Fréttatíminn - 03.07.2015, Side 8
Jóhannesarlundur
vígður
Jóhannesarlundur við Búrfellsvirkjun
var vígður á miðvikudaginn en reiturinn
er til heiðurs Jóhannesi Nordal, fyrrum
seðlabankastjóra og fyrsta stjórnarfor-
manni Landsvirkjunar. Fyrirtækið minnist
50 ára afmælis síns um þessar mundir
með ýmsum hætti. Jóhannes gegndi starfi
stjórnarformanns í 30 ár og lét af störfum
30. júní 1995. Til að sýna Jóhannesi þak-
klæti sitt ákvað starfsfólk Landsvirkjunar
að afmarka reit til gróðursetningar við
Búrfellsvirkjun og nefna hann Jóhannesar-
lund. Lundurinn var vígður á samkomu
núverandi og fyrrverandi starfsmanna
fyrirtækisins. Á myndinni eru Jóhannes
Nordal og Hörður Arnarson, forstjóri
Landsvirkjunar, við gróðursetningu fyrsta
trésins í Jóhannesarlundi en 50 tré voru
gróðursett í lundinum, eitt fyrir hvert
starfsár Landsvirkjunar.
Afgangur af
vöruskiptum fyrstu 5
mánuðina
Afgangur af vöruskiptum við útlönd fyrstu
fimm mánuði ársins nemur 2,3 milljörðum
króna en vöruskiptajöfnuðurinn var
óhagstæður í maí, að því er Hagstofan
greinir frá. Í maí voru fluttar út vörur
fyrir 54,3 milljarða króna og inn fyrir 57,2
milljarða króna. Vöruskiptin í maí voru
því óhagstæð um 2,9 milljarða króna. Í
maí 2014 voru vöruskiptin hagstæð um
5,0 milljarða króna. Fyrstu fimm mánuði
ársins 2015 voru fluttar út vörur fyrir rúma
276,2 milljarða króna en inn fyrir tæpa
274,0 milljarða króna. Afgangur var því af
vöruskiptum við útlönd sem nam 2,3 mill-
jörðum króna, en á sama tíma árið áður
voru þau hagstæð um 2,2 milljarða. Fyrstu
fimm mánuði ársins 2015 var verðmæti
vöruútflutnings 48,7 milljörðum eða 21,4%
hærra en á sama tíma árið áður.
Aflaverðmæti jókst um
liðlega helming í mars
Verðmæti afla upp úr sjó nam rúmum 19,1
milljarði í mars, 51,5% meira en í mars
2014. Vegur þar þyngst aflaverðmæti
loðnu sem nam rúmum 4,9 milljörðum
samanborið við 1,1 milljarð í mars 2014.
Aflaverðmæti botnfisks nam rúmum 13,1
milljarði í mars sem er 22,7% aukning frá
fyrra ári. Þorskurinn er sem fyrr verð-
mætastur botnfisktegunda en aflaverð-
mæti hans var rúmir 8,7 milljarðar í mars
og jókst um tæp 30% samanborið við mars
2014, að því er Hagstofa Íslands greinir frá.
Yfir 250 íbúðir á RÚV-lóð
Tillaga Arkþing um skipulag lóðar RÚV við
Efstaleiti bar sigur úr býtum í hugmynda-
samkeppni á vegum Reykjavíkurborgar og
RÚV, samkvæmt einróma niðurstöðu dóm-
nefndar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri
og Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri
tilkynntu um niðurstöðu samkeppninnar
við hátíðlega athöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur fyrr í vikunni. Vinningstillagan gerir ráð
fyrir yfir 250 íbúðum á lóðinni til viðbótar við umtalsvert rými fyrir skrifstofu- og
þjónustubyggingar. Samkeppnin var haldin í samstarfi við Arkitektafélag Íslands.
Heilbrigðismál TvöfalT lengri biðlisTi en fyrir fimm árum
Tvöfalt fleiri bíða nú eftir hjúkrunarrými en fyrir fimm árum. Þeir sjúklingar sem liggja inn á spítala fá ekki viðeigandi þjónustu.
Endurhæfing og örvun er mun markvissari og allur aðbúnaður betri á hjúkrunarheimilum.
ast í akútumhverfi því sem er á spít-
ölum og alls ekki æskilegt,“ segir
Birgir. „Það er hins vegar ekki eina
lausnin að byggja fleiri hjúkrunar-
rými enda erum við ágætlega sett
hvað varðar fjölda þeirra hér á landi
ef við miðum við löndin í kringum
okkur,“ segir Birgir. Hann bendir
á að nær sé að byggja upp heilsu-
gæslu og heimahjúkrun og veita
fólki þannig þá þjónustu sem það
þarf á að halda á eigin heimilum.
Hann bendir jafnframt á að
ástandið sé verst á höfuðborgar-
svæðinu en alls ekki eins slæmt víða
á landsbyggðinni. „Við höfum lagt
áherslu á það í okkar ráðleggingum
um stefnumótun á heilbrigðissviði
að heimahjúkrun og heilsugæslan
verði efld enda teljum við slíkt væn-
legra til árangurs en að fjölga legu-
rýmum á hjúkrunarrýmum sem
þessum fjölda nemur þótt nauðsyn-
legt sé eflaust að fjölga þeim frá því
sem nú er,“ segir Birgir.
Hver sjúklingur sem bíður í 50
daga að meðaltali á Landspítala eft-
ir plássi á hjúkrunarheimili teppir
sjúkrarúm sem nýst gætu fyrir
fimm sjúklinga, því meðallegutími
sjúklinga er innan við 10 dagar á lyf-
lækningasviði.
Þá hefur verið bent á að sjúkling-
ar á bið eftir hjúkrunarrýmum eða
heimaþjónustu fái ekki sömu þjón-
ustu á spítalanum og þeir myndu
fá að viðeigandi deildum, svo sem
hjúkrunarheimilum, þar sem endur-
hæfing og örvun er mun markviss-
ari og allur aðbúnaður betri fyrir
fólk sem þarf að dveljast langdvöl-
um á sjúkrastofnun.
Sigríður Dögg Auðunsdóttir
sigridur@frettatiminn.is
fréttir 7 Helgin 3.-5. júlí 2015