Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.06.2015, Side 62

Fréttatíminn - 26.06.2015, Side 62
Ungir snillingar með ókeypis tónleika Ein kunnasta ungsinfóníuhljómsveit í heimi, New England Conservatory Youth Philharmonic Orchestra, heldur tónleika í Eldborgarsal Hörpu á sunnudaginn klukkan 17. Ókeypis er inn á tónleikana og allir eru velkomnir en sækja þarf miða í gegnum Miða.is. Í sveitinni eru 90 framúrskarandi tónlistarnemar á aldrinum 14-18 ára. „Margir af meðlimum sveitarinnar hafa síðar orðið með virtasta tónlistarfólki heims, en á hverju ári sækja um 1.000 manns um stöðu í hljómsveitinni og því aðeins þeir bestu sem komast inn,“ segir Valdimar Hilmarsson sem aðstoðar hljómsveitina á Íslandi. Þekktir listamenn á KEX hostel Tíunda samsýning Gallerí Muses verður á KEX hostel um helgina. Sýningin ber titilinn Traveler – allt er afleiðing hreyfingar. Opnun er á laugardag en sýningin verður opin á sunnudaginn frá klukkan 10-22. Listafólkið sem sýnir er: Margeir Dire, Hugleikur Dagsson, Bergþór Morthens, Sylvía Lovetank, Víðir Mýrmann, Georg Óskar Giannakoudakis, Sævar Karl, Katrín Matthíasdóttir, Ægir the Artist, Dagrún Íris Sigmundsdóttir, Örn Tönsberg, Hertha Maria Richardt Úlfarsdóttir, Eva Vestmann, Arngrímur Sigurðsson, Harpa Einarsdóttir „Ziska“ og Þorgrímur Andri Einarsson. Við erum búin að setja niður einhver nöfn sem við höfum áhuga á.  Sjónvarp 60 Söngvarar keppa um að verða röddin Íslensk útgáfa af The Voice í loftið í haust Sextíu söngvarar verða valdir til að taka þátt í íslenskri útgáfu sjónvarpsþáttarins The Voice sem sýndur verður á Skjá einum í haust. The Voice er einn vinsælasti þáttur í heimi með yfir 500 milljónir áhorfenda og íslenska útgáfan verður stærsta verkefni Skjásins frá upphafi. Íslensk útgáfa af hinum vinsæla sjónvarpsþætti The Voice fer í loftið í haust. Stóra spurningin hlýtur að vera hverjir setjast í dómarasætin fjögur. Hér eru þau Blake Shelton, Pharrell Williams, Gwen Stefani og Adam Levine úr bandarísku útgáfu þáttarins. Ljósmynd/NordicPhotos/Getty v ið erum búin að vera eitt og hálft ár að undirbúa þetta verkefni og þátt-urinn fer í loftið í lok september,“ segir Pálmi Guðmundsson, sjónvarpsstjóri á Skjáeinum. Skjárinn hefur tryggt sér réttinn til að gera íslenska útgáfa af sjónvarpsþættinum The Voice sem er stærsti „format“-þáttur í heimi með yfir 500 milljónir áhorfenda á heimsvísu. Þátturinn hóf göngu sína í Hollandi árið 2010 en var fljótlega keyptur til NBC í Bandarík- unum. The Voice er sýndur í 120 löndum og Ísland verður 61. landið sem gerir sína eigin útgáfu af þættinum. „Ólíkt öðrum svona þáttum þá eru kepp- endur valdir fyrirfram. Við þurfum að finna 60 frambærilega söngvara og við erum þegar búin að ná í tæplega helminginn af þeim,“ segir Pálmi þegar hann er spurður um undir- búninginn. Þátturinn verður eins og frum- gerðin – fjórir dómarar munu sjá um að þjálfa söngvarana og keppa sín í milli. Pálmi segir að nú sé leitað að rétta fólkinu til að setjast í dómarasætin en hver þeirra verður með einn aðstoðarmann. „Við byrjuð- um á því að kaupa formatið og leyfðum okkur að leita að keppendum í leiðinni en nú tekur við að ráða dómarateymið. Við erum búin að setja niður einhver nöfn sem við höfum áhuga á,“ segir Pálmi. The Voice fer eins og áður segir í loftið í lok september en úrslitin ráðast í desember. „Við klárum fyrir jól en eftir áramót tekur þriðja þáttaröðin af Biggest Loser við,“ segir Pálmi en augljóst má vera að Skjárinn ætlar sér stóra hluti á sjónvarpsmarkaði á næstu misserum. Auk þessara tveggja stóru format- þátta hefur stöðin tryggt sér sýningarrétt að EM í fótbolta sem haldin verður í Frakklandi næsta sumar. Á næstunni á The Voice allan hug Pálma enda í mörg horn að líta: „Þetta er stærsta verkefni Skjásins frá upp- hafi,“ segir Pálmi en Saga Film mun sjá um framleiðsluna. Tekið er á móti ábendingum um vænlega þát t - takendur í The Voice á netfangið thevoiceisland@ sagafilm.is. Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is Pálmi Guð- mundsson, sjónvarpsstjóri á Skjáeinum. Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Eldhús- og skolvaskar Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Bol-834 80x48x18cm þykkt 0,8mm 11.990 Bol-604 48x43x18cm Þykkt stáls 0,8mm 7.790 (fleiri stærðir til) Gua 539-1 með veggstál plötu, grind fylgir, 1mm stál 16.990 Botnventill og vatnslásar fylgja öllum vöskum CR Plast skolvaskur 55x34x21cm með botn- ventli og vatnslás 8.590 Gua-543-1 vegghengdur, 1mm stál, einnig fáanlegur í borð kr. 17.990 18.900 Mikið úrval af blöndunartækjum. Á MÚRBÚÐARVERÐI Flottir tónleikar í Gamla bíói Íslenskir tónlistarmenn eru búnir að átta sig á því að Gamla bíó er besti tónleikastaður landsins um þessar mundir og keppast nú við að bóka húsið. Að undanförnu hafa bæði útgáfutónleikar Gísla Pálma og Ensímis verið haldnir þar og nóg er fram undan. Á fimmtu- dagskvöldið í næstu viku, 2. júlí, hertekur hljómsveitin Samúel Jón Samúelsson Big Band (SJSBB) Gamla bíó. Eins og kunnugt er leikur sveitin frumsamda fönktónlist sem er undir áhrifum frá nígerísku Afróbíti, eþíópískum djassi, brasilískum sambatöktum, bandarísku fönki og stórsveitardjassi – allt undir styrkri stjórn básúnuleikarans Samma. Tónleikarnir hefjast klukkan 21 og miðasala fer fram á Miði.is. Í vikunni þar á eftir, fimmtudagskvöldið 9. júlí, leiða saman hesta sína hljómsveitirnar Mammút og Samaris. Báðar sveitir munu kynna nýtt efni. Miðasala fer fram á Tix.is. Laugardags- kvöldið 11. júlí verður svo Kaleo með heimkomutónleika en sveitin hefur undanfarna mánuði gert út frá Bandaríkjunum. Miðasala er á Miði.is.  TónliST Fimm þúSund miðar í boði á TónliSTarháTíð Fleiri hljómsveitir en í fyrra á ATP a ll Tomorrows Parties tón-listarhátíðin fer fram í þriðja skipti á Ásbrú í næstu viku, 2.-4. júlí næstkom- andi. „Hátíðin verður með svipuðu sniði og í fyrra. Aðalmunurinn er sá að það verða fleiri hljómsveitir í ár, bæði innlendar og erlendar,“ segir Hildur Maral Hamíðsdóttir, kynn- ingarstjóri hátíðarinnar. Þekktustu tónlistarmennirnir sem munu koma fram eru Iggy Pop, Belle and Se- bastian, Public Enemy og Run the Jewels. „Líkt og í fyrra fer dagskráin fram á tveimur sviðum en sú nýj- ung verður í ár að tvö fyrirtæki munu stýra dagskránni á Andrew Theatre sviðinu, annars vegar út- gáfufyrirtækið Bedroom Comm- unity sem gerir út frá Íslandi og hins vegar Rás 2. Fyrirtækin sjá um sviðið sitt hvorn daginn og velja hvaða f jórar hljómsveitir koma fram.“ Tvær af þessum átta hljómsveitum voru valdar úr hópi hljómsveita sem eru ekki með samning við plötufyrirtæki, og segir Hildur það vera hluta af því að virkja grasrótina í tónlistinni hér á landi. „Alls bárust yfir 150 umsóknir og að lokum urðu hljómsveitirnar Ca- terpillarmen og Ceasetone fyrir val- inu,“ segir Hildur. 5000 miðar eru í boði á hátíðina og býst Hildur við að sérstaklega Ís- lendingarnir taki við sér síðustu dag- ana fyrir hátíðina. Að auki er hægt að nálgast dagpassa á hátíðina. Dag- skráin hefst um eftirmiðdaginn alla dagana og verður boðið upp á rútu- ferðir fram og til baka milli Reykja- víkur og Ásbrúar. 62 dægurmál Helgin 26.-28. júní 2015

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.