Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.07.2015, Síða 12

Fréttatíminn - 03.07.2015, Síða 12
Tax Free á búrum og bælum www.dyrabaer.is  S: 511 2022 Smáralind Kópavogi  Kringlan Reykjavík  Krossmói Reykjanesbæ 1.-5. júlí  Kjaramál VeiKindaréttur opinberra starfsmanna Tekist á um veikindarétt Viðskiptaráð vill skerða veikindarétt opinberra starfsmanna og bendir á að þeir taki fleiri veikindadaga en starfsfólk í einkageiranum. Í könnun VIRK er þetta staðfest en samkvæmt upplýsingum frá starfsendurhæfingarsjóðnum er þetta þekkt í löndunum í kringum okkur og skapast fyrst og fremst af því að réttindin eru til staðar. o pinberir starfsmenn njóta betri lífeyrisréttinda, rík-ara starfsöryggis, ríflegri veikinda- og orlofsréttinda, betri tækifæra til endur- og símenntun- ar og aukinna starfsaldurstengdra réttinda samanborið við starfsfólk á almennum vinnumarkaði, að því er fram kemur í nýlegri grein á vef Viðskiptaráðs. Þetta er í andstöðu við vilja almennings, að því er seg- ir í greininni, en í nýlegri skoðana- könnun sem Viðskiptaráð lét gera töldu 80-89% svarenda að réttindi launþega ættu að vera sambærileg hjá hinu opinbera og annars staðar. Í þróunarverkefni starfsendur- hæfingarsjóðsins VIRK, Virkur vinnustaður, kom fram að áætluð fjarvera starfsfólks vegna veikinda er tvöfalt meira á opinberum vinnu- stöðum en á almennum markaði. Samkvæmt rannsókn VIRK er það ekki einsdæmi á Íslandi að opin- berir starfsmenn taki fleiri veik- indadaga en starfsfólk í opinbera geiranum heldur sé þetta þekkt í mörgum öðrum löndum. Fjöldi fjarverudaga á hvern starfs- mann í úrtakinu var að meðaltali 20 dagar hjá hinu opinbera samanbor- ið við 10 daga í einkageiranum árið 2014. VIRK leggur þó áherslu á að þessar tölur séu engan veginn lýs- andi fyrir alla opinbera vinnustaði og bendir á að í könnun þessari hafi fáir vinnustaðir verið til skoðunar sem margir hverjir voru fámennir þannig að hlutfallið hækkar mjög þó svo að aðeins einn starfsmaður sé fjarverandi vegna veikinda. Hins vegar bendi alþjóðlegar rannsókn- ir til þess að langtímaveikindi séu meiri á opinberum vinnumarkaði en í einkageiranum en ástæðan sé einna helst aukinn veikindaréttur hjá opinberum starfsmönnum. Þá er bent á að skammtímaveikindi séu sambærileg milli opinberra geirans og einkageirans. Í grein Viðskiptaráðs kemur fram að forsvarsmenn ráðsins telja að kjaraviðræður við BHM skapi tækifæri til að jafna leikvöllinn þeg- ar kemur að réttindum launafólks á almennum og opinberum vinnu- markaði. „Með afnámi umframrétt- inda opinberra starfsmanna væri unnt auka svigrúm til hækkunar grunnlauna opinberra starfsmann líkt og forsvarsmenn bandalagsins hafa barist fyrir,“ segir jafnframt í greininni. Í fjölmiðlum að undanförnu hefur komið fram að samninganefnd rík- isins hafi komið fram með þá hug- mynd í kjaraviðræðum við hjúkrun- arfræðinga að minnka veikindarétt þeirra en hækka laun á móti. Mikil óánægja var meðal hjúkrunar- fræðinga með þessa hugmynd sem jafnframt varð ekki hluti af nýsam- þykktum kjarasamningi. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is Hjúkrunarfræðingar vildu ekki skipta út veikindarétti fyrir hærri laun í kjarasamningum sínum sem voru endurnýjaðir á dögunum. Hugað að framtíðar- uppbyggingu við Kársneshöfn Kársnes í Kópavogi hefur verið val- ið til þátttöku í norrænu nýsköpun- arsamkeppninni Nordic Built City Challenge. Sex verkefni frá öllum Norðurlöndum voru valin til þátt- töku í samkeppninni sem snýst um vistvæna, snjalla og lífvænlega bæi og borgir, að því er fram kemur í til- kynningu Kópavogsbæjar. „Norrænar borgir og bæir standa frammi fyrir sambærilegum áskor- unum þegar kemur að þróun vist- vænna, snjallra og byggilegra bæja og borga. Hvernig getum við stuðl- að að fjölþjóðlegri samvinnu sem tekst á við slíkar áskoranir? Það er viðfangsefnið í norrænu nýsköpun- arsamkeppninni Nordic Built Cities Challenge. Eigendur verkefna frá öllum Norðurlöndum sendu 37 til- lögur að viðfangsefnum tengdum þróun þéttbýlissvæða til Nordic Built Cities Challenge. Sex þeirra voru valdar og munu þær leggja grunninn að framhaldi samkeppn- innar. Auk Kársness voru meðal annars valin til þátttöku Sege Park í Malmö, Tryggve Lies Plass í Osló og Hans Tavsens Park og Korsgade í Kaupmannahöfn,“ segir í tilkynn- ingunni. „Það er heiður að vera valinn til þátttöku í þessari samkeppni og sýnir vel þann metnað og frum- kvæði sem ríkir hjá Kópavogsbæ. Við erum alltaf að leita leiða til þess að gera góðan bæ enn betri,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri. „Með þátttöku í Nordic Built Ci- ties gefst Kópavogsbæ kostur á að sækja í fjölbreytta þekkingu og hug- myndapott fyrir framtíðaruppbygg- ingu við Kársneshöfnina. Við viljum að þarna verði til hverfi sem svarar þörfum nútímans og tvinnar sam- an borgarlíf og gæði náttúrunnar,“ segir Sverrir Óskarsson, formaður skipulagsnefndar. -jh Kársnes í Kópavogi er meðal sex borgarhverfa á Norðurlöndum sem hefur verið valið til þátttöku í norrænni nýsköpunarsamkeppni. 10 fréttir Helgin 3.-5. júlí 2015

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.