Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.07.2015, Side 32

Fréttatíminn - 03.07.2015, Side 32
NÝ TT SÚKKULAÐIKLEINUR www.ommubakstur.is Tilvalið í ferðalagið... ingu og sölu á matvælum; sums staðar að miklu leyti en annars stað- ar að minna leyti. Íslendingar eru í sömu stöðu og Bandaríkjamenn. Þeir misstu algjörlega þráðinn og þurfa að finna hann aftur eða spinna alveg nýjan þráð, slá nýjan tón. Í þeirri stöðu eru í meginatriðum tveir kostir. Annars vegar að grafa upp tapaðar staðbundnar hefðir. Í því fælist til dæmis að búa til sau- ðasmjör og sauðaskyr og leita heim- ilda um íslenska osta. Hins vegar að byggja á fornri býlisvinnslu annarra þjóða og framleiða á íslenskum býl- um útgáfur af Roquefort, feta, pe- corino, halloumi, manchego, ricotta eða öðrum frábærum sauðaostum úr mjólkurbelti sauðfjárræktar- innar. Eftir því sem fleiri bændur forða sér úr hlutverki hráefnisfram- leiðenda fyrir iðnver og yfir í hefð- bundinn býlisbúskap munu fleiri velja leið endurreisnar og líka fleiri leið endursköpunar. Annað útilokar ekki hitt. Sauðasalan og vesturferðir breyttu sauðfjárbúskapnum Nýting sauðamjólkur lagðist af á Íslandi þegar nútíminn fór að læð- ast þar inn. Það gerðist í samfélags- breytingum á síðustu áratugum nítjándu aldar. Með sauðasölunni til Bretlands kom reiðufé í íslenskar sveitir í fyrsta sinn í þrjár eða fjór- ar aldir. Íslenskar sveitir losnuðu að hluta út úr hagkerfi vöruskipta. Með sauðasölunni fjölgaði fé úr um 400 þúsund í 800 þúsund á örfáum árum. Áherslan í sauðfjárræktinni fór af ullinni og mjólkinni yfir á kjöt- ið. Áður hafði lömbunum verið stíað frá ánum á nóttinni svo hægt væri að mjólka þær að morgni. Lömbin fengu aðeins mjólkina sem ærnar mjólkuðu yfir daginn fyrstu vikurn- ar en voru síðan vanin undan fimm til átta vikna gömul. Þau voru því ekki miklir bógar þegar þau komu af fjalli að hausti og voru því flest alin áfram yfir veturinn. Lambakjöts- neysla er ekki eins hefðbundin á Ís- landi og okkur er tamt að halda. Ís- lendingar borðuðu mest veturgamalt fé eða eldra. Með sauðasölunni varð nýting mjólkur óhagkvæm. Það borgaði sig fyrir bóndann að láta lömbunum eftir mjólkina og fá þau í staðinn stæltari af fjalli. En vesturferðirnar höfðu líka sín áhrif. Hálf ánauðugt vinnufólk gat loks flúið sveitirnar og leitað betra og frjósamara lífs. Undir lok aldarinnar hófst síðan innlend út- gerð ótengd stórbændum og hún dró vinnufólkið í sjávarþorpin. Bændur höfðu því ekki lengur svo til ókeypis vinnuafl til að mjólka féð og vinna mjólkurmat. Sigga litla systir mín sat úti götu og mjólkaði ána sín meðan hún var barn og ósjálfráða en flutti í bæinn eða til Ameríku um leið hún hafði tækifæri til. Íslenskur Roquefort Þegar breskir spekúlantar hættu að kaupa sauði af Íslendingum vakn- aði spurningin hvað ætti að gera við allt þetta fé. Áherslan hafði öll verið á sölu á fé á fæti og því hafði hvorki orðið þróun í nýtingu ullar né mjólk- ur. Torfi Bjarnason, sá ágæti búfröm- uður í Ólafsdal, lagði til að bændur bindust samtökum og færu aftur að mjólka fé í selum. Hann reiknaði út að fjögurra til fimm manna sel gæti sinnt fé frá mörgum bæjum og því væri mannekla ekki afsökun. Torfi var þarna orðinn aldraður og náði ekki að fylgja þessu eftir. En ástæða þess að ég minnist á hugmyndir Torfa er að fyrirmynd sína sótti hann til ostagerðarinnar í Aveyron. Skilj- anlega. Það var þá, eins og nú, ekki hægt að finna blómlegri sauðfjárbú- skap en í þeirri sveit. Ekki veit ég hvort það var fyrir hvatningu Torfa en Jón Ágúst Guð- mundsson, bóndasonur úr Önundar- firði og nemi að Hvanneyri, hélt til Roquefort-sur-Soulzon stuttu eftir greinarskrifin að læra ostagerð. Jón fór reyndar víðar í leit að lausnum um hvernig mætti byggja upp arð- saman búrekstur á öllu þessu fé sem Bretarnir vildu ekki kaupa. Hann lærði meðal annars mysuostagerð í Noregi. Heimkominn gerði Jón nokkrar tilraunir til að koma á osta- gerð úr sauðamjólk en þær gengu ekki upp og varð tap mikið. Osturinn þótti góður, sérstaklega Roquefort, en hann skemmdist fljótt og eyði- lagðist. Geymsluaðstaðan var slæm og flutningsleiðir erfiðar. Þessi til- raun til endursköpunar íslensks sauðfjárbúskapar snemma á síðustu öld fjaraði því út. Segja má að henni hafi lokið form- lega þegar Búnaðarþing sló af alla nýtingu sauðamjólkur 1929; gaf út tilskipun um að Íslendingar skyldu einvörðungu gera ost af kúamjólk. Íslenskir bændur lýstu því yfir á þinginu að kúamjólk væri allt eins góð til gráðaostagerðar og sauða- mjólk og það væri bara vegna for- dildar sem hærra verð fengist fyrir franskan Roquefort úr sauðamjólk en íslenskan úr kúamjólk. Þarna var fastmörkuð stefnan að sauðfjárrækt skyldi snúast um kjöt og kýr einar mjólkaðar á Íslandi. Það var því opin- ber stefna á Íslandi að framleiða ekki sauðaost allt fram að síðustu árum að tilraunir hafa verið endurvaktar við að mjólka og vinna osta úr sauða- mjólk. Lattélepjandi lopatreflar eru framtíð landbúnaðar Segja má að síðan 1929 hafi ís- lenskir bændur barist gegn rót- grónum matarhefðum og litið á þær sem fordild og snobb. Þess vegna er sú staða uppi í íslensku samfé- lagi að bændur fyrirlíta mest sinn besta kúnnahóp, fólkið sem gæti fyllt sal sem væri meðtækilegur fyrir býlisvinnslu á ostum og öðr- um landbúnaðarafurðum. Ég er að tala um lattélepjandi lopatreflana í 101 — eina samfélagshópinn á Ís- landi sem kenndur er við landbún- aðarafurðir; nefndur eftir bæði ull og mjólk. Einhverra hluta vegna hafa bændur skilgreint þennan hóp sem sinn óska andstæðing en talið á móti sína bestu stuðningsmenn þá sem láta sér vel lynda iðnvörurn- ar sem skila bændunum minnstum tekjum. Það er í raun mikil sorgarsaga að talsmönnum iðnvæðingar á kostn- að býlisvinnslu skuli hafa tekist að stía þessu hópum í sundur; bænd- um og lattélepjandi lopatreflunum í 101. Þegar þeir ná saman mun ís- lenskur landbúnaður umbreytast. Það er nefnilega ekki aðeins fólkið í Aveyron sem hefur búið til Roque- fort á umliðnum tvö þúsund árum heldur ekki síður kaupendurnir í París og öðrum borgum. Það er fólkið í salnum sem verðlaunar það sem vel er gert með því að borga aukalega fyrir gæði. Sem er ekki fordild, þótt Bún- aðarþing hafi samþykkt það sam- hljóða árið 1929. Gunnar Smári Egilsson gunnarsmari@frettatiminn.is matartíminn 29 Helgin 3.-5. júlí 2015

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.