Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.07.2015, Síða 2

Fréttatíminn - 03.07.2015, Síða 2
Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000 www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ði r á sk ilj a sé r r ét t t il le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð ve rð g et ur b re ys t á n fy rir va ra . Albir Frá kr. 65.900 m/morgunmat Netverð á mann frá kr. 65.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herbergi. Netverð á mann frá kr. 79.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi. Sun Palace Albir 5. júlí í 7 nætur  Samfélag Happaþrennur má ekki Selja börnum undir 18 ára Umboðsmaður barna gagnrýnir Happaþrennur Umboðsmaður barna hefur gert athugasemdir við sölu á Happaþrennum með myndum úr tölvu­ leiknum Plants vs Zombies 2 þar sem um sé að ræða markaðssetningu sem höfðar til barna. Rekstrarstjóri Happaþrennudeildar HHÍ segist hafa fengið þær upplýsingar frá framleiðanda leiksins að hann væri aðallega spilaður af fullorðnum en eftir ábendingu hafi verið tekin sú ákvörðun að panta ekki annað upplag af Happaþrennum með myndum úr leiknum. f yrir mér er þetta eins og að setja teiknimyndir á sígarettupakka,“ segir Ásbjörg Una Björnsdóttir um Happaþrennur með myndum úr tölvuleikn- um Plants vs. Zombies 2. Leikurinn er afar vinsæll hjá börnum á Íslandi – til að mynda syni Ásbjargar – og því finnst henni skjóta skökku við að selja Happaþrennur með myndum úr leiknum. Leikurinn er marg- verðlaunaður, á vefsíðu framleiðanda leiks- ins segir að hann sé „afar ávanabindandi“ og sé ætlaður fyrir 10 ára og eldri. Hann er hægt að spila í snjallsímum, spjaldtölvum og Xbox-leikjatölvum, en í leiknum reyna ýmsar garðplöntur að koma í veg fyrir inn- rás uppvakninga. Umboðsmaður barna hefur haft samband við Happdrætti Háskóla Íslands, sem selur Happaþrennurnar og bent á að þessi mark- aðssetning samræmist illa leiðbeinandi reglum um neytendavernd barna en í þeim er sérstaklega fjallað um bæði happdrætti og söfn- unar- og happaleiki, og segir þar meðal annars: „Forðast skal í almennri markaðssókn að notast við söfn- unar- eða happaleiki sem beinast sérstaklega að börnum eða annað sem höfðar til söfnunartilhneig- ingar barna.“ Steinunn Inga Björnsdóttir, rekstrarstjóri Happaþrennudeildar HHÍ, segir að eftir ábendingu um að Happaþrennur með mynd- um úr leiknum Plants vs. Zombies 2 kunni að höfða til barna hafi verið tekin ákvörðun um að panta ekki annað upplag af þeim. „Framleiðandi leiksins kynnti fyrir okkur tölur sem sýndu að 82% þeirra sem spiluðu leikinn væru fullorðnir,“ segir hún en skaf- miðar með myndum úr Plants vs. Zombies eru seldir víða um heim. „Við töldum að ef þetta væri vinsæll leikur hjá fullorðnum þá væri skemmtileg tilbreyting að bjóða upp á Happaþrennur með myndum úr leiknum,“ segir hún. Steinunn Inga leggur áherslu á að söluað- ilar Happaþrennunnar séu upplýstir um að ekki megi selja þær yngri en 18 ára. Ásbjörg Una bendir hins vegar á að Happaþrenna sé víða seld í sjálfsölum og því hljóti eftirlit að vera af skornum skammti. Stein- unn Inga segir sjálfsala HHÍ setta upp við ýmsar verslanir og það sé hlutverk starfsfólks að hafa eftir- lit með því hverjir nota sjálfsal- ana. „Undir engum kringumstæð- um á að greiða út vinninga til barna undir 18 ára,“ segir hún. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Undir engum kringum- stæðum á að greiða út vinninga til barna undir 18 ára. Happdrætti Háskóla Íslands fékk þær upplýsingar frá framleiðanda leiksins Plants vs Zombies að aðallega fullorðið fólk spilaði leikinn en hann nýtur þó einnig mikilla vinsælda hjá börnum. Happaþrennur með myndum úr leiknum má víða kaupa í sjálf­ sölum. Mynd/Hari  ríkiSreikningur Skattar Hækkuðu um 59 milljarða milli ára Skattbyrði einstaklinga og fyrirtækja þyngdist milli áranna 2013 og 2014. S katttekjur ríkissjóðs jukust um 59 milljarða milli ára, að því kemur í ríkisreikningi fyrir árið 2014 sem Fjársýsla ríks- ins hefur gefið út. Útgjöld ríkis- sjóðs jukust um 17 milljarða króna en þar vegur þyngst 8 milljarða króna hækkun launakostnaðar. Í heild batnaði afkoma ríkissjóðs um 47 milljarða króna og er þetta í fyrsta sinn frá falli fjármálakerfis- ins sem ríkissjóður skilar afgangi, að því er fram kemur í samantekt Viðskiptaráðs. Af ríkisreikningi er ljóst, segir Viðskiptaráð, að skattbyrði ein- staklinga og fyrirtækja hefur þyngst. Þar kemur fram að skatt- tekjur ríkissjóðs sem hlutfall af landsframleiðslu hafi vaxið úr 27,1% í 30,2% á milli ára og all- ir helstu skattstofnar hækkað. Hlutfallslega var aukningin mest í t il felli f jármagnstekjuskatts einstaklinga, 39% aukning, og fyrirtækjaskatts, 37% aukning. Þá vekur athygli, segir ráðið, að tryggingagjöld hafi hækkað um 5% á milli ára þrátt fyrir að at- vinnuleysi hafi minnkað úr 5,4% niður í 5,0% á sama tímabili, sam- kvæmt upplýsingum Hagstofu Ís- lands. Þá virðist aðhaldi í ríkisfjár- málum vera lokið í bili, segir Viðskiptaráð enn fremur. Launa- kostnaður ríkisins jókst um 6% á milli ára og önnur rekstrargjöld um 4%. -jh Þyngri skattbyrði fyrirtækja og einstaklinga Fyrsti fundur gerðardóms í dag Gerðardóm ur hefur verið skipaður í kjara­ deilu Banda lags há skóla manna (BHM) og ís­ lenska rík is ins. Fyrsti fundur BHM og ríkisins með dómnum er klukkan 10 í dag, föstudag. Garðar Garðarsson hæstaréttarlögmaður er formaður gerðardómsins. Guðlast ekki lengur glæpur Alþingi samþykkti í gær, fimmtudag, að af nema ákvæði um guðlast úr hegn ing ar lög­ um. Þing menn Pírata lögðu fram frumvarp þess efnis. Vilhjálmur Bjarnason greiddi einn þingmanna atkvæði gegn frumvarpinu og þau Ásmundur Friðriksson, Þorsteinn Sæ­ mundsson og Vigdís Hauksdóttir sátu hjá. Sif Cosmetics verður BIOEFFECT Sif Cosmetics ehf, sem framleiðir BIOEF­ FECT húðvörurnar, hefur breytt um nafn og mun eftirleiðis heita BIOEFFECT ehf. Húðvörur fyrirtækisins njóta mikilla vinsælda víða um heim og er BIOEFFECT orðið eitt stærsta íslenska vörumerkið á neytendamarkaði erlendis. BIOEEFFECT ehf. er dótturfyrirtæki ORF Líftækni. Kristinn D. Grétarsson, forstjóri fyrir­ tækisins, segir nafnabreytinguna vera eðlilegt framhald á velgengi BIOEFFECT varanna á erlendum mörkuðum og það sé eðlileg þróun að fara í þessar breytingar hér á okkar heimamarkaði. Óhögguð skuldbinding um að verja Ísland Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra fundaði í Pentagon með aðstoðar­ varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Robert S. Work, á miðvikudaginn. Ræddu ráðherrarnir þróun varnar­ og öryggismála í Norður­Evrópu, meðal annars með tilliti til umsvifa rússneska heraflans og aðgerða Rússa í Úkraínu og víðar, að því er fram kemur á síðu utanríkisráðuneytisins. Work sagði skuldbindingu Banda­ ríkjanna um að verja Ísland algerlega óhaggaða og lýsti vilja til þess að skoða möguleika til frekara samstarfs ríkjanna á sviði öryggis­ og varnarmála. Hann sagði Ísland lykilbandamann og að staðsetning landsins væri áfram hernaðar­ legamikilvæg. 2 fréttir Helgin 3.­5. júlí 2015

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.