mest í H&M, Monki, Zöru og Urban, sem sagt mest í útlöndum. Ég legg ekki í vana minn að missa mig í búð- um, ég vel frekar færri og vandaðri flíkur og á þær lengur í stað þess að kaupa þúsund vörur í hverri ferð. Mér finnst All Saints líka ótrúlega fín búð, hún er eiginlega uppáhalds búðin mín, en ég hef ekki alveg efni á að versla þar reglulega. Ég reyni að blanda saman þægilegum og fínum fötum – mér finnst gaman að vera smá fín en er ekkert alltaf á pinnahælum. Hugbúnaður Mér finnst rosa gaman að fara í sund. Vesturbæjarlaugin er í uppáhaldi en mér finnst líka gaman að prófa nýjar laugar, bæði úti á landi og í Reykjavík. Ég fer svolítið á kaffihús. Mér finnst gaman að fara í bókabúðirnar, Kaffi Vest er líka skemmtilegt og mér þykir alltaf vænt um Tíu dropa. Mér finnst alltaf æðislegt að fara þangað og tengi það einhvern veginn við jólin. Við stelpurnar erum byrjaðar að fara í göngutúra á kvöldin og það er mjög skemmtilegt. Mér finnst líka gaman að fara í leikhús og er ágætlega dugleg að gera það. Ég fer út að skemmta mér þó ég drekki ekki. Á b5 hitti ég Verslókrakkana og svo eru Vesturbæingarnir á Prikinu. Þetta er góð blanda og stutt á milli. Ég horfi ekki mikið á sjónvarpsþætti en get þó mælt með Black Mirror sem er klikkaður, breskur sálfræðitryllir. Frekar ógeðslegt stöff. Vélbúnaður Ég á iPhone 5 en ég er ekkert brjálæðis- lega mikið í símanum og er ekki með mörg öpp. Ég nota samt Facebook og finnst Instagram mjög skemmtilegt. Ég er ekki á Twitter, ég er ekki svo kúl, en það eru allir þar núna svo ég verð að fara að bæta úr því. Aukabúnaður Ég bý ennþá heima og er því það heppin að ég þarf ekki að elda. Uppáhaldsmat- urinn minn er líbanskur og indverskur matur en annars finnst mér allt gott. Ég kaupi sjaldan skyndibita en nota frekar hádegistilboðin og fer út að borða, til dæmis á Ítalíu. Ég keyri um á Yaris sem ég er með í langtímaláni frá vinkonu sinni. Í sumar verður nóg að gera í vinnu en ég fer þó í æfingabúðir til Englands í ágúst. Ég var í Ástralíu allt síðasta sumar að dansa. Ég get óhikað sagt að það sé uppáhalds staðurinn minn og mig langar mikið að fara þangað aftur. Ljósmynd/Hari SRI LANKA PARADÍSAREYJAN 3. - 16. NÓVEMBER Verð kr. 549.900.- Innifalið í verði: Hálft fæði, flug, hótel, skattar, íslenskur fararstjóri og allar ferðir. Hrífandi náttúra, einstök menning og fjölbreytt dýralíf sem eiga varla sinn líkan, ævintýraleg upplifun í einstöku umhverfi. Við kynnumst framandi og heillandi heimi sem tekur á móti ferðalöngum með opnum örmum. Hraðfréttamennirnir Fannar og Benedikt með Sölku Sól og fjórða aðila, ónafn- greindri hænu.  rÚv LanD Lagt unDir fót r ÚV tekur sumrinu fagnandi með Sumardögum þar sem Rás 2, fréttastofan og RÚV leggja land undir fót. Sumardagar hefjast 1. júlí og fram til 14. ágúst sækja hraðfréttamennirnir Fannar Sveinsson og Benedikt Valsson, auk umsjónarmanna Virkra morgna og fréttamanna RÚV, 13 bæjarfélög víðs vegar um land. Á miðvikudögum er hitað upp í höf- uðborginni með léttum sumarþætti í beinni útsendingu í umsjón Fann- ars og Benedikts. Á fimmtudögum er lagt af stað í ferðalag um landið. Virkir morgnar eða Sumarmorgnar, eins og þátturinn heitir á sumrin, byrja dagskrána á nýjum stað á hverj- um fimmtudagsmorgni. Að kvöldi fimmtudags verða kvöldfréttir, eða fréttainnslag, sendar út frá hjarta bæj- arins og strax að þeim loknum taka Fannar og Benedikt við og verða með léttan viðtalsþátt þar sem íbúar bæjar- félagsins verða teknir tali. Á föstudagsmorgnum er nýtt bæj- arfélag sótt heim. Virkir morgnar koma sér fyrir og sjá um beina út- sendingu frá Rás 2 frá bæjarfélag- inu. Um kvöldið verða Fannar og Benedikt með sjónvarpsþátt með innslögum og viðtölum í beinni út- sendingu frá staðnum. Öll dagskrá RÚV mun litast af þeim stað sem farið er á hverju sinni. Síðdegisútvarpið verður meðal annars í góðum tengslum við ferðalangana. Hraðfréttamenn og fleiri á sumarralli 60 dægurmál Helgin 26.-28. júní 2015
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.